25.3.2009 | 22:58
Ekki er allt sem sýnist! Nýjasta hefti Þjóðmál sem var að koma út
Ég var að lesa nýjasta hefti ÞJÓÐMÁL sem var að koma út. Ég mæli með að allir nái sér í eintak sér til fróðleiks og ég tala nú ekki um skemmtunar því þar er margt áhugavert lesefni. Ég rakst á þennan kafla sem er á blaðsíðu 15.
Það er á hreinu að ekki er allt sem sýnist, þar sem nú hefur komið í ljós að Kaupþing banki hafi verið rekinn af fjárglæframönnum en ekki af fagfólki og náð að vera með sjónhverfingar og platað heila þjóð.
Eins og menn muna fékk Baugur útflutningsverðlaun forseta Íslands í fyrra. En Baugur er ekki eina útrásarfyrirtækið sem hefur fengið þá maklegu viðurkenningu. Örfáum misserum áður fékk annað fyrirtæki, Kaupþing banki, þessi sömu verðlaun.
'' Það var fámenn dómnefnd sem ákvað að verðlauna Kaupþing fyrir þátt þess í útrásinni. Við afhendingu verðlaunanna kom fram hjá nefndinni að Kaupþing banki fær verðlaunin fyrir þann árangur sem fyrirtækið hefur á skömmum tíma náð á þróuðum mörkuðum erlendis. Fyrirtækið fer fremst í öflugri útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og hefur vakið athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Djörfung og dugur einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög ör undanfarin ár og hefur það gegnt lykilhlutverki í fjárfestinga- og viðskiptabankastarfssemi hér á landi. Síðustu ár hefur bankinn stóraukið starfsemi sína á erlendri grundu með stofnun dótturfélaga og kaupum á fjármálafyrirtækjum.
'' Kaupþing fær hér mikil verðlaun fyrir ákafa útrás og gríðarlegan vöxt sinn. Dómnefndin var fámenn en góðmenn og til að tryggja að fagleg sjónarmið réðu en ekki pólitískt ábyrgðarleysi og spilling, var fenginn fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í nefndina. Það var að sjálfsögðu enginn annar en Gylfi Magnússon dósent sem settist í dómnefndina og verðlaunaði Kaupþing fyrir mjög öran vöxt og ákafa útrás, alnafni Gylfa Magnússonar baráttumanns, sem hefur í snjöllum útifundarræðum krafist þess að allir þeir sem einhvern þátt áttu í að illa fór í efnahagslífinu, haldi sig fjarri öllum björgunaraðgerðum, og er jafnframt alnafni þess Gylfa Magnússonar sjáanda, sem fréttamenn segja jafnan að hafi séð allt fyrir, varað eindregið við útrásinni og einkum barist gegn stækkun bankanna.,,
Úr vef-þjóðviljanum 4. febrúar 2009.
Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 26.3.2009 kl. 00:32 | Facebook
Athugasemdir
Gylfi, verður kindarlegur þegar hann lígur eða segir þvert um geð sitt, andlitið snýr upp á sig og
hann blikkar augum. þetta er þekkt atferli dýra sem eru hrædd um að verða étinn.
Hann valdi Kaupþing og hann valdi (Hörð Homma) útifund, og hann valdi valdið sem honum bauðst.
Hann er semsagt hrætt dýr, er ekki gott að geta treyst honum ?
Nei við þurfum sterka leiðtoga, sem rífa okkur upp, hverjir sem það verða, biðin gæti orðið löng.
Forsetinn er brandari, stjórnmálamennirnir eru betri brandari, ASÍ er brandari með Gylfa.
Ef ég ætti að segja til um hvað væri framundan, þá er það svart,,,............ 2 árum eftir það
mun þjóðin byrja að reisa sig við ca. 2011, ég spá því að sólin og tunglið verði á sínum stað.
Pétur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 02:28
Fólki er að verða það alveg ljóst að ( enda blasir það við öllum ), að hreinræktaðir fjárglæframenn stjórnuðu Kaupþingi ( sumir þeirra dvelja í sjálfskipaðri útlegð erlendis ), en þeir verða sóttir til saka og fangelsaðir rétt eins og Enron-glæpagengið. Þjóðin getur bara ekki horft upp á þetta lið leika lausum hölum öllu lengur !!!
Stefán (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.