Morgunblaðið í dag Sunnudaginn 22 Mars. Mogginn klikkar ekki.

Það er ekki hægt að segja annað en að Morgunblaðið er að standa sig (gæti ekki hugsað það til enda ef ekki væri Mogginn). Að vanda er Morgunblaðið fullt af fróðleik og fór svo að allur morguninn fór í að lesa hann, en upp úr stóðu nokkrar greinar sem er algjör skyldulesning og vil ég benda á þær greinar hér.

Grein Þórð Snæ '' SVONA SELDI RÍKIÐ BANKANA'' hér kemur fram góð lýsing á því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Pælið í því Landsbankinn fór á c.a. 23 Milljarða en Samson hópurinn fékk 45,8 prósent á 11,2 milljarða króna (það var verið að borga arð til Byr hluthafa samtals 13 Milljarða króna).

 Næsta grein sem þið verðið að lesa er á blaðsíðu 10 ''Fíll í póstulínsverslun'' eftir Agnesi Bragadóttur. Þar tekur hún fram að það sé algjört lykilatriði að Fjármálaeftirlitið fái ÖLL GÖGN til að geta rannsakað bankahrunið því þjóðin verður aldrei sátt við annað.

Eins vil ég benda á grein Agnesar á blaðsíðu 20 '' SAMEINUÐ SAMFYLKING EN HVERSU LENGI ''  það er mikið til í því sem þar kemur fram. Ef hún Jóhanna Sigurðaradóttir á að ná utan um þessa loftbólu eins og formaður Framsóknar sagði hér fyrir nokkru þá tel ég að allt það góða fólk sem í Samfylkinguni er fari með bænir á hverju kvöldi því hún þarf á öllum þeim styrk og bænum sem hún getur fengið, ég óska henni alls hins besta í þessari baráttu um að halda utan um þessa hjörð.

Svo er það algjör skildulestning grein 'SKOÐUN EINARS MÁ '' BARÓNAR ALLRA LANDA'' blaðsíðu 30.  Maðurinn er náttúrlega snillingur með pennann og allt það sem fram kemur í þessari grein er Ísland í hnotskurð. Guð blessi Ísland sagði ég bara eftir þann lestur.

 Leiðari Moggans '' PENINGAR ANNARRA'' þar hitti hann naglann á höfuðið, hér þarf ríkisstjórnin og skilanefndar bankanna að vanda vinnu sína og hafa allt upp á borðinu. Margeir Pétursson sagði það svo rétt, bankar sem hefðu verið hér heima í viðskiptum áratugum saman og lánað fyrir gífurlegum umbótum og nú sætu þeir eftir með sárt ennið, við verðum að sinna þessum aðilum þar sem við þurfum á þeim að halda það er á hreinu.

Reykjavíkurbréfið er gott að vanda og margt sem þar kom fram er rétt og nú þarf þjóðin að hugsa sinn gang vel og fara í naflaskoðun. Þjóðinn hefur krafist uppgjörs og að nýtt fólk verði við stjórn þjóðarskútunnar, og þá spyr maður sig hvað hefur breyst jú það er búið að taka til í Framsóknarflokknum eins er búið að taka til í Sjálfstæðisflokknum búið að skipta um stjórn í Seðlabankanum. Hvað er þá eftir jú bæði Samfylkingin og VG eru enn að hjakka í sama farinu sama fólkið og eingin stefna jú fyrirgefðu HÖFT OG SKATTAHÆKKANIR er það sem okkur vantar núna?

Ekki vil ég gleyma að minnast á forsetann því í Mogganum í dag er grein eftir Bergsvein Guðmundsson '' EMBÆTTISFERILL FORSETA ÍSLANDS''  á blaðsíðu 48. Takk fyrir þessa grein Bergsveinn ef ég á að vera hreinskilinn þá brá mér dálítið því ég hélt að ég væri að verða galinn þar sem ég var með það á hreinu að ekki hafði ég sent neina grein til Moggans í vikunni. Hún er nákvæmlega það sem ég er búinn að vera hugsa í margar vikur. 

En svona er Ísland í dag.

 

 

Heilbrigð skynsemi óskast.

Njótið dagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar skuldar Baugsfjölskyldan eiginlega ekki ? Skuldar meira að segja knattspyrnuliði Newcastle óreiðuskuldir.

Stefán (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband