13.3.2009 | 00:51
Skiptastjóri Baugs
Þessa frétt las ég á Eyjuni í kvöld og varð ég að lesa hana aftur því ekki vildi ég trúa mínum eigin augum, getur þetta verið rétt?
Ég vona að þessi gjörningur verður ekki framkvæmdur því hér er um stórslys að ræða.
Góða þjóð standið vörð um réttlætið og látið þetta ekki gerast.
"Orðið á götunni er að lögmaður frá lögfræðiskrifstofunni Logos verði á morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group hf. Orðið á götunni er að verði það raunin sé það með hreinum endemum sé tekið tillit til tengsla lögmannsstofunnar við hið gjaldþrota fyrirtæki.
Fyrir liggur að lögfræðistofan hefur annast lagalega ráðgjöf og almenna lögmannsþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot. Margir þeir samninga sem Baugur hefur gert á síðastliðnum árum koma án efa til skoðunar hjá skiptastjóra sem verður því dómari í eigin sök í mörgum tilvikum.
Aðeins eru nokkrir dagar frá því að til stofunnar var ráðinn Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður en hann starfaði hjá Baugi Group frá 2008 til 2009. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar sem er hluthafi í Baugi.
Þá er Jakob Möller, lögmaður hjá Logos, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. sem Baugur er ráðandi hluthafi í. Jakob var ennfremur einn af verjendum fyrrum forstjóra Baugs, Tryggva Jónssonar, í hinu svokallaða Baugsmáli.
Orðið á götunni er að lögmenn séu margir yfir sig hneykslaðir á því að til standi að skipa lögmann hjá Logos í sæti skiptastjóra í þrotabúinu, enda hafi aldrei áður verið um jafn mikla hagsmuna að ræða í einu þrotabúi hér á landi. Miklu skipti að það sé hafið yfir allan vafa að skiptastjóri í þrotabúinu sé hlutlaus. Líklega sé vart að finna stofu sem tengist Baugi með jafn augljósum og nánum hætti og Logos, að lögmannsstofu Gests Jónssonar undanskilinni. "
Góða kvöldstund.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Facebook
Athugasemdir
Ef satt er, er þetta svo myglað sem nokkur hlutur hetur verið!
Líkist mest gamla Kínamálinu (Lakkrísmálinu) þegar skiptastjóri með hjálp Davíðs Oddsonar, plataður af Hannesi Hólmstein stálu 1,3 milljarði að núvirði, af Erlingi Þorsteinssyni Viðskiptafræðingi sem átti og á fyrirtækið.
Er ég með öll skjöl um það mál. Eignaréttur fyrnist aldrei. Það er púra glæpamál eins og þetta mál sem þú lýsir í pistlinum. Algjör kópía!
Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 02:43
Þetta sýnir í raun það vandamál sem við eigum við að stríða. Tengsl milli fyrirtækja í okkar litla landi eru svo mikil að það verður ekki greitt úr þeim á trúverðugan hátt nema með aðkomu erlendra sérfræðinga. Eva Joly er vonandi fyrsta skrefið í rétta átt en betur má ef duga skal.
Ég hef lengi haldið því fram að við eigum að leita út fyrir landssteinana eftir aðstoð við að greiða úr þessari flækju.
Þú kemur að utan og hefur aðra sýn á þessi mál en við sem setið höfum í fárviðrinu miðju, sama gildir um erlenda hagfræðinga og bankamenn sem hafa tjáð sig um okkar mál. Það er mikill munur að hlusta á útskýringar þeirra en þeirra íslensku.
Annars styð ég hugmyndir þínar um stofnun lágvöruverðs verslunar ef hún verður standsett og rekin með hag neytenda að leiðarljósi.
Hjalti Tómasson, 13.3.2009 kl. 07:30
Hver er það sem skipar skiptastjóra?
Benedikta E, 13.3.2009 kl. 09:44
Þetta sýnir í hnotskurn það sem ég hef lengi haldið fram að útrásarvíkingarnir svokölluðu, sérstaklega Jón Ásgeir hafa allt kerfið í vösum sér. Ákæruvaldið, bankana, dómarastéttina, Fjármálaeftirlitið, lögfæðistofur og alla stjórnsýslu landsins. Við erum siðspillt og heimskt fokking bananalíðveldi og ekkert annað !
Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:52
Tekur þetta engan enda......
kær kveðja,
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:32
Þetta virðist bara vera í takt við allt annað. Íslenskt réttarkerfi er handónýtt.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.3.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.