14.3.2009 | 12:10
20 milljarðar af skattapeningum ykkar fara í öryggið.
Enn er verið að gera grín af Íslendingum!!!!! Hér hrundi allt Íslenska bankakerfið eins og allir vita og hvað var gert jú í þetta var sett ISK 50 milljónir og fjóra menn. Hvað er í gangi hér heima eru menn ekki í standi. Svo les maður þessa Frétt sem birt var í Morgunblaðinu í dag og maður spyr sig á hvaða lyfjum eru menn!!!!!!!
'' Þar kemur fram að á síðasta ári var um 20 milljörðum króna varið til öryggismála á Íslandi. Þar af fóru um sjö milljarðar til lögreglunnar, fjórir milljarðar vegna landhelgisgæslu, tveir milljarðar vegna siglinga- og flugöryggis, 1.350 milljónir til Ratsjárstofnunar/Varnarmálastofnunar og um 1.700 milljónir vegna umhverfisöryggis''.
Heilbrigð skynsemi óskast
Góða helgi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:40 | Facebook
Athugasemdir
Þessar tölur hljóma mjög háar en skoðaðu fréttina á Mbl.is
og yfirlitsmyndina sem er tengd henni og segðu mér hverju
þú myndir vilja sleppa, fyrir utan kannski Varnarmálastofnun
sem mjög margir eru sammála um að sé bull.
Oskar (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:38
Einhvernvegin gleymdist efnahagsöryggið í öllu þessu. Samt hafa engar hamfarir orðið, sem jafnast á við efnahagshamfarirnar og leitt að vita af því að það hefði verið hægt að afstýra því með smá öryfggisgæslu. Hef heyrt þá kenningu að hálsbindin hafi heft blóðrásina til höfuðsins á jakkafataliðinu og því hafi farið sem fór. Kannski ætti að banna þau í fjármálageiranum.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2009 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.