6.4.2009 | 11:05
ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR ÞESSARI FRAMKOMU ÓREIÐUMANNA Á ÍSLANDI?
Það er til marks um aðgengi Baugsmanna á íslenska bankakerfinu að einn af leppunum þeirra - Magnús Ármann sem rak lítinn súlustað fyrir nokkrum árum - skuldar um 24 milljarða að lágmarki í einungis 4 eignarhaldsfélögum sínum.
Útrásarvíkingurinn Magnús Ármann skuldaði, umfram eignir og eigið fé, rúmlega 24 milljarða í lok ársins 200.
Skuldirnar eru í gegnum fjögur félög, Maggi ehf., Sólmon ehf., Materia Invest ehf. og Imon ehf. en staðan hefur klárlega versnað síðan þá !
Skuldirnar ná aðeins yfir árið 2007. Í fyrra fékk Imon ehf, sem jafnframt er stærsti hluthafi Byrs sparisjóðs, níu milljarða kúlulán fyrir bréfum í Landsbankanum aðeins þremur dögum fyrir fall hans.
HVAÐA AÐILI VAR SVO HEPPINN AÐ GETA SELT ÖLL LANDSBANKABANKABRÉFIN SÍN 4 DÖGUM FYRIR FALL BANKANS OG HVAÐA BANKI SITUR UPPI MEÐ lána TAPIÐ ???
Staða félagana hefur aðeins versnað síðan árið 2007 þegar skuldir umfram eignir námu 24 milljörðum en ársreikningur fyrir 2008 liggur ekki fyrir.
Þrjú félaganna eru skráð á Laufásvegi 69, þar sem Magnús Ármann býr, en Materia Invest er skráð á Valhúsabraut 15.
MAGNÚS ÁRMANN SAT SVO Í STJÓRN 365 MIÐLA OG FL GROUP EFTIR AÐ BAUGSMENN AFHENTU HONUM PENINGINN TIL AÐ KAUPA HLUTABRÉF Í ÞESSUM FYRIRTÆKJUM.
EF FJÖLMIÐLAMENN BÆTA SVO ÞORSTEINI JÓNSSYNI Í KÓK VIÐ BÆTAST NOKKRIR TUGIR MILLJARÐAR VIÐ ÞESSA SKULDSETNINGU !!!
Á SAMA TÍMA ÞARF ÍSLENSKA RÍKIÐ AÐ SKERA NIÐUR UM 50 MILLJARÐA SKV.FRÉTTUM EN ÞESSIR 2 STRÁKAR SKULDA MEIRA SAMANLAGT !!!
HVAÐA GEÐVEIKI ER Í GANGI HÉRNA Á ÍSLANDI EIGINLEGA ???
Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Átti hann ekki súlustaðinn SÓÐAL...? Þetta er nú meira sóðaliðið í íslenska viðskiptalífinu, með örfáum undartekningum. Kúlulánið mitt fellur á mig 2020 og ég mun ekki borga.... Kúlulán "Bakkabræðra upp á ca. 75-80 milljarða fellur á þá 2013, þeir munu heldur ekki borga það. "Can yOu believe it - they are not going to pay" spyrja okkar útlensku vinir, og svarið er frekar augljóst..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:13
356 milljarðar!
Skítlegt eðli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:32
Afsakið:
365 milljarðar
Skítlegt eðli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:33
Jón Ásgeir - Hannes Smárason - Magnús Ármann - Þorsteinn Jónsson: Er hægt að finna öllu sóðalegri fjárglæframannanöfn ?
Stefán (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 12:11
Hver seldi og hver lánaði, ef ég man rétt þá hefur það komið fram í fjölmiðlum að það var landsbankinn sem seldi honum og það var landsbankinn sem lánaði honum. Frekar ætti að spyrja, hver átti í raun bréfin áður ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:23
Eða átti ég kannski að segja, hver gat látið bankann lána gjaldþrota mann svona ótrúlega upphæð og að ná að láta lánsmeðferð og viðskiptin fara á mettíma í gegnum kerfið. Vissi bankinn ekki á þeim tíma hvað var að gerast fyrir bankann. Eða var viðkomandi seljandi bara að ná sér í pening með uppl. sem aðrir vissu ekki í vasanum?
Bjöggi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:35
Var þessi Magnús ekki að bardúsast fyrir Björgúlfana í Rússlandi?
