Gæslumaður við heimili Hannesar við öllu búinn

Ætli hann sé með potta og pönnur?

'' Varsla var við annað einbýlishúsa Hannesar Smárasonar við Fjölnisveg í dag á meðan málarar unnu við viðgerðir eftir skemmdarverk morgunsins. Í bítið hafði rauðri málningu verið skvett á húsið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari DV komu á staðinn voru málararnir langt komnir með að færa húsið í fyrra horf.

Ekki var þó að því hlaupið að mynda málarana að störfum þar sem maður sem ekki vildi segja á sér nein deili gekk vasklega fram, hélt fyrir myndavélarlinsuna og stuggaði við ljósmyndara dv.is þegar hann nálgaðist húsið, nú eftir hádegið. Spurður hvort honum væri uppálagt að beita ofbeldi við gæsluna svaraði vörðurinn að hann vildi heldur komast hjá handalögmálum, en enginn mætti þó stíga fæti inn á lóð Hannesar.

Vörðurinn sagði einnig að um hádegisbilið hefði verið nokkur ágangur fólks að lóðinni og því hefði hann verið viðbúinn hverju sem væri. Ekki mætti raska ró fjölskyldu Hannesar.,,

Af Dv.is 

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast.

Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Takk.

(sign)

Eygló, 3.4.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Meiri málningu tak

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 23:36

3 identicon

Við annað einbýlishúsa Hannesar??? Á hann tvö hús við sömu götu? Voðaleg græðgi er þetta. Margur verður að aurum api........

Ína (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 00:12

4 Smámynd: Eygló

Á(tti) Hannes ekki tvö hús, hlið við hlið á Fjölnisvegi, sem hann tengdi með e-s konar brú? Held það.

Eygló, 4.4.2009 kl. 03:01

5 Smámynd: corvus corax

Ekki mundi ég gráta lengi þótt þessi hús yrðu jöfnuð við jörðu. Þarf ekki að taka til hendinni í Veiðilækjarrústunum í Borgarfirði? Hver er annars þessi Hannes?

corvus corax, 4.4.2009 kl. 07:45

6 Smámynd: Eygló

Sá sem ekki veit hver Hannes er, hlýtur að vera frá öðrum hnetti

Eygló, 5.4.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband