Sérstakur saksóknari fær 20 manna starfslið

Þessi frétt var birt á Eyjuni.is

Loksins er eitthvað gert af viti hér á þessu landi en það þurfti Norska konu til að koma viti fyrir okkur hin.

'' Fastir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins verða allt að 16 talsins, en auk þeirra munu erlendir sérfræðingar starfa með saksóknaranum.

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra sagði á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í dag að starfsmenn embættisins gætu þannig orðið allt að 20 á þessu ári, samkvæmt endurskoðaðri áætlun um umfangið.

Eva Joly, franskur dómari og rannsóknardómari og ráðgjafi íslenskra stjórnvalda í saksókn vegna bankahrunins, er væntanleg til landsins á morgun til að sögn Rögnu og verður þá fundað með henni um þessi endurskoðuðu áform, að því er kemur fram í frétt mbl.is af blaðamannafundinum.,,

 

Heilbrigð skynsemi óskast.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sagði við mig ágætur lögfræðingur í gær, að það væri orðið nokkuð ljóst að einhverjir bankamenn væru klárlega á leið í fangelsi á næstunni. Það væri alltaf að koma betur og skýrar í ljós að framin hefðu verið mörg saknæm lögbrot í bönkum og fjármálastofnunum landsins og sum hver væru reyndar eins gróf og hjá Enron mönnum.  

Stefán (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 08:42

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hver veit...kannski sigrar réttlætið að lokum

Haraldur Baldursson, 25.3.2009 kl. 15:18

3 identicon

Hvernig skyldi ganga að greiða niður græðgislánin hjá eftirtöldum framkvæmdastjórum Glitnis : ? Jóhannes Baldursson 800 milljónir, Vilhelm Már Þorsteinsson 800 milljónir, Róbert Már Torfason 800 milljónir, Stefán Sigurðsson 170 milljónir.  Ætli þeir láti villurnar sínar og glæsijeppana upp í lánin eða láti okkur bara borga allt saman ???

Stefán (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:39

4 identicon

Jà jà svo kemur òkeypis matur og gisting og daglaun bakvid rimlanna alt à kosnad rìkisins. FLOTT verdur bara betra og betra.

esjus (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband