Ræða Davíðs Oddssonar.

Ekki er hægt að segja annað en ræða Davíðs Oddssonar hafi vakið mikla athygli enda var hún frábær í alla staði og bráðfyndin, allt það sem þar kom fram er hárrétt hjá honum. Það er þess vegna sem margir eru ekki sáttir við hana og reyna að snúa út úr henni eins og til dæmis að hann hafi líkt sjálfum sér við Jesú Krist.

Nú er ég búinn að hlusta á ræðu hans tvisvar og það eina sem ég fæ út úr þessu hjá honum er að hann er að  líkja sjálfum sér við ræningjana sem voru krossfestir um leið og Kristur og sagði eitthvað á þá leið að þá hefði átt að taka tvo óbótamenn af lífi og einn saklausan en nú hefði einn skúrkur verið negldur og tveir menn sem ekkert hefðu til saka unnið fengið að fara með honum. Meiningin var frekar augljós – Davíð þótti hart að ákafi ríkistjórnarinnar að losna við sig úr embætti seðlabankastjóra skyldi bitna  á Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni með þeim hætti sem raun er á orðin.

Ætli maður þurfi ekki að vera með sólrauða eyrnatappa til að heyra einkvað annað en það sem hann sagði, hvers vegna skyldi fréttamenn snúa út úr henni og segja rangt frá?  Er hann svona yfirgengilega skilningssljór og fávís?

 

Það sem kannski vantaði í þessa umræðu alla er að Davíð Oddsson staðfesti í ræðu sinni að Ingibjörg Sólrún hafi ekki getað treyst Össuri og Björgvini fyrir þeim vandamálum sem að bönkunum steðjaði.

Er þetta ekki meira fréttnæmt heldur en þessi steypa með Jesús Krist sem hélt ekki vatni.

 

Maður bara spyr sig.

 

Ég skora á ykkur að horfa á myndbandið og helst tvisvar því hún er stórmerkileg þessi ræða Davíðs.

 

 http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv

 

 

Heilbrigð skynsemi óskast.

Góða kvöldstund.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gengur nú ekki á öllum ! ! !

j.a. (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:06

2 identicon

Nú fórstu alveg með það Jón. Fram til þessa hef ég lagt trúnað á mest af því sem þú hefur verið að færa fram. ÞEgar þú síðan ákveður að taka undir með mesta fautanum á vellinum þar sem hann dælir fordómunum í allar áttir og er eins ómalefnalegur og frekast getur verið þá sé ég að þú er augljóslega af nákvæmlega sama sauðahúsi og þeir sem þú hefur gagnrýnt sem mest.  Tilgangurinn helgar meðalið sam hvað á dynur. Megi þér farnast sem best, en túverðuleiki þinn er farinn í mínum augum.

Kiddi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Rólegir drengir allt sem ég hef sagt hingað til hefur komið fram. Nú vil ég vera kurteis að byðja ykkur báða að vera málefnalegir í þessu máli og segja mér hvað í ræð Davís er ekki rétt og satt því í  mínum huga er þetta allt rétt sem hann sagði. 'Eg hef aldrei hitt Davíð né kosið á Íslandi þar af leiðandi er ég ekki í neinum flokki og í mínum huga hefur þetta ekkert með pólitík að gera.

Kv Jón Gerald.

Jón Gerald Sullenberger, 31.3.2009 kl. 19:59

4 identicon

100% öruggt að hann falli

500 milljónir evra sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi síðastliðið haust með veði í dótturbankanum FIH í Kaupmannahöfn

Ef þú skildir hafa verið á flórída of lengi

Tryggvi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:04

5 identicon

þetta er afar heimskuleg færsla hjá þér Jón.  Ég er ein af þeim sem var búin að kúvendast og taka þig í mikla sátt.  Vissi áður ekki betur enda þjóðfélagið búið að ljúga af mér í Baugsmálinu.  En að mæra Davíð Oddsson er auðvitað það allra hallærislegasta sem hægt er að gera á Íslandi í dag.  Ég hendi þér út af facebook listanum mínum.

Lára Sólnes (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:42

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

... þú hefðir verið fínn í klappliðinu, ég er búinn að horfa tvisvar á þennan drullumokstur og ég bara vorkenni kallskepnunni. Það er auðvitað viðhlægjendahjörðin sem þarf að skoða aðeins sínar gjörðir.

Geir var allavega ekki sammála þér og fannst ástæða til að biðja afsökunar á lágkúrunni gagnvart sínu fólki.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.3.2009 kl. 20:52

7 identicon

Það sem hrjáir þig er ekkert nema öfund og reiði  - þú tókst þátt í svindlinu og það meira að segja vísvitandi. Það sannast enn og aftur að af aurum verður margur API!

Hafdís (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fer ekki milli mála Jón Gerard, þú steigst á hið pólitíska líkþorn rétthugsunarinnar. Fólkið, sem aldrei hefur séð ástæðu til að berja bumbur vegna skemmdarverka Jóns Ásgeirs og allra hinna útrásarfélaganna, umturnast ef einhver mælir Davíð Oddssyni bót. Davíð skal vera skúrkurinn þótt það verði þeirra banabiti. Þannig virkar heiftin í garð Davíðs.

En það er rétt hjá þér Davíð hafði rétt fyrir sér og fréttamenn kjósa að gera mál úr samlíkingunni við krossfestinguna, en það er svo að þeir eigi auðveldara með að líta framhjá því sem hann sagði t.d. um kjaftaskúmana Össur og Björgvin.

Ragnhildur Kolka, 31.3.2009 kl. 21:34

9 identicon

Þessi uppákoma er með eindæmum og sýnir klárlega að allt of margir eru ekki alveg að gera sig hvað skilning á mæltu máli og eða lesskilning áhrærir.

Davíð líkti sér aldrei við Jésús sama hversu mönnum getur líkað illa við manninn. 

Það er einfaldlega lýgi að grófustu sort.

 Endilega lesiði eða hlustiðu á ræðuna, og ef að þið áttið ykkur ekki á þýðingu orðana, þá fer best á því að halda því aðeins fyrir ykkur.

Td. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum fyrtist við að menn væru að reyna að klína þessu á manninn, í útvarpsviðtölum, og hingað til hefur hann ekki talist sá frjálslyndasti hvað Bíblíuna varðar.

En annars ef svo hefði verið, síðan hvenær urðu Íslendingar heilagri en páfinn?  

Ca. öll þjóðin fer ekki ótilneydd í kirkju nema við skírnina sína, ferminguna, giftinguna og jarðarförina, og lengra nær trúariðkunin örugglega ekki mikið hjá meginþorra almennings, enda standa rándýr Guðshúsin tóm út um allar trissur.

Þetta er svona fáránleika uppákoma á pari við þegar Spaugsstofan æsti upp alla hræsnarana og þó voru þeir verulega grimmir á að dansa á línunni hvað "Guðlast" varðar, - sem Dabbi var ekki.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:37

10 identicon

Ertu ekki alveg góður?! Þetta var átakanlega dapurleg ræða biturs manns sem er kominn út í horn og hraunar yfir allt og alla. Enn dapurlegra að viðhlæjendur hans séu enn svo blindir! Ærðust af fögnuði eftir ræðu þar sem stór hluti grasrótar flokksins sem hafði lagt mikla vinnu á sig við endurreisnarskýrsluna var skotinn niður á einstaklega ruddalegan hátt. Fáránleikinn uppmálaður.

Þar fórstu með velviljann Jón.

Landa (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:53

11 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

hvaða læti eru þetta af hverju þessa heift. Hafdis mín ég tók aldrei þátt í þessu sukku og alltaf borgað minn reikning sjálfur þetta er ómálefnalegt hjá þér það er alltaf gott að hafa vit á því sem maður heldur fram. þeir aðilar sem eru ekki sammála mér virði ég en það vantar öll rökin fyrir því sem ég sagði hér að ofan ekki bara koma með einhver leiðindi það leisir ekkert

Jón Gerald Sullenberger, 31.3.2009 kl. 22:15

12 Smámynd: Ómar Ingi

Davíð Oddson er snillingur og fólk sem ekki sér það mun sjá það seinna meir enda mun sagan dæma hann réttláttar en reiðir kommar og hatursmenn hans sem upp til hópa er fólk sem hefur lesið og horft á Baugsmiðla og hversu mikil kaldhæðni er það.

Ég finn til með fólki sem er ekki jafnt réttsýnt og Davíð Oddson.

Sjá þetta flest fólk skrifar ekki einu sinni undir nafni aumt er það.

En Batnandi fólki er best að lifa og þið vonandi farið að sjá ljósið.

Ómar Ingi, 31.3.2009 kl. 22:50

13 identicon

Flott ræða hjá Davíð og eins og við mátti búast trylltist vinstra liðið þegar var komið við kaunin hjá því af ritfærum manni sem veit nær allt. Því fleiri skammir sem Davíð fær því flottari ræða. Einfalt mál !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:02

14 identicon

Ég er ekki að skilja þessa viðkvæmni fólks að hann hafi skotið skýrslu í kaf, af því að svo margir höfðu lagt svo mikla vinnu í hana og undir stjórn Vilhjálms Egilssonar?  Á hún þess vegna að vera frábær og Villi æðislegur?

Snýst pólitík í dag um að allir hagai sér eins og rollur á hausti sem verið er að reka í réttir?  Allir sammála?

 Síðan hvenær varð Villi skærasti vitinn á ströndinni?  Var honum ekki sparkað af kjósendum í hans héraði sem sitjandi þingmanni?  Eru það yfirleitt þeir björtustu sem fá slíka útreið?  Varla. 

Villi er í svipaðri stöðu og Þorsteinn Pálsson og Ari Edwald, Baugsflokksmenn sem einfaldlega njóta ekki trausts og það eðlilega.

Afturámóti fóru ýmsir pólitíkusar á límingunum vegna þess að ekkert sem gerðist þessa helgi, ræður eða kosningar os.frv. kemst nálægt því að fá brotabrot af þeirri athygli sem sá gamli fékk og fær í fjölmiðlum.

 Ekki síst þess vegna þurfa spunatrúðar flokkana að reyna að þyrla upp eins miklu ryki og mögulegt er til að svarta manninn, og ekki síst Sjálfstæðisflokkurinn.

Veit fólk td. eftir þessa helgi að flugfreyjan Heilög Jóhanna sem er sögð hafa fengið 98% atkvæða í formannskjör Samspillingarinnar, þegar sannleikurinn er að aðeins 53% atkvæðrabæra landsfundarmanna greiddu henni atkvæði sitt?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:25

15 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér flott ræða hjá Davíð. Algerlega sammála Ómari Inga með eftirfarandi:  "Davíð Oddson er snillingur og fólk sem ekki sér það mun sjá það seinna meir enda mun sagan dæma hann réttláttar en reiðir kommar og hatursmenn hans sem upp til hópa er fólk sem hefur lesið og horft á Baugsmiðla og hversu mikil kaldhæðni er það." Vá Jón fólk er svo heilaþvegið að það hendir þér út af blogglista sínum og jafnvel Facebook (Vá) út af þessari færslu þinni. Þeim er vorkunn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 23:32

16 identicon

BLESS JÓN GERARLD.

Númi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:17

17 identicon

Nú, eins og svo oft áður er ég sammála þér, Jón.

Horfði á ræðuna tvisvar og hún var ekki síðri í seinna skipti. Á tímabili var eins og maður væri að horfa á gott uppistand.

Jón Sigm. (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 03:54

18 identicon

BLESS JÓN GERARLD,AÐ ÞÚ SKULIR VITNA Í RÆÐU ÞESS OFBELDISMANNS SEM DAVÍÐ ODDSSON ER ,ÞAÐ SÝNIR BARA HVE ÓMERKILEGUR ÞÚ ERT ORÐIN.ÉG STÓÐ OG STUDDI ÞIG Á ALLA VEG OG TRÚÐI OG TREYSTI ÞVÍ SEM ÞÚ BENTIR Á OG MARGT STÓÐST SEM AÐ ÞÚ BENTIR Á OG HAFÐU ÞÖKK ÞAR.EN EN EN NÚNA AÐ BENDA Á ÞESSA RÆÐU FÁRSJÚKS MANNS OG TELJA HANA SNILLD ,   NEI ÞAÐ SÝNIR ÞAÐ AÐ ÞÚ ÁGÆTI JÓN,ERT EITTHVAÐ AÐ SLEPPA ÞÉR Í DÓMGREINDINNI.OG MÉR SEM HLAKKAÐI TIL AÐ VERSLA HJÁ ÞÉR OG SJÁ ÞÍNA FRAMTÍÐARSÝN Í VERSLUN Á ÍSLANDI LÍKT OG ÞÚ SJÁLFUR VARST BÚIN AÐ TALA UM.þESSI DAVÍÐ Á SÖK Á HRYLLILEGUM ATBURÐUM Í SÖGU ÞJÓÐAR VORAR, HANN ER KÚGARI ÞJÓÐARINNAR.  AFTUR BLESS   JÓN GERARLD...skaust þig í báðar lappir nú.

Númi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:04

19 Smámynd: Soffía

Það er áhugavert að sjá hvað fólk er blindað af heift og reiði gagnvart einum manni að það gefur sér ekki tíma til að hlusta á hversu góð ræðan var sem DO flutti.  Margt má hann eiga en hann er engu að síður mjööög beittur penni.  Þetta sagt af manneskju sem kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Ég neita að láta reiði og órökrétta hugsun blinda mig svo mjög sem margir hér að ofan gera enda er ég hissa á því hvers konar viðbrögð þessi einfalda bloggfærsla þín fær.  Lifðu vel Jón

Soffía, 1.4.2009 kl. 08:26

20 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Það er ekki skrítið að stríð sé háð í mörgum löndum út af hatri fólks ef ekki má setja hér inn ræðu eins mans og gefa henni comment þá ætlar allt um koll að keira og allskyns hótanir og ljót orð slegin inn.  Ég hélt að ekki væir til svona mikið hatur til á okkar fallega landi.

Guð blessi Ísland

Kv Jon Gerald

Jón Gerald Sullenberger, 1.4.2009 kl. 10:02

21 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ræðan var stórgóð. 36 mínútur sem sanna að maðurinn kemur ekki heill undan vetri.

Aulahúmor og dylgjur eins og honum er einum lagið. Það sem er þó merkilegast er að fjöldi manns samþykkir þessa sýn og sér í Davíð mikinn stjórnmálavitring. Það er aðal áhyggjuefnið að mínu mati.

Það er talað um að sumir vinstrimenn hafi DO á heilanum. Ég held að það sé ekki hann og hans framferði sem er kjarni þessa máls. Heldur hitt að það eru þúsundir manna sem lyfta honum á stall og geta ekki meðtekið gangrýni á hann og hans orð. Þetta lið er með hann á heilanum.

Það sló þögn á samkomuna þegar hann réðist á endurskoðunarnefndina. Hvers vegna?

Það var vegna þess að þegar hann hætti að beina eiturpillum sínum gegn pólitískum andstæðingum flokksins þá kom eiturpilla til innanhúsbrúks og þá skynjaði flokksliðið að eitthvað skrítið var á seyði.

Þá var eiturbunan yfir salinn en ekki á fólk úti í bæ. Þetta er það sem Davíð gerir við pólitíska andstæðinga en flokksmenn eru svo heillaðir af framferði hans að þeir missa andlitið þegar hann sýnir sitt rétta andlit gagnvart þeim sjálfum.

Og Geir varð að bæta tjónið. Hallærislegt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.4.2009 kl. 10:28

22 identicon

Jón Gerald ofl: þetta snýst ekki um hatur gagnvart einum manni heldur það að fólk er komið með upp í kok af kónum eins og Baugsliði, Bjöggum , Kaupþingsliði , Davíð og náhirð hans og fleirum þeim líkum, það að fara að mæra mann sem gat komið í veg fyrir mikið af þessum hörmungum en gerði ekki og þykjast svo enga sök eiga bara hinir er bara aðeins of mikið fyrir fólk að kyngja. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn lengi og það á sínum tíma t.d vegna Davíðs en það er búið og reikna ekki með að kjósa Xd aftur í náinni framtíð , búinn að fá nóg af hrokanum og sjálfbirgingshættinum hjá þessu liði. og talandi um hatur , skrif þín gagnvart Baugsliðinu hafa nú ekki  beinlínis verið í anda kærleikans.(tek fram eins og kemur fram hér á undan að Baugsliðið er ekki að mínu skapi og ég forðast eins og heitan eldinn að versla hjá þeím)

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:39

23 identicon

Já það er synd að sjá reiði fólks leika það svona ílla... það má ekki hrósa Davíð fyrir að flytja öfluga ræðu og ráðleggja fólki að horfa á.

Hver er hræðsan hérna? Þetta er maður með málfrelsi að flytja ræðu og ekkert er ósatt í því sem hann segir! Stórfurðulegt hvað hann hefur mikil áhrif á sumt fólk og sannleikurinn. Hvernig margir reyna að kúga aðra til að dirfast ekki til að leyfa Davíð að njóta sannmælis!

 Án þess að vera sjálfstæðismaður, hef ég alltaf vitað það að Davíð er mjög réttsýnn maður og ávallt haft hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Mér sýnist sem að þeir sem halda öðru fram séu hatrammir andstæðingar hans. Ekki málefnalegt eða réttlátt... en þeir sem haga sér svo þurfa að lifa með því.

Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:44

24 identicon

Fylgist sama fólk og er farið á límingunum yfir ræðu Davíðs td. hvað fer fram á Alþingi og þau orð sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láta út úr sér í vinnutíma og á launum okkar?

Forsetinn Ólafur Grímsson sem þá var þingmaður sagði um forsætisráðherra þóðarinnar: „Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstvirtum forsætisráðherra, en það kom greinilega hér fram. ( Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli.“

Hann var kosinn forseti þjóðarinnar síðar.

 Fjármálaráðherran núverandi og formaður VG, sagði þáverandi dómsmálaráðherra "Étt´ann sjálfur!" Les:  Éttu sjálfur skít, þegar honum var bent réttilega á að hann og VG hefðu gert allt sem þeir gátu til að tefja stjórnarfrumvarp varðandi rannsóknarnefnd um bankahrunið.

Steingrímur lét þar ekki staðar numið heldur strunsaði ógnandi að Birni í ræðustólnum og starði á hann og toppaði uppákomuna með að strunsa að forsætiráðherranum og greip harkalega um öxl hans og hristi ógnandi um leið og hann kvæsti einhverju að honum.

Þetta er tvö dæmi um mál sem fengu ekki nema brotabrot af athygli fjölmiðla og almennings, og það sem Davíð lætur frá sér sem óbreyttur fundargestur á landsþingi sjálfstæðismanna.

Það segir allt um hverskonar pólitískur risi maðurinn augljóslega er ennþá, og einfaldlega allt um hversu vonlaust lið er sem núna er verið að púkka uppá sem forráðamenn þjóðarinnar.

Hræsnin ríður ekki við einteyming þegar pólitísk einfeldni er annars vegar. (o:

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:48

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Gerald, ég er sammála þér og þessi heift og þetta hatur á Davíð er stórmerkilegt og virðist gjörsamlega afvegaleiða fólk. Það virðist alveg sama hvað hann segir, sumt fólk brjálast hreinlega. Að vísu fannst mér ósmekklegt af honum að segja að Jóhanna Sig. væri í útliti eins og álfur úr hól og að bendla Vilhjálm Egilsson við útrásarvíkingana var ekki rétt hjá honum. En hann var í fullum rétti að segja SÍNA skoðun á endurreisnarplagginu.

Það að fólk segi að hann hafi verið að líkja sér við Jesú Krist er fáránlegt. Annað hvort er það fólk sem það gerir óheiðarlegt í málefnalegri umræðu, eða að það hefur slæmt tök á tungumálinu.

Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis."

Hvernig í ósköpunum er hægt að misskilja orð hans svona herfilega?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 12:18

26 identicon

Frábær ræða, með því betra sem sézt hefur lengi.

Kemur mér á óvart hversu fólk er móðursjúkt og blint af hatri út í þennan mann.  Svörin hérna til þín eru oftar en ekki fyrir neðan allar hellur.  Hérna kemur þú með rökfærðar athugasemdir og skoðanir þínar á ræðunni og fólk gjörsamlega fær móðursýkiskast.  "Hendi þér út af facebook"!  Bíddu, bíddu hvaða æsingur og bull er í fólki. 

Bestu kveðjur til þín Jón,

Baldur (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:25

27 identicon

Æ Jón ertu nú komin með rugluna?

Ína (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:27

28 identicon

Sà sem saklaus er kasti fyrsta steininum, (og enginn kastadi) Kominn tìmi til fyrirgefningar annars mun heiftin reidin og ljòtleikinn verda adalatridi.Allir geta gert mistøk hver hefur ekki stungid undann skatt ef hann hefdi tækifæri à.100kr eda 1000000000miljònir er tad sama byrjar med 1 krònu og svo tekur grædgin tøkum.Ef fòlk hefur adstødu notar tad sjansinn svona er mannkynid SORRY. Hugsum um børnin og gamlingjan sem turfa à hjàlp.Jòn eda sèra Jòn eru engvar heilagar kyr.Stòladu à tig sjàlfan og GUD

esjus (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:33

29 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Eftir að hafa hlustað á ræðu Davís á fundinum stakk ég upp á að Spaugstofan yrði felld niður á laugardagskvöldið og ræða Davís sett í staðin. Enda reyndist hún mun skemmtilegri ,mæli með að fólk hlusti á hana tvisvar hún var að flestu leiti algjör snild. Spaugstofan og Samspillingin er búinn að hamast á Davíð í mörg ár mér fannst gott að hann fengi einusinni að svara fyrir sig.

Ragnar Gunnlaugsson, 1.4.2009 kl. 13:12

30 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Fjölmiðlar reyndu svo sem þeir máttu að snúa út úr ræðunni og matreiða fólk á því.

Ragnar Gunnlaugsson, 1.4.2009 kl. 13:14

31 identicon

Þessi hatursherferð í garð Davíðs er stórmerkileg.  Ég kýs enn að trúa Davíð og það er nú einu sinni þannig.  Mér kæmi ekki á óvart að bæði fjölmiðlafrumvarp og Baugsmálið hafi verið hluti af tilraunum hans til að stöðva þær ógöngur sem þjóðin var á leið í.  Ég skil að Davíð sé bitur og reiður að hafa ekki getað stöðvað það sem var í gangi og vera þar að auki kennt um ósköpin.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:17

32 identicon

sæll.lét mig hafa það að horfa á ræðuna með óbragð í munni því alla jafna reyni ég að halda mig í lyktarfjarlægð frá skítadreifingum.Sá ekkert nýtt koma fram,þeir sem sjá í gegnum nýju fötin keisarans eru handbendi baugs.Greinilega hefur þú ekki fylgst með stjórnmálum landsins en trúðu mér það gerir þér ekkert gott að leggja lag þitt við þetta eintak sem er jafnbúinn að vera og morgunblaðið frá því í fyrradag

páll heiðar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:26

33 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er nokkuð til í því sem Hjálmtýr Heiðdal segir hér að ofan. Sjálfur hef ég verið aðdáandi Davíðs til margra ára en skil svo sem óánægju þeirra sem verða fyrir árásum hans sem geta vissulega verið miskunnarlausar. Sjálfur myndi ég t.d. ekki vilja "lenda" í honum. 

Ég tel líka að hann sé snillingur, séni, en hann á til að misnota gáfur sínar. Við sem höfum varið hann verðum að viðurkenna það. 

Benedikt Halldórsson, 1.4.2009 kl. 15:45

34 identicon

Hafa sömu og gagnrýna manninn reynt að setja sig í hans spor og það sem hann hefur þurft ásamt nákomnum að ganga í gegnum, vegna aðkasts og jafnvel af ósekju, og ekki síst að undanförnu?