Mig langar að far með eitthvað af þeim kjaftasögum sem ég hef heyrt um þennan mann, þær byrjuðu þegar hann átti Sóðal og voru sóðalegar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:49
"Á SAMA TÍMA ÞARF ÍSLENSKA RÍKIÐ AÐ SKERA NIÐUR UM 50 MILLJARÐA SKV.FRÉTTUM EN ÞESSIR 2 STRÁKAR SKULDA MEIRA SAMANLAGT !!!"
Er einhver tenging þar á milli. Svarið er nei. Ollu þessir menn kannski líka efnahagskreppunni. Svarið er einnig nei.
Egill (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:49
Þessir menn áttu svo sannarlega þátt í hruninu á Íslandi. Dældu eiginfé út úr fyrirtækjum .. ryksuguðu það upp og settu á eigin reikninga og í eigin bréf. Sem eigandi Glitnis lánaði Jón Ásgeir sjálfum sér og vinum og fjölskyldumeðlimum tugi ef ekki hundruði milljarða.
Ekki tenging þar á milli??... kanntu annan!
ThoR-E, 7.4.2009 kl. 09:32
Það er heimsefnahagskreppa og svo lengi sem við pælum bara í hvað vonda ríka fólkið gerði þá verður efnahagskreppan ekki leyst.
Egill (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:56
Vissulega er heimskreppan ekki þeim að kenna. En ástandið hérna á Íslandi væri ekki eins slæmt og það er ... ef t.d bankarnir hefðu ekki lent í höndunum á þessum mönnum. Sem og stór fyrirtæki hér á landi. Þeir hafa eyðilagt mikið, því er ekki að neita.
ThoR-E, 7.4.2009 kl. 10:08
Ástæðan fyrir því að bankarnir fóru á hausinn var að þeir voru ekki á Evrusvæðinu eða í Bandaríkjunum og gátu því ekki fengið lausafé eins og bankarnir þar. Allir bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hefðu farið á hausinn á nákvæmlega sama tíma ef þeir hefðu ekki getað fengið lausafé frá Federal Reserve og Evrópska seðlabankanum. Þetta hefur ekkert að gera með þessa menn en frekar það að alþjóðlegir bankar geta ekki verið á Íslandi nema Ísland sé hluti af evrusvæðinu.
Þess vegna er spurningin: Af hverju erum við ekki að pæla í hvernig við getum lagað það sem fór úrskeiðis. Lærdómurinn af bankahruninu er sá að við þurfum að vera hluti af evrusvæðinu, með evruna og innan Evrópusambandsins þ.e. ef við viljum reka bankakerfi. Það eru fleiri ástæður fyrir þessu en t.d. er núna gjaldeyriskreppa sem flækir málið og gerir það að verkum að við getum ekki tekist á við kreppuna en í stað þess þurfum við að vera með 17% stýrivexti og gjaldeyrishöft.
Tölum um það hvernig á að gera Ísland lífvænlegt í stað þess að hugsa bara um hluti sem skipta ekki máli í framtíðinni.
Egill (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:40
Það er ljóst Egill að þú hefur minna en ekkert vit á viðskiptum, mörkuðum, lánveitingum og fleira tengt því, nákvæmlega ekkert. Þú ættir því ekki að tjá þig um þetta.
Það er sjaldgæft að sjá aðra eins fáfræði. Það er of langt mál að rekja hér hvernig málum er háttað en ljóst er að bankakerfið var misnotað á mjög svipaðan hátt og stjórnendur Enron gerðu við það fyrirtæki á sínum tíma. Það er svo ótrúlegt að sjá þetta bull frá þér Egill að ljóst er að ekkert þýðir að reyna að útskýra þetta fyrir þér. Þú ert alveg tómur.
Það sem Jón Gerald hefur verið að segja, og er að segja hér, krefst vits á fyrirtækjarekstri, eðlilegum lánveitingum, lögum og reglum um hlutafélög og bókhaldsreglum, svo menn skilji hvað um er að vera. Þó ætti flestum með örlítið vit í höfðinu að vera ljóst að t.d. þessi lánveiting sem viðhöfð var til Imon rétt fyrir hrun er hreinn og klár þjófnaður grandsamra aðila.
