23.3.2009 | 23:09
„Stærsta bankarán Íslandssögunnar“
Þetta er stærsta bankarán Íslandsögunnar og augljóslega hluti af stærri átökum sem hafa ekki farið fram hjá neinum. Nú hafa menn náð ákveðnum hefndum og hljóta að vera ánægðir," segir hann og neitar því að standa uppi eignalaus í dag, en þetta sé auðvitað veruleg blóðtaka" og augljóslega versta áfall" sem hann hafi orðið fyrir á sínum viðskiptaferli.
Miðað við þær fréttir sem síðar hafa verið birtar eftir að þessi ósköp dundu yfir þjóðina lítur út fyrir að það voru einmitt Jón Ásgeir og hans félagar, þessir "30 til 40" bankamanna sem hafur algjörlega arðrænt heila þjóð af tekjum sínum næstu áratugina og orðstír íslands á erlendri grund.
Þetta myndband er á bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttir og tek ég mér það bessaleyfi að birta hér.
Maður spyr sig hverning er hægt að ræna banka sem búið er að ræna og ekkert eftir nema notuð húsgögn, það var ekki einu sinni hægt að nota nafnið GLITNIR því búið var að eyðileggja það líka.
Sjón er sögu ríkari
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/5598/
Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 24.3.2009 kl. 09:37 | Facebook
Athugasemdir
Bendi á afar gott viðtal við Þór Saari í dag í Zetunni á mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni
Baldvin Jónsson, 24.3.2009 kl. 01:32
græðgi þessara manna hefur eyðiLAGGT... smá villa
Goggi (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 07:49
Þetta lið væri kallað MAFÍA hefði það spunnið vefi ( lygavefi ) sína á Sikiley. Það slær óhug að manni þegar maður les um það hvernig ábyrgðar/siðlausum ævintýramönnum voru réttir bankarnir á silfurfötum. Þjóðin var hneyksluð, en þetta lið hló bara framan í okkur og hlær enn, jafnvel þeir sem eru komnir í sjálfskipaða útlegð. Hömlulaus græðgi stjórnaði þessu liði sem fór um eins og engisprettufaraldur og allavega einn mafíósinn talaðu um virðingu sér til handar. Enginn úr þessu arðræningjaliði nýtur hinsvegar virðingar í dag, hvorki hér heima né erlendis. Sumir kjósa að senda frá sér heimskulegar yfirlýsingar til fjölmiðla úr sjálfskipaðri útlegðinni, en neita í hroka sínum að ræða við fjölmiðlafólk. Það er fjölmiðlum eins og DV ( Baugstíðindum ) til háborinnar skammar að birta slíkar yfirlýsingar.
Stefán (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.