 Ætli menn gengju í pontu og töluðu um góða veðrið, garðvinnu og bútasaum?

 Ætli gagnrýnin sem hann setti fram hefði ekki þótt góð og gild ef einhver annar hefði sett hana fram?

Svona er sú veröld sem honum er byggð, og þeir sömu hræsnarar þurfa að þola að vera svarað í sömu mynt, þó svo að mælsku hans og húmor koma þeir aldri til með að jafna.

Segir sennilega allt um ræðuna að menn reyna að snúa út úr og misskilja orð hans, svo varla var hengingin það eina sem svo lélegt hugarfar náði að afbaka.

 Hvað er rangt við lýsingu hans á Seðlabankafarsanum og og fárnleika ráðningu vanhæfs og ekki óhæfs pólitísks trúðs sem Seðlabankastjóra sem er ráðinn gegn nýjum bankalögum og Stjórnarskrá?

Hvað með það að Jóhann lítur út eins og álfur?  So What?  Hvað með Villa?  Hvers vegna má ekki vera vondur við hann, þegar hann á það skilið?  Af hverju á þessi neyðarnefnd sem var hrúgað upp fyrir landsþing átt að hafað gert svona fullkomna og óumdeilanlega skýrslu að hún væri yfir alla gagnrýni hafn?  Hverjar eru líkurnar á að svo sé?

Grunar að þeir sem gagnrýna hann mest og þá ekki síst það sem snýr beint að innri málefnum Sjalla, eru einmitt þeir sem helstu hatursmenn flokksins.

Ég kýs ekki flokkinn, frekar en aðra, og er svo slétt sama hver segir hvað um hvern, enda eru stjórnmálamenn örugglega ekki nein fyrirmynd eða stóri sannleikur hvað kurteysi og háttsemi varðar. 

Að njóta sannmælis á samt ekki að vera eitthvað sem er algert aukaatriði, eins og þessi vænisýki þegar kallinn á í hlut ljóslega sýnir. 

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:20

35 Smámynd: Bó

Stundum er erfitt að sætta sig við sannleikann.

Ræðan hjá Davíð var og er frábær og ég er auðvitað sammála þér því að þar er allt sem hann sagði einfaldlega satt.

Það er hinsvegar ótrúlegt að sjá sum kommentin hér þar sem allan málefnalegan málflutning vantar og röksemdir eru litlar sem engar. Greinilegt að margir hreinlega hata manninn af einhverri ástæðu og geta þ.a.l. ekki hamið sig í skrifum sínum. 

Fínt hjá þér Jón að vekja meiri athygli á ræðunni - hana ættu sem flestir að sjá og heyra.

, 1.4.2009 kl. 19:16

36 Smámynd: Einar Karl

Jón Gerald, hvet þig til að skoða þessa færslu hjá Friðriki Þór Guðmundssyni: "Eru Bjöggarnir ekki líka vondir Baugsmenn?"  Friðrik Þór ræðir það að Davíð var fyrirmunað að gagnrýna aðra en Jón Ásgeir og þá sem voru honum nátengdir. 

Og ræða Davíðs var vond. Varnarræða manns sem viðurkennir ekki nein mistök, þó svo peningamálastjórn þessa lands hefur verið stókostlega gölluð í nokkur ár hið minnsta.

Davíð missti vinnuna, satt er það. En hversu margir af þeim 18.000 sem misst hafa atvinnu, líkja atvinnumissi sínum við mesta og sýmbólískasta píslarvætti mannkynssögunnar?

Einar Karl, 1.4.2009 kl. 21:14

37 identicon

Merkilegt að þessi snillingur sem allt veit og engu gleymir á erfitt með að muna nöfn.  Eða er hann svona rosalega lélegur í erlendum tungumálum.

Hvað heldur þú Sullumberg eða hvað sem þú nú heitir ágæti maður.

marco (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:21

38 identicon

jú davíð missti vinnuna.Reyndar var hann eins og frægt er orðið búinn að tryggja sér og sínum það að þurfa aldrei að vinna neitt á ævinni.Muna ekki allir eftir undanþáguákvæðinu um ritstörf sem hann lét setja í lög.Alveg ótrúlegt að þegar þjóðin er loksins laus við þennan mann úr opinberu starfi skuli ekki finna sér annað að gera en ræða þennan óskapnað sem ekki er meira virði en bóla á rassgatinu

páll heiðar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:17

39 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hjartalega sammála þer. Ræða DO var hreinlega mjög góð. Það er eins og maðurinn hafi misst málfrelsi þegar hann hætti í pólitík. Hann má ekki kritissera sína flokksmenn án þess að allt fari upp í loft. ÉG er mest hissa á að enginn hafi spurt DO hvert var skáldið sem orti þær vísur sem hann fór með. Það væri meiri fróðleikur heldur en einhver biblíutúlkun eins og margir eru að ræða um og misskilja.

Ég skil ekki þá umræðu að peningamálastefna sem DO lagði upp með fyrir 18 árum, hafi verið svo galin. ÉG veit ekki betur en að velmegun og kaupmáttur íslenskrar þjóða hafi aldrei stigið svo hátt í íslenskri sögu.  Ég á erfitt með að útskýra fyrir 4 börnum  minum sem eru núna á milli 20-30 ára hvað hafi gerst. Þau eru búinn að upplifa uppgang í íslensku samfélagi allt sitt vitræna líf til þessa. 

Þau spyrja mig spurninga um þetta og ég svara þeim því að þessi staða núna er einungis af völdum bankanna- og svo koma fleiri skýringar í kjölfarið um hvernig bankarnir unnu.

Ég segi þeim líka frá því hvernig allir forsvarsmenn eftirlitsmann brugðust, og þó ekki vegna þess að þeir þurftu að vinna samkvæmt "landráðasamningi" sem var samþykktur rétt áður og eftir að þau fæddust eða um 1993.  Þau skilja ekki hvernig þessi samningur var samþykktur með minnihluta alþingis og hjásetju. Þetta skil ég ekki heldur og geti ekki útskýrt fyrir mínum börnum.  Ég er að reyna að útskýra þessa hluti með því að benda núverandi ástand á´alþingi íslendinga, þar sem engar lausnir hafa komið fram og minnihluti er að samþykkja lög í krafti minnihluta og hlutleysis. Þau skilja þetta ekki, því ég hef alið þau upp þannig að þau þurfi að standa ávallt fyrir sínu gangvart lífinun og geti ekki staðið hlutlaus og aðgerðalaus ef þau sjá einhverja smugu til bjargar.

Svo er verið að velta sér upp úr góðri ræðu- þar sem margt var kritisserað og réttlátlega- það var ekki gerður greinarmunur á vinum og fjendum í þessari ræðu.

Ég held að menn eigi að líta sér nær og athuga hræsnina í sjálfum sér, áður en þeir leggja  út hvað er sagt og hverning það var sagt.

góðar stundir

Eggert Guðmundsson, 2.4.2009 kl. 04:09

40 identicon

Sammála Jón, Dabbi var flottur !! Þótt hann hafi aldrei fengið mitt atkvæði hingað til og mun eflaust ekki fá ef endurkoma verður hjá honum, þá hef ég alltaf haft lúmskt gaman af karlinum. Hann segir það sem hann hugsar og segir það beint út. Það ættu allir stjórnmálamenn að gera !!

Þú ert ennþá flottur í mínum huga, Jón Gerald, jafnvel þótt þú hafir gerst sekur um að skella fram skoðun sem ekki er í takt við tískuviðhorfin.

En er það ekki verknaður sem þú hefur alltaf verið "sekur" af ??

Runar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:10

41 identicon

´´´´Sekur um glæp útskúfaður,,,texti úr lagi sem Eiríkur Hauksson syngur,passar vel við Davíð Krist Oddsson.,,,

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 12:41

42 identicon

Sammála þér Jón! Flott færsla hjá þér

Ólöf (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband