13.3.2009 | 16:07
Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs
Ætlar þjóðinn virkilaga að láta þetta yfir sig ganga. Ég skora á lögmannsstéttina og almenning að mótmæla þessari ákvörðun og það STRAX.
Þessar fréttir voru birtar á Vísir.is í dag.
'' Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.
Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál.
LOGOS hefur fleiri tengsl við félagið þar sem Jakob Möller, sem þar starfar er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. en Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstu hluthafar Stoða. ''
Jakob Möller var einnig verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu og fékk laun sín greidd frá Baugi.''
"LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.''
Heilbrigð skynsemi óskast
Góða helgi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög athyglisvert.
Svonalagað verður að stöðva strax, hvað gengur þessum mönnum til að ráða menn af þessum toga ?.
Haltu áfram Jón að skrifa. Það verður að upplýsa allt um þessa %$/&%$ Baugs drullusokka.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:53
Get ekki verið meira sammála þér Jón Gerald.
Svona vinnubrögð eru hluti af gamla Íslandi. Hvar er þetta NÝJA ÍSLAND?
Guðmundur St Ragnarsson, 13.3.2009 kl. 18:38
Nýr formaður stjórnar Kaupþings entist í tvo daga um daginn, vona að þetta klúður verði leyst jafn hratt.
Hvernig er það með þá sem valdir hafa verið til forystu í endurreisnarstarfinu, er þeim ekki sjálfrátt?
Ef um væri að ræða kynlíf, þá myndu þessir ágætu menn og konur ekki nota verjur og því síður að velta sér upp úr forsögu rekkjufélaga sinna, en víst er að afleiðingarnar (sjúkdómur eða barn) kæmu þeim alltaf jafn mikið á óvart. Unglingum er hægt að fyrirgefa reynsluleysið en ekki fullorðnir eiga að teljast og valdir hafa verið í þá vinnu að sigla viðreisnartogaranum Nýja Íslandi.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 19:49
hefndarhugur er aldrei af hinu góða. hvernig sem Baugur fór, held ég að Íslendingar komi ekki til með að ersla við þig
natty (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 01:50
hefndarhugur er aldrei af hinu góða. hvernig sem Baugur fór, held ég að Íslendingar komi ekki til með að versla við þig
natty (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 01:52
Þakka þér fyrir pistilinn, Jón! Það er gott að þú bendir á þetta undarlega val á skiptastjóra.
Hlédís, 14.3.2009 kl. 02:17
Logos-tengslin liggja víða. Faglegur framkvæmdastjóri ( og partner/eigandi) Logos, Gunnar Sturluson mun vera sonur Sturlu Böðvarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis! Innar í búr Sjálfstæðisflokksins er ekki hægt að komast!
Auðun Gíslason, 18.3.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.