Minnisblað Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra febrúar 2008.

Fulltrúar erlendu bankanna mátu stöðu Íslands sem alvarlega eða grafalvarlega.

Þeir tjáðu mönnum að þeir höfðu mikla vantrú á íslenska bankakerfið.

Í minnisblaði af fundi starfsmanna Seðlabanka Íslands með fulltrúum stórra banka í London frá því í febrúar 2008 kemur fram að ýmsir töldu að Glitnir væri í verulegum vandræðum.Iðulega var vísað í ferð þá til Bandaríkjanna, þar sem Glitnismenn komu heim auralausir, en einnig var af hálfu sumra bent á að eigendur Glitnis væru í þröngri stöðu eða gætu fljótlega lent í vandræðum, svo baklandið stæði alls ekki sterkt.

Hér heima var okkur tjáð að Íslendingar væru einstakir snillingar og eina markmið útlendinga væri að hafa eitthvað af íslensku þjóðinni og við sannfærð um að útlendingar væru tapsárir aumingjar.

Davíð Oddsson sagði að þessi skýrsla hafi hann lesið upp fyrir forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, ráðherra og embættismenn.

Samt var ekkert gert!!!!

Bankarnir voru búnir að vera þegar um áramótin 2007/2008.

Ríkisstjórnin taldi þetta vera ímyndavandi bankanna, Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde fóru til Kaupmannahafnar og New York til að “kynna” íslenskt efnahagslíf og ef ég man rétt þá var Jón Ásgeir Jóhannesson með í þeirri ferð.

Hvar var Jónas Fr. Jónasson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í öllu þessu og ég tala nú ekki um Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra?

Allt þetta fólk kaus að trúa skýringum íslensku bankasnillingana, en ekki skýrslu Seðlabanka Íslands. Og þar sem allt þetta var Davíð að kenna, alla vega voru Baugsmiðlarnir búnir að segja okkar það, þá langar mig að bæta við kafla sem haft var eftir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar vorið 2008.

>>>>>>>>>>
Ávarp á SFF deginum 2008
10. apríl 2008
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra

Góðir gestir


..........
Ágætu fundarmenn.Mig langar til að nota þetta tækifæri og þakka Samtökum fjármálafyrirtækja fyrir afar gott samstarf að undanförnu. Sérstaklega ber að þakka þátttöku SFF við úrlausn vandasamra ágreiningsmála er varða ýmsa gjaldtöku fjármálastofnanna fyrir eigin reikning og annarra. Að sjálfsögðu geta hertar reglur með starfsemi fjármálafyrirtækja verið þeim baggi og því ber að fara varlega á þessu sviði.Það ber þó sérstaklega að viðurkenna þann mikla skilning sem SFF hefur sýnt mikilvægi þess að skýra rétt neytenda á sviði fjármálaþjónustu og einfalda samskipti þeirra og fjármálafyrirtækja sem mest.Ég óska ykkur öllum hjartanlega til hamingju með SFF daginn,, sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar vorið 2008. 

Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.Heilbrigð skynsemi óskast.

Njótið dagsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem er merkilegast við þetta minnisblað er það sem vantar á það.  Svona minnisblöð eiga alltaf að hafa kafla sem nefnist "næstu skref" þar sem kemur fram hvaða aðgerðir er mælt með og hvern þarf að láta vita af þessu.  Þetta sýnir að eitthvað var faglegum vinnubrögðum ábótavant í Seðlabankanum. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 18:50

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Alltaf finna menn ástæðu til þess að klína þessu á SÍ, voru ekki mannverur sem stjórnuðu þessum glæpastofnunum sem keyrðu allt í þrot, Seðlabankinn þetta Seðlabankinn hitt, hvað með stjórnendur bankanna, sem voru gersamlega ósnertanlegir, og fólk skal ekki voga sér að gagnrýna þessa "snillinga".

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.3.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband