28.3.2009 | 16:57
"Eva Joly kostar 70 milljónir á ári" Er þetta fréttnæmt?
Þetta er fyrirsögnin hjá Visir.is
Eigum við ekki frekar að þakka henni Eva Joly fyrir að nenna að koma hingað og hjálpa okkur að taka hér til og leysa úr þeim málum sem fyrir þjóðina blasir, því ekki leit út fyrir að við værum fær um það sjálf. (50 milljónir og 4 starfsmenn en þetta var þjóðini boðið upp á)
frétt á visir.is
''Áætlaður kostnaður ríkissins vegna starfa Evu Joly sem ráðgjafa hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins er um 70 milljónir á ári. Inni í þeirri tölu er allur kostnaður en hún er með aðstoðarmann á sínum snærum. Sjálf fær Eva átta þúsund evrur í laun á mánuði sem er um 1.300.000 íslenskar krónur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem starf Evu var kynnt.,,
Þó að við þyrftum að borga henni helmingi meira þá væri það þess virði orðstír heillar þjóðar er hér að veði. Egill Helga á lof skilið fyrir að fá hana hingað til landsins og að sjá Evu Joly á mynd með sérstökum saksóknara og skipuðum dómsmálaráðherra gefur fólki vonandi von um að réttlæti nái fram að ganga. Það verður að gera þessi mál upp eins hratt og fljót er, ekki get ég ímyndað mér að fólk verði sátt fyrr.
Dómsmálaráðherra á eins lof skilið fyrir að hlusta á fólkið í landinu og gera einhvað í málinu.
Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Góða helgi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Get ekki verið meira sammála, aðrir eins fjármunir hafa í súginn farið og ekkert komið í staðinn, jamm, það er makalaust með fréttamiðlanna hve hugsunalaust þeir slá upp sínum fyrirsögnum og er sama hve málið er, það virðist sem fréttastjórar allra miðlanna, hvort sem um um er að ræða sjónvarp eða blöð, að selja sem mest er gegnumgangandi viðhorf, (ekki það að ég skilji það viðhorf út af fyrir sig) en sumt má kjurt liggja!!.
Guðmundur Júlíusson, 28.3.2009 kl. 17:20
Þetta er undirmálsfréttamennska. Það er ekki fréttnæmt að Eva Joly fái þessi laun. Það er fréttnæmt að hún sjái sér fært að koma að rannsókn spillingar á Íslandi. Mikið væri gaman að fá fólk með fréttaskyn í vinnu hjá fjölmiðlum.
Sigurður Ingi Jónsson, 28.3.2009 kl. 17:59
Sæll Jón Gerald, Oft hef ég lesið skrif þín og þótt þau góð og oftar en ekki hef ég verið sammála þér en ekki nú.
Jú mér finnst þetta nefnilega MJÖG fréttnæmt,fréttnæmt í þjóðfélagi þar sem fólk er að missa vinnuna og heimilin sín og ekkert er verið að gera. Þjóðin að segja má gjaldþrota og fólk að fara úr landi. Þá finnst mér það mjög fréttnæmt að borga Evu Joly 70 milljónir á ári fyrir vinnuna sína hér og Skilanefndar mönnum 3,2 milljónir á mánuði... "vel í lagt" segir Álfheiður Ingadóttir og "í hærri kantinum" segir Viðskiptaráðherra........ mér finnst þetta einfaldlega fréttnæmt þegar atvinnulausum eru borgaðar um 150 þúsund kr á mánuði til að framfleyta sér og sínum á og ellilífeyrisþegum og öryrkjum tæpar 150 þúsund krónur á mánuði til að lifa af.
Það er fréttnæmt að til skuli vera peningar í þetta þrátt fyrir yfir 40 ára gamla tuggu sem fer af stað við hverjar kosningar að það eigi að ríkja jöfnuður í landinu og að bæta þurfi hag hinna verst stöddu t.a.m. öryrkja og ellilífeyrisega .... þessi tugga er eins og áður sagði yfir 40 ára gömul og hefur komið upp frá fyrrverandi þingmönnum sem og núverandi þingmönnum við hverjar kosningar og enn er henni hampað og enn er verið að ljúga að fólkinu til að fá atkvæðin..... jú mér finnst þetta fréttnæmt.
Góðar stundir.
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:14
Jah, er þetta bara ekki dæmigert á Klakanum? Að horfa í aurinn og láta ræna sig á meðan krónunni er kastað!
Hvað eru 70 milla fjárfesting á ári miðað við 200 milljarða rán á ári? Fjárfestingin er væntanlega fyrirbyggjandi og mun því vera góð fyrir samfélagið.
En veltur þetta ekki bara á því hver talar, persóna eða flokksbundinn (fébundinn)?
nicejerk (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:06
Sæll Júlíus Már takk fyrir þína athugasemd. Þú mátt ekki misskilja mig, ekki það að mér finnst þetta miklir peningar hedur tel ég að stóra fréttin í þessu er að Eva Joly vill taka þetta verkefni að sér. Eins þar sem íslenska krónan er frekar veik þessa dagana þá eru þetta kanski meiri peningar en ella. Ég veit að þjóðin hefur mun meiri líkur á að einhvað komi út úr þessu með hana innanborðs ekki af því að þar er ekki gott fólk að vinna heldur tel ég að stjórnvöld muni frekar hlusta á hana þar sem hún er útlendingur eins er hún með mikla reynslu á þessu sviði.
Góða helgi.
Jón Gerald Sullenberger, 28.3.2009 kl. 21:19
Skynsöm kona að semja um að fá borgað í Evrum.
Steingrímur Helgason, 28.3.2009 kl. 22:40
hvað er annars að frétta af búðinni þinni ?
Guðmundur Júlíusson, 29.3.2009 kl. 01:02
Menn ættu að sjá hver hennar laun eru en þau eru 1.300.000. Í samanburði við laun útvarpsstjóra, skilanefndar mönnum og annarr manna sem þiggja ofurlaun frá ríkinu finnst mér þetta gjafprís
Hörður Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 08:36
Maður verður bara að taka undir með þér hér. Hér erum við að fá einn helsta sérfræðing heims í þessum mikilvægu málum. Fátt er mikilvægara nú en að komast til botns í þessu. Ef við höfum ekki efni á þessu, þá megum við bara éta það sem úti frýs.
Málið snýst ekki einvörðungu um að rekja glæpsamlega hegðun og siðleysi og jafnvel ná inn peningum, sem eru margfalt þessi upphæð, heldur líka að komast að því hvað hægt er að gera í löggjöf og eftirliti til framtíðar, til að afstýra slíkum harmleik. Auk þesss sem þetta er nauðsynlegt til að veita þjóðarsálinni ákveðna áfallahjálp og spara okkur angist og spurningar, ásakanir og aðdróttanir til framtíðar.
Menn sem andmæla þessu ættu að bera saman kostnaðinn við Baugsmálið og þá verður þetta hlægilegt. Það sem vantaði í fyrirsögnina er ...."ekki nema" 70 millur á ári. Andvirði tveggja lítilla íbúða. 35 milljónir ca. á gengi síðasta árs. Laun hennar komast ekki einu sinni nálægt launum bankastjórnenda hjá ríkinu í dag. Hvað eru menn að væla? Ég segi bara "So What?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2009 kl. 11:13
Peningasóun og dæmi um sukk vinstri manna. Þessi kona er enginn snillingur, langt því frá og peningana ætti að nota í þarfara verk. Með VG við völd gerist svona, all kyns þurfalingar og aumingjar komast á spenann, samanber listamenn og önnur sníkjudýr
Margeir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:51
Þú verður að halda þessum skoðunum fyrir þig Margeir. Þessi kona er talinn snillingur af þér færari mönnum, hvort sem þér líkar betur eða ver. Þá ættir þú að líta á laun t.d. útvarpsstjóra og hvernig rekstur útvarpsins gengur. Svo maður tali nú ekki um að hann er svo blankur að maður þarf að sjá hann á skjánum líka. Segi enn og aftur við fáum þennan sérfræðing fyrir slikk.
Hörður Valdimarsson, 29.3.2009 kl. 12:50
Það er hrein frelsun undan oki glæpamanna á hægri og miðjuvæng stjórnmálanna að fá þessa konu til starfa. Í þessu máli á Egill Helgason hrós skilið að hafa fengið hana hingað til lands.
Við hljótum að eiga þá von að Eva Joly verði sá stuðningur og það aðhald sem þarf til þess að vinna á þeim hagsmunaöflum sem þola ekki að stærsta bankarán Íslandssögunnar verði rannsakað.
Nú það voru fyrst og fremst hin pólitísku öfl sem ætluðu sér að kæfa alla rannsókn á þessari mestu fjársvikamyllu lýðveldisins. Með Evu er einhver von til þess að þau öfl verði brotin á bak aftur og að almenningur fái búið við eitthvert réttlæti gagnvart hagsmunagæslu og siðspillingu gamla flokksveldisins.
Með Evu sem ráðgjafa horfir allur heimurinn til okkar og fylgist með að þeir sem bera sök, verði sóttir til saka. Með komu hennar er vonandi sú tíð liðin að hér ríki kúgun auðmanna, og pólitískra pótintáta þeirra, á almenningi. Í mínum huga eru sjötíu milljónir á ári því léttvæg greiðsla í leit okkar að réttlæti gagnvart þeim glæpalýð sem hér keyrði samfélagið í þrot.
Ég minni hér á þá menn í fjármálalífinu sem helst bera ábyrgð á hruninu, til þeirra má sækja þann kostnað sem öll rannsóknin mun kosta.
"Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, fékk 782 milljónir króna í laun á fimm árum. Hann trónir á toppi lista sjö bankastjóra gömlu bankanna sem fengu samtals 3,2 milljarða króna í laun á fimm árum. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá þessu í kvöld.
Þar kom fram að Sólon Sigurðsson hjá Kaupþingi hafi fengið rúmar 104 milljónir króna fyrir tvö ár. Lárus Welding hjá Glitni fékk 376 milljónir á einu ári. Halldór J. Kristjánsson hjá Landsbankanum fékk röskar 400 milljónir. Sigurjón Þ. Árnason fékk 467 milljónir. Hreiðar Már Sigurðsson hjá Kaupþingi fékk 487 milljónir. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fékk 590 milljónir." (dv.is)
Í lokin minni ég á að það voru sjálfstæðismenn sem bættu á okkur enn einu skattaokinu með því að setja á svokallaðan nefskatt vegna ríkisútvarpsins. Sá skattur verður eingreiðsla upp á 17.200 krónur á ári, per mann yfir sextán ára aldri. Í mínum huga er Sjálfstæðisflokkurinn sami merkisberi ríkisforsjár og Vinstri grænir, þessir flokkar nálgast hana bara með ólíkum hætti.
DanTh, 29.3.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.