Bullið sem kemur frá þér hér er orðrétt eftir ráðþrota manni sem segir hvað sem er til að bjarga rassi sínum, Jóni Á. . Þetta með að hrunið hér sé af völdum efnahagskreppunnar er út úr öllu korti. Það eru bara vanvitar og vitstola menn sem halda því fram. Þú ert greinilega eitthvað tregur þannig að ég ætla ekki að eyða tíma í að skrifa um hvernig þetta gerðist en hitt er ljóst að bankarnir hefðu hrunið, kreppan flýtti bara fyrir því. Hitt er líka ljóst að þessir menn hreinsuðu hundruðir milljarða út úr bönkunum í eigin fjárfestingar með glæpsamlegum hætti. Þessir milljarðar komu inn í þá frá almennum hluthöfum og erlendum lánadrottnum.
Þú verður hins vegar bara að lesa um þetta eftir nokkur ár þegar vandaðar sögubækur verða gefnar út með lýsingum á því hvernig þetta gerðist, þegar allt tjónið er komið fram og menn geta tekið saman hver gerði hvað. Miðað við hvernig þú talar, efast ég hins vegar um að þú munir skilja það, frekar en að þú skilur ekki neitt núna.
Sveinn (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:03
Magnús Ármann er rak bæði Óðal og Rex, fræga kókaínstaði, var svo viðskiptavinur á Strawberries í Lækjargötu. Dældi 100 milljónum dollara til að búa til fyrirtæki í því eina augnamiði að ræna ríkisfyrirtækinu OR.
Hann er einn af aðal mixurum og trixurum fyrir Jón Ásgeir. Hann er siðleysingi eins og allir kókaínistar eru.
Ég ætlaði að koma tl Íslands til að svara fyrir ásakanir hans á hendur mér, enn lögreglan sagði að það lægi ekkert á.
Þekki þennan skíhæl mjög vel. Migh dauðlangar samt í bardaga við hann í réttarsal á Íslandi. ann á engan séns í mig. Ég þarf ekki einu sinni lögfræðing til að ná dómi á hann.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 13:16
Þessi Sveinn hefur mikið til síns máls. Eiginlega mjög mikið.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 13:19
Það er engin von að fjölmiðafólkið fari ofan í saumana á þessu því það hefur minna en alls ekki neitt vit til þess.
Heldur ekki dug né þor.
Getuleysið algert.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:05
Tölum um það hvernig á að gera Ísland lífvænlegt í stað þess að hugsa bara um hluti sem skipta ekki máli í framtíðinni.
Þetta er rugl, Egill.
Það skiptir mjög miklu máli að sækja þessa menn til saka og ná til baka þeim peningum sem þeir höfðu út úr bönkunum og fyrirtækjunum sem þeir hreinsuðu, eða allavega hluta þeirra, auðvitað verður aldrei hægt að ná öllu.
Það skiptir miklu máli bæði það að ná þessum fjármunum til baka til að borga skuldir þeirra (svo þær lendi ekki bara á þjóðinni), sem og uppá trúverðugleika okkar erlendis.
Ef við látum þessa menn komast upp með þetta, verðum við að athlægi úti um allan heim.
Það þarf að upplýsa þjóðina um hvernig þessir útrásarvíkingar höguðu sér. Það er margt sem ekki er komið fram... um ótrúlega "viðskipta"hætti og í raun þjófnaði, þessara manna.
ThoR-E, 7.4.2009 kl. 14:45
"HVAÐA AÐILI VAR SVO HEPPINN AÐ GETA SELT ÖLL LANDSBANKABANKABRÉFIN SÍN 4 DÖGUM FYRIR FALL BANKANS OG HVAÐA BANKI SITUR UPPI MEÐ lána TAPIÐ ???" hehe, Ætli þú Jón Gerald vitir það ekki jafnvel og ég..
Einn aðili tengdur ofangreindum aðil, fékk "hugskeyti". Það var forstjóri FME. Hann seldi ÖLL sín Landsbankabréf dagin áður enn hann fór í nafni Ríkistjórnar og tók yfir Landsbankann og gerði öll Landsbankabréf verðlaus med det samme..
Menn sem eru gæddir þeirri náttúru að geta tekið á móti "hugskeytum" og sent þau, þurfa ekki síma, fax eða e-mail. Ég trúi svo sem ekkert á þetta, enn þetta var hans skýring alla vega.
Og var samþykkt af "rannsóknarmönnum" bankahrunsins.
Jón Óskarsson! Blaðamenn sem vilja fara í saumana á þessu málu verða bara reknir. Þú verður að hafa smá samúð með blaðamönnum, því allir þurfa að lifa af einhverju og halda efnahag sínum í einhverju lagi!
Er það ekki? Þetta er fólk sem á konur og börn og skrifa bara það sem þeim er skipað að gera. Ekkert flókið.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 15:00
Acer! Ég skal taka það að mér með útlenskum málaliðum að þefa uppi hvar þessir peningar eru geymdir og koma þeim til Íslands aftur.
Enn ég vil fá fríar hendur um "aðferðafræðinna". Þetta eru u.þb. 6 - 7 þúsund milljarðar allt í gjaldeyri, sumir segja 7 - 9 þúsund milljarðar.
Skít sama, tek að mér verkefnið upp á prósentur, 3 -4 prósent er nóg fyrir utan kostnað fyrir 5 "málaliðum" og ferðalögum. Það er fullt af atvinnulausum málaliðum sem gera hvað sem er fyrir pening.
Og þeir treysta mér 100%!
Svo verður að vera samkomulag um að maður fái ekki einhvern skít á sig ef einhver "fellur" í átökunum. Ég er er atvinnulaus sjálfur í augnablikinu.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 15:15
Sveinn,
Ert þú tregur. Ég sagði ekkert nema það að bankarnir fóru á hausinn vegna lausafjárskorts. Það er 100% satt. Þú getur vissulega sagt að þeir hefðu hvort eð er farið á hausinn seinna vegna einhverra 'óreiðumanna' en það er ekki það sem gerðist. Auk þess sagði ég ekki að óeðlilegir hlutir hafi ekki verið gerðir. Eina sem ég sagði var að bankarnir fóru á hausinn vegna lausafjárskorts og það voru ekki einhverjir 'óreiðumenn' sem ollu lausafjárvandanum heldur var þetta eitthvað sem gerðist við alla banka í heiminum. Munurinn var sá að bankar á evrusvæðinu og í BNA höfðu aðgang að lausafé hjá seðlabanka Evrópu og FED í BNA.
Þess vegna geturðu sagt að ýmsir skrítnir hlutir hafi verið gerðir og rannsakað það en bankahrunið átti sér ákveðna ástæðu (lausafjárskortur). Þetta er tæknilegt vandamál sem er tengt því að vera ekki innan alvöru myntsvæðis.
Ó og takk fyrir öll 'fallegu' orðin til mín. Færðu mikið út úr því að segja 'fallega' hluti á netinu. Þorir þú að segja svona 'fallega' hluti utan vefsins. Finnst þér það málefnalegt.
Egill (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 16:34
Er ekki Eva Joly komin í málið.
Hún ætti að geta þefað eitthvað upp, væri ekki fyrsta skiptið.
ThoR-E, 7.4.2009 kl. 16:36
Þú tókst þátt í þessu Jón og ert búin að vera algjölega ómögulegur maður síðan þér var hent út, ég trúi ekki á sakleysi þitt það er á hreinu.
Þórður Eiríksson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 17:10
Sæll Þórður Eiríksson getur þú útskýrt þetta betur fyrir mig svo ég get svarað þessari ásökun þinni . Ekki gleima því að ég hef ekki talað við þessa menn í 8 ár og hef ekkert með nein lán né útrás að gera þar sem hún hofst eftir 2001 þar af leiðandi er ég ekki að skilja þig.
Kv Jón Gerald
Jón Gerald Sullenberger, 7.4.2009 kl. 17:25
Blessaður Jón.
Var að heyra í fréttum áðan, að FL group, þar sem Baugur er einn stærsti aðilinn, hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir.
Hvert er þitt álit á því?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 18:43
Vertu undir nafni Þórður áður enn þú kemur og gerir áráir á fólk sem þú þekkir ekki neitt Hr. Ip tala!
AceR! Eva joly mun engu koma í rannsókn. Hún er klár í svona rannsónum. Á því er engin vafi.
Enn glæpamennskan hjá "aðlininum" á Íslandi verður henni ofviða. ´Mundu þessi orð.
Það er eingöngu hægt að ná þessum peningum til baka ef Ríkistjórnin sem er nú reyndar innblönduð í all fjármálasukkið, er að setja skammbyssu upp í kjaftinn á réttum aðilum.
Þá munu koma 6- 9 þúsund miljarðar inn aftur í Ríkissjóð og íslenkst efnahagslíf. Þessiir menn skilja ekki neina aðra "mállýsku."
