Sú frétt sem stóð upp úr í þessari viku að mínu mati.

Þessi frétt var birt í  Morgunblaðinu í gær,eru þetta frábærar fréttir fyrir ungt fólk og þjóðina í heild. Sagt er að þetta megi þakka það forvarnarstarf og stórauknu foreldraeftirlit en það er akkúrat málið. Við sem foreldrar berum ábyrgð á að skila börnum okkar út í þjóðfélagið sem heilbrigða góða þegna og það virðist vera að takast.
Hve glöð er vor æska.
Mjög hefur dregið úr drykkju og reykingum íslenskra unglinga á síðustu árum Hækkun sjálfræðisaldurs og stóraukið foreldraeftirlit talin skipta miklu máli
REYKINGAR unglinga eru fátíðari á Íslandi en í nær öllum löndum Evrópu og hvergi drekka færri unglingar áfengi. Mjög hefur dregið úr drykkju og reykin...
REYKINGAR unglinga eru fátíðari á Íslandi en í nær öllum löndum Evrópu og hvergi drekka færri unglingar áfengi. Mjög hefur dregið úr drykkju og reykingum unglinga hérlendis á síðustu árum. Þetta kemur fram í nýrri, viðamikilli evrópskri rannsókn.

 

Umtalsvert fleiri unglingar á Íslandi hafa engin vímuefni notað um ævina en í nokkru landi í Evrópu og virðast þeir, hvað þetta varðar, draga meiri dám af jafnöldum sínum í Bandaríkjunum. Kannabisneysla íslenskra unglinga er jafnframt talsvert undir meðaltali Evrópu þótt sérstaða þeirra sé nokkru minni að því leyti en varðandi önnur vímuefni.
Góða helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Loksins eitthvað jákvætt í fréttum að hafa , Góða helgi.

Ómar Ingi, 28.3.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband