26.3.2009 | 21:46
Krónan veikst um 10%
Krónan hefur veikst um tæpt 1% í dag og rúm 10% síðastliðinn hálfan mánuð.
Í kvöldfréttum Rúv kom þetta meðal annars fram.
"Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, telur að krónan haldi áfram að veikjast nema Seðlabankinn komi með evrur inn á gjaldeyrismarkaðinn. Eigendur jöklabréfa hafa ekki getað losað nema brot af vaxtagreiðslum úr landi,vegna skorts á evrum hér á landi.,,
''Krónan styrktist nokkuð um miðjan mánuðinn, 11. mars fór gengisvísitalan niður í 186 stig. En síðan hefur heldur sigið á ógæfuhliðina því við lokun markaða í gær var gengisvísitalan komin upp í 205 stig. Þannig að á hálfum mánuði hefur krónan veikst rúm rúm 10%. Reyndar hefur krónan veikst um rúm 3% gagnvart japönsku jeni og 8% gagnvart svissneskum franka en algengt er að myntkörfulán Íslendinga séu í þessum myntum.,,
Nú spyr maður sig er sá gjaldeyrir sem fæst fyrir afurði okkar ekki að skila sér heim?
Getur verið að þeir aðilar sem selja sína afurði út séu að selja hann til eigin fyrirtækja í í Evrópu í ISK og endurselja hana svo til kaupanda hennar í Evrum?
Getur verið að sá gjaldeyrir komi aldrei heim eins og lög segja til um?
Getur verið að útflytjendur sé sjálfir að kaupa og selja íslenskar krónur og skuldabréf?
Er talað um að aðilar séu að skapa sér 20% til 40% auka tekjur af þessu braski en á meðan er þjóðin að blæða út.
Er þetta það sem við þurfum núna á þessum erfiðu tímum ?
Heilbrigð skynsemi óskast.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ömurlegt ef satt reynist. Er erfitt að komast að þessu? Er ekki hægt að setja þennan ágæta saksóknara í þetta? Í fljótu bragði er þetta meiri brot gegn þjóðinni en þau sem komin eru, því ef það eru undanbrögð á því að koma með gjaldeyri til landsins er verið að nauðga þjóðinni. Sannkallaður þjóðníðingsháttur!!
Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:06
Ég er nokkuð viss um að þetta sé skýringin Jón G.
Sigurjón Þórðarson, 27.3.2009 kl. 16:45
Er fólk virkilega svo grænt að hafa haldið að þessi lög myndu virka? Ef fólk trúði því nokkurn tíma að allir sem möguleika hafa myndu ekki fara fram hjá þessu þá er ekki skrýtið að illa hafi farið.
Gulli (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.