Óskar Arnórsson, 8.4.2009 kl. 18:14
Er ekki Jòn Bòndi kominn ì màlid ,lengi getur vont versnad
hahaha (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 04:57
Fróðleg lesning hérna, sérstaklega eftir þig Óskar, afhverju ferðu ekki til dómsmálaráðherra, eða yfirvalda og lætur vita af þér.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.4.2009 kl. 18:11
Ægir Óskar!
Ég talaði við BB f.v. dómsmálaráðherra og á fínar myndar af okkur í sparifötunum á skrifstofu hans.
Ég hélt að hann væri heiðarlegur, enn veit núna að hann er það ekki. Ég er vanur glæpamálum.
Hann þverneitaði að nokkur spilling væri í gangi. Ég sendi honum skýrslu um spillingu á Litla-Hrauni þar sem ég var að vinna, og var Valtýr Sigursson "færður til og gerður að Ríkissaksóknara" ég var rekin og Kristján Fangelsisstjóri var rekin líka.
Fínn kall hann Kristján, enn undarlegt aað maður sem kemur beint frá lúxemborg eftir að hafa stjórnað flugfélagi fái stöðu sem fangelsistjóri.
Valtýr skuldar mér 1.050.000.- plús vexti. Ætla að rukka hann með handafli þegar ég kem til Íslands aftur, og koma honum úr þessu embætti.
Hann er einn af mixurum og truxurum fyrir Baugsmenn. Comprendo?
Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 18:38
Sorry Ægir Óskar! Er á slönguveiðum á landamærum Burma og Tkailands. Éf er með þetta hobbý til að róa taugakefið.
Ég kanski tala við einhver yfirvöld á Íslandi, enn hef engan hitt enn með neitt vit. Ekki ennþá alla vega. Ef þú getur bent á einhvern, þá er ég alveg til í að tala við þá. (einhver yfirvöld)
Er ekki núverandi Dómsmálaráðherra norskur? Ég er ágætlega fær í norsku, enn mér synist hann vera bara "puntudúkka". 'eg nenni ekki að eyða orðum á fólk sem ekki kann neitt.
Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 18:47
Óskar, þér til fróðleiks er seðlabankastjórinn norskur og dómsmálaráðherrann er lögræðimenntuð íslens kona.
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 11.4.2009 kl. 13:34
Og hvað með það Kristján P.? Ég er alveg slarkfær og meira enn það í Norsku. Hann er ekki með nein völd. Er bara til bráðabirgða. Treysti honum ekki heldur.
Og þessi dómsmálaráðherra. Hvað er hún að afreka. Þetta er bara íslenskt leikrit.
Ég er sjálfur búin að lesa lögfræði og var með einn besta kennara í HÍ. Tók bara aldrei próf því ég var svo blankur. Fór sem vélstjóri á togara til að lappa upp á efnahagin.
Það kostar að eiga börn. Ég á 6 dætur.
Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 08:49
Til hamingju með dæturnar, Óskar. Þú munt væntanlega eignast synina, þegar dætur þínar giftast og ég óska þér alls hins besta í þeim efnum.
Ég á bara 2 uppkomin börn og 5 barnabörn, 3 stelpur og 2 stráka. Börn eru dýrmæt eign, sem flestir reyna að hlúa að eftir föngum og allt kostar þetta mikla vinnu og fórnir.
Umbun okkar foreldranna er að sjá börnin okkar verða að sjálfstæðum og hamingjusömum einstaklingum.
Kveðja, KPG.
P.s.
Mér finnst "búsáhaldabyltingin" fá snautlegan endi, hún bolaði að vísu Geir og Sollu frá, en þau, sem tóku við, eru ekki ýkja beysin.
Kv., sami.
Kristján P. Gudmundsson, 12.4.2009 kl. 21:50
Þú ert fín kall Kristján P. Þú ert ríkur maður að eiga svona mikið af börnum og barnabörnum. Ég var afi í 5 ár, William hét hann, druknaði á baðströnd í Svíþjóð.
Þetta er versta kjafshögg sem ég hef fengið alla vega. Við borðuðum saman kl. 08.00 um morguninn og svo var hringt í mig í vinnuna kl 24.00 og tilkynnt að hann væri dáinn. Hann drukknaði.
Alveg sammála að þessi búsáhaldabylting breytti engu... ;)
Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 22:28
..kl.14.00 átti þetta að vera þegar hringt var í mig í vinnunan..afsakaðu stafsettningarvillur...
Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.