Lentu í höndunum á ævintýramönnum segir Hreinn Loftsson fyrrum stjórnarmaður Baugs Group.

Þetta var haft eftir Hreini Loftssyni stjórnarformanni Baugs Group í Morgunblaðinu, hann hefur setið í stjórn Baugs í áraraðir og verið hægri hönd þeirra sem þar stýrðu málum með einkavæðingu bankanna.

Er verið að gera grín að okkur hinum eða hvað?

 Og þetta sagði Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group meðal annars.

„Við töldum að þetta hefði verið svo ófaglegt og pólitískt hérna árum saman og vildum breyta því. Við litum svo á að þarna væri um kjarnann í hverju efnahagskerfi að ræða og þess vegna væri mjög mikilvægt að það lenti ekki í höndunum á einhverjum ævintýramönnum. Það hins vegar blasir við núna að það er það sem gerðist“

Vef mbl.is

'' Hverjir voru það sem færðu slíkt fé út úr Glitni til eigin félaga að stjórnendum bankans varð svo mikið um að haldnir voru næturfundir með ráðamönnum?

Hver var stærsti og áhrifamesti hluthafi Glitnis þegar bankinn fór á hausinn?

Hver hafði barist árum saman um yfirráð í Glitni?

Hver notaði fé Glitnis og annarra íslenskra banka til að fjármagna eina mestu skuldsettu útrás í Evrópu?

Hverjir notuðu íslenskt lánsfé til að kaupa einkaþotur og snekkjur fyrir milljarða króna?

Hverjir skulduðu á tímabili hátt í þúsund milljarða á Íslandi?

Hverjir fengu bankann sinn til að beina fjárfestingum af flestum sviðum bankans í eigið fyrirtæki?

Hverjir áttu fjölmiðlaveldi sem notað var til að fylgja skuldaævintýrinu eftir af mikilli hörku?

Hverjir létu fjölmiðla sína ofsækja stjórnmálamenn sem stóðu í vegi fyrir skuldavextinum?

Hverjir hafa kostað íslenskan almenning mest í sögu landsins?

Hverjir voru þessir ævintýramenn sem settu bankana á hliðina?

Hverjir voru ævintýramennirnir sem stóðu að baki stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem kostað var af íslensku bönkunum?,,

Af vef amx.is

Hreinn ætti kanski að líta sér nær.

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mr. Clean er fullur af "lofti..." vandræðalegt að þurfa að hlusta á hann, stjórnmálamenn & þessa fjárglæframenn, allir svo saklausir & enginn kannast við eitt eða neytt...!  Svo verður aðallega rifist um hvort þessir aðilar 25-40 séu "óreiðumenn, fjárglæframenn, ævintýramenn, peningafýklar eða bara hreinræktaðir glæpamenn...."  Ef menn búa yfir t.d. "heilbrigðri skynsemi" þá lyggur svarið í augum uppi....!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:49

2 identicon

Ég tel nokkuð ljóst að höfuðpaur hins fallna Baugsveldis myndi sitja bak við rimla í öllum siðuðum þjóðfélögum.

Stefán (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:53

3 identicon

Þessi ótrúlega innkoma mannsins er með slíkum eindæmum og segir allt um að siðblindu hans, sem er á pari með þeim aðilum sem hafað markvisst og skipulega lagt þjóðfélagið í rúst.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband