Verður að lyfta huliðshjálminum Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri

Ríkisskattstjóri talar mannamál í morgunblaðinu í dag, Laugardaginn 21.mars 2009, og það er athyglisvert að hann skuli taka Leynifélag Baugsmanna - Fjárfar ehf. - og svo hið falda eignarhald á Fréttablaðinu á sinum tíma sem dæmi um hversu langt menn ganga að fela eignarhald og villa um fyrir skattyfirvöldum og öðrum yfirvöldum..
 
.ég hvet ALLA til að skoða myndband nr.2 hérna sem fjallar einmitt um leynifélagið Fjárfar ehf. sem verður að teljast eitt best heppnaðasta og mest undirbúna svindl íslenskrar viðskiptasögu !!!

En leyfum æðsta embættismanni íslenska skattkerfisins að tala en hann segir m.a.:
 
"Þegar manni blöskrar verður leiðari eins og þessi til. Maður telur sig knúinn til þess að tala tæpitungulaust um þau öfl sem skattkerfið á við að etja.
 
Ég verð að viðurkenna að bæði mér og samstarfsmönnum mínum hjá Ríkisskattstjóra hefur þótt með ólíkindum hvað menn hafa verið að aðhafast samkvæmt því sem upplýst hefur verið undanfarið,« segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um harðorðan leiðara sem hann skrifaði ásamt Ingvari J. Rögnvaldssyni vararíkisskattstjóra í blaðið Tíund, sem gefið er út af embætti Ríkisskattstjóra.
 
Í leiðaranum er vitnað til þess að í fjölmiðlum sé því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi leikið lausum hala og sagt að ef ekki náist tekjur og eignir úr skattaskjólum ásamt því að eignir bankanna standi undir skuldbindingum muni almenningur sem enga ábyrgð bar á bankahruninu þurfa að greiða aukna skatta vegna afdrifaríkra meðferða fjármuna nokkurra tuga manna sem höfðu yfir sér huliðshjálm bankaleyndar og skattaskjóla.

Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast.

Njótið dagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hinn grimmi óhugnaður samtryggingarinnar á Íslandi er búinn að gera okkur að þriðja flokks ríki. Þetta er ekki ofsagt. Það er útilokað að nokkurn tímann verði komist til botns í öllum þeim óþverra sem hér hefur þrifist í hverju því horni sem græðgisvæðingin hefur andað inn í. Eitt af því versta er þó að allt samfélagið er orðið svo sýkt af þessu andrúmslofti að þjófar ganga hér um hnarreistir með ferðatöskur og ógna umferðinni með þungum torfærujeppum með verðmiða upp á tugi milljóna. Og af því að þjófnaður er virðingarlaust orð í íslenskunni þá eru glæpamenn ekki lengur kallaðir þjófar, en í staðinn eru fundin upp hin ýmsu fjölbreyttu orð og orðasamhengi til að gera verknaðinn dramatiskan!

Þeir einstaklingar sem þessi mannlýsing mín nær til skipta tugum ef ekki hundruðum í dag. Og það grætilegasta er að þó einhverjir verði látnir "sæta ábyrgð að lögum" þá verða það ekki nema örfáir- til málamynda og dómarnir því samkvæmt. Elíta samtryggingarinnar er víðfeðm á Íslandi.

Og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að koma sínum mönnum á rétta staði í dómkerfi landsins. Það er þéttur hópur og ekki auðsóttur.

Árni Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Heyr heyr !

Guðmundur Júlíusson, 21.3.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: TARA

Það er ekki nóg að hafa heilbrigða skynsemi ef menn nota hana ekki á réttan hátt !!

TARA, 21.3.2009 kl. 20:53

4 identicon

Hvernig gat þetta réttarhneyksli átt sér stað í vestrænu ríki, sem Mugabe myndi sennilega skammast sín fyrir í Zimbabwe?

Það er kominn timi til að hreinsa út úr gjörspilltu réttarkerfinu sem virðist byggt upp á illa gefnum aðilum eða einfaldlega einhverjum sem sækja stærstan hluta launa sinna frá sakborningunum eins og í þessu ótrúlega Fjárfarsmáli.

 Hvernig í andsk.... er hæt að vera svona vitlausir og komast að þessari fáránlegu niðurstöðu?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband