Þetta eru ótrúlegar fréttir, hér er verið að tala um 2000 milljónir, hvað var aftur verið að tala um að eigi að spara í heilbrigðismálum þjóðarinna?
Á hvaða sér samning voru þessir menn hjá Kaupþing banka.
Hér er frétt sem birt var á visir.is
Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs.
Stærstu hluthafarnir eru Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Baugs, Gunnar Sigurðsson forstjóri, Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi
BGE á engar aðrar eignir til að standa straum af láninu og Kaupþing neyðist því að öllum líkindum til að afskrifa það. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort að lánið liggi í gamla eða nýja Kaupþingi.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Góða kvöldstund.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki örugglega gamli Kaupþing að afskrifa þetta. Þá skiptir það engu máli fyrir ríkið og það er þá ekki eins og það sé verið að skera niður í heilbrigðismálum í skipti fyrir þetta.
Egill (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:32
Þetta eru í raun & veru enginn lán, heldur er þetta útbældur þjófnaður og mikið ÓLÁN fyrir þá erlendu bankaaðila sem sitja svo uppi með "svarta Pétur..! Jón Ásgeir og aðrir siðblindir viðskiptamenn hljóta að hlægja sig mátlausa yfir að hafa komist yfir öll þessi lán.... Ég tilheyri þeim hópi einstaklinga sem trúi því að ca. 30-50 íslendingar hafa komið sér upp "svikamyllum til að svíkja út fé á fölskum forsendum með því að ljúga & blekja endarlaust alla þá sem lánuðu þeim" ég gef mér að þessi hópur fólks sé jafn fjölmennur og allir mínir vinir, þ.e.a.s. "við erum að tala um tvo til 3 einstaklinga - hugsanlega fleiri..."
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:54
Þessir menn tóku sér ímyndaðan veldissprota í hönd og fóru í kónga og drottningaleik (drottningarnar = konurnar þeirra) og ætluðu að lifa í vellystingum það sem eftir var í lúxusíbúðum í útlöndum, sigla á þar til gerðum fleyjum um sundin blá og til paradísar með meiru, á kostnað hluthafa bankans. Þegar upp var staðið, var ekkert á bakvið flottheitin: öll leikföngin voru í skuld. Þetta minnir mig á þegar ég var í dúkkulísuleik sem krakki: maður lifði sig inn í töfraheim dúkkulísanna, ef þær voru konungbornar, og sumar dönsuðu ballet (Hamlet dúkkulísurnar mínar voru flottastar). Sumar lísurnar voru bara hversdagslegar og lifðu venjulegu lífi, og það var líka fínt. En þessir leikir voru aldrei skuldsettir, og maður komst alltaf niður á jörðina eftir leikinn. Og allar dúkkulísur voru staðgreiddar í þá daga, og maður skuldaði engum neitt þegar maður fór að sofa á kvöldin. ...
En kannski hafa þessir menn frekar tekið sér ímyndaðan töfrasprota í hönd, frekar en hitt. Eða kannski bara bæði, í sitt hvora höndina, eins og kóngar í ríki sínu???
ingibjörg magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:55
Þetta er furðuleg afstaða hjá þér Egill. Hvort sem þetta leggst ofan á ríkið eður ei þá er þetta bara alls ekki í lagi. Þessir aðilar verða bara að ná í "eigur sínar" erlendis og borga, skuldir í gömlu og nýju bönkunum. Þeir eru búnir að hafa fé af fjölda fólks bæði hér á landi og erlendis. Þegar ég segi fjölda fólks, þá er stór hópur saklausra einstaklinga sem verða beint og óbeint fyrir tjóni vegna gjörða þessara manna.
Er ekki kominn tími til að læsa þessa menn inni, henda síðan lyklunum og spyrja þá svo um hvað þeir hafa gert við alla fjármunina sem þeir eiga ekki, en hafa haft af öðrum.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.3.2009 kl. 00:11
Uh ! Nú þarf Sigurbjörg Eiríksdóttir að upplýsa fólk betur.
"Þú ert einn af þeim verstu .... Sorrý" segir daman; dugar ekki til.
Er ekki rétt að hvetja Sigurbjörgu til að "detalíera" með nýrri innskrift hvað geri Jón Gerald að "einum af þeim verstu"?
Er Sigurbjörg Eiríksdóttir ein af þessum sem "skjóta sendiboða"?
Friðrik (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 00:52
Tómas,
Af hverju ætti mér ekki að vera sama hvort einkafyrirtæki tapar pening. Af hverju ætti ég eitthvað að taka því persónulega eða vera shokkeraður.
"Er ekki kominn tími til að læsa þessa menn inni, henda síðan lyklunum og spyrja þá svo um hvað þeir hafa gert við alla fjármunina sem þeir eiga ekki, en hafa haft af öðrum."
Tveir hlutir:
1: Hvaða fjármuni ertu að tala um. Vera nákvæmur.
2: Saklaus þar til sekt er sönnuð!
Egill (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 04:52
Myndu þessir fjórir ítýndu skúrkar sem þú nefnir þarna Jón Gerald, ekki sitja inni í öllum siðuðum þjóðfélögum ? Eru Jón Ásgeir og Baugsfjölskyldan ekki höfuðpaurar í efnahagshruni Íslands ? Er Sigurbjörg Eiríksdóttir náskyld einhverjum af ofantöldum skúrkum, vill hún ekki vinsamlega upplýsa okkur um það ?
Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:04
Sæl Sigurbjörg mín ekki þekki ég þig og þykir mér leitt að lesa það sem þú skrifar hér. Þar sem ég skil ekki þín skrif getur þú þá verið svo væn að útskýra þetta betur fyrir mig.
Með von um svör.
Kveðja
Jón Gerald.
Jón Gerald Sullenberger, 19.3.2009 kl. 10:21
Egill,
hefur það farið framhjá þér, það sem hefur verið að gerast í þessu landi?? hefurðu verið í einangrun á einhverri eyðieyju úti í Kyrrahafi ??
Íslenska þjóðin og margir aðrir til eru að súpa seiðið af glæfraskap nokkurra manna og það vita allir, nema kannski þú, hverjir þeir eru.
En velkominn heim, í raunveruleikann.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.3.2009 kl. 10:54
Komid ykkur ùr landi og skaffid ykkur EITT LÌF. Ekki holt og vera à klakanum innan um alla tessa HÀU HERRA
esjus (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:50
Tómas,
Við erum að súpa seyðið af því að það er lausafjárkrísa í heimnum þar sem bankar þurfa á seðlabanka til að sjá um fjármögnun sína. Þess vegna fóru bankarnir á hausinn.
Sýndu endilega fram á að ástæðan fyrir bankahruninu sé önnur. Svo er líka heimskreppa sem veldur enn meiri vanda fyrir okkur.
Það sem er því að gerast er að það er heimskreppa og þó að þú viljir ekki samþykkja það, Tómas, þá féllu bankanir út af henni. Hefur það farið fram hjá þér, það sem er að gerast í þessu landi? Vegna þess að ég veit nákvæmlega hvað er að gerast. Það sem er að gerast hefur að gera með þessa kreppu og fall bankanna en ekki það að Jón Ásgeir og fleirri séu "vondir" menn eins og er verið að reyna að sannfæra mann um.
Egill (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:15
Jón , það er gott hjá þér að halda umræðu um þessa gjörspilltu svokallaða Útrásarvíkinga í gangi.Fyrir þína tilstuðlan og ýmissa annara þá fóru þessi mál í gang(rannsókn)og hafðu þökk fyrir það. Ekki skil ég skrif þeirrar ágætu konu Sigurbjargar Eiríksdóttur að segjast ekki vilja samþykkja þig í Íslensku samfélagi,maður er nú hálf orðlaus að lesa þetta hjá henni.Það kemur að því að Sigurbjörg skilur hvað er í gangi í samfélaginu hennar samfélaginu mínu og samfélagi þínu Jón,því öll búum við í sama samfélagi .Kæra Sigurbjörg stöndum saman og hreinsum til,látum ekki barnabörnin okkar þurfa að bera allan hitan og þungan af því klúðri fyrrum stjórnvalda og annara misviturra ráðamanna,Verndaður stórþjófnaður hefur átt sér stað með leyfi áðurnefndra pólítikusa.Við þessi kynslóð eigum að taka til hér,annars eru það barnabörnin okkar og barnabarnabörn sem þurfa að kljúfa spillinguna sem átti sér á Íslandi á þessum misserum nú. Svo skora ég á þig Kæra Sigurbjörg að skoða myndböndin á síðu Jóns Geralds og einnig á síðu Láru Hönnu á MBL,blogginu einnig. Takk fyrir.Vonandi kemur Sigurbjörg aftur inná síðuna og les sér til.Kæra Sigurbjörg seinni pistillin hjá þér ágætur er.
Númi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:38
Hvernig er annað hægt en að bera einkverskonar haturshug til þessara SKÚRKA einsog þú nefnir þá í pistli þínum hér að ofan,en ég er sammála þér að ALLT þarf að komast uppá borðið.Og það sem fyrst,og hafðu það svo ljómandi fínt.
Númi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:52
Takk fyrir svörin Sigurbjörg mín, ekki er ég útrásarvíkingur þar sem ég hef ekki talað við þessa menn í 8 ár og ef ég er að fara með rétt mál þá var útrásin ekki hafin 2001. Ég er hjártanlega sammála þér að allt þarf að koma upp á borðið þess vegna er ég að skrifa og útbúa síðuna baugsmalid.is svo fólk getur sjálft lesið það sem fram kom ekkert af því sem þar er hef ég skrifað þetta eru allt gögnin í málin.
Það er skrítið þegar fólk talar um að það vilji allt upp á borðið en svo þegar maður segir einhvað þá kemur alltaf þetta komment frá þér HATURSHUGUR . Þetta verður þú að útskýra betur fyrir mig, hvar í mínum skrifum kemur það framm.
Sigurbjörg bara til að hafa allt upp á borðum þá skrifa ég alltaf undir fullu nafni og þau komment sem sett eru hér inn og mér líkar ekki læt ég vera hér og tek þau ekki út af síðuni þó sumir gera það hjá sér því það hentar ekki því fólki.
Kær Kveðja
Jon Gerald.
Jón Gerald Sullenberger, 19.3.2009 kl. 16:37
Takk Númi fyrir þessar línur þínar því miður eftir 8 ára heilaþvott í baugsmiðlum þá gerast hlutir sem þessir en vonandi fer þetta að lagast hjá okkur það er alla vega vakning í þjóðfélaginu sem gefur manni von. Það er mikil vinna framundan en þetta er hægt ef við vinnum saman og huggsum um hvort annað og landið í heild.
Kær Kveðja
Jón Gerald
Jón Gerald Sullenberger, 19.3.2009 kl. 16:47
Sigurbjörg láttu ekki Sigurð Jónsson Sveitastjórnarmann og snilling í ´´sínu,, fagi vera að rugla í þér.(fyrirgefðu Jón ekki er ætlunin að vera að misnota bloggið þitt ).
Númi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:50
Ótrúlegt að lesa ruglið sem frá þessum Agli hér að ofan. Hann kýs að horfa algjörlega fram hjá öllu sukkinu og svínaríinu sem viðgekkst hjá eigendum og starfsfólki bankanna hér og orsakaði bankahrun sem sér ekki fyrir endann á. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvernig þessi ótýndi glæpalýður mokaði fé í eigin vasa og arðrændi þjóðina.
Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:07
Stefán, Bankahrunið var orsakað að lausafjárskorti. Ekki segja hluti sem er ekki hægt að rökstyðja.
Egill (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:30
Það verður að bera skil á milli þess sem olli hruninu annars vegar, til að mynda lausafjárskreppa og fall krónunnar, þjóðnýting og fleira...
og svo fjárglæpamenn á borð við Jón Ásgeir.
Þetta á ekki alltaf saman, ég held að það sé aðallega siðspillingin sem Jón Gerald er að benda á frekar en að Jón Ásgeir sé beinn valdur að kreppunni
Jóhann Tómas Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.