11.3.2009 | 00:30
Leppar og Leynifélög 5 hluti
Kæru landar hér kemur
Leppar og Leynifélög 5 hluti
Skylduáhorf fyrir alla sem vilja sjá beinharðar sannanir fyrir vinnubrögðum auðmanna íslands við að sölsa undir sig fyrirtæki með blekkingum og fölsuðum gögnum gagnvart bönkum, kauphöllinni og íslenskum fjölmiðlum.
Um helgina birtust fréttir af 500.000.000.000 króna lánum til eigenda KB banka. Áður hefur komið fram að eigendur Glitnis banka skulda í einungis 3 fyrirtækjum sínum, þ.e. Baug Group, Stoðir hf. og Landic Property um 900.000.000.000 krónur. Morgunblaðið hefur birt fréttir af hundruðum eignarhaldsfélaga stofnuðum á Tortola eyju og öðrum skattaskjólum sem eru í eigu íslenskra auðmanna.
Eva Joly segir það algeran brandara að einungis 4 starfsmenn séu við störf við að rannsaka hrunið hjá hinum sérstaka saksóknara. Hvenær vaknar hin íslenska þjóð og krefst þess að menn verði leiddir út í járnum, eignir frystar og húsleitir gerðar til að komast yfir þessar hundruðir þúsundir milljóna sem þessir sjálfskipuðu viðskiptasnillingar hafa komið undan á erlenda bankareikninga ???
Hvar eru verkalýðsfélögin ?
Hvar eru launþegasamtökin ?
Hvar er ríkisvaldið ?
Framundan eru alþingiskosningar og seðlabankastjóri segir hundruði eignarhaldsfélaga tengjast háttsettum aðilum í samfélaginu einnig stjórnmálamönnum.
Eiga íslendingar virkilega að ganga til kosninga án þess að helstu ráðamenn þjóðarinnar geri hreint fyrir sínum dyrum ???
HVENÆR VAKNAR ÞESSI ÞJÓÐ ???
Eru menn virkilega hissa á því að íslenskt samfélag sé hrunið ?
Eins er hægt er að fræðast betur um málið á síðuni minni.
Hafið góða kvöldstund.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Sullenberger.
Þetta er rétt hjá þér.( Hvenær vaknar þessi þjóð ).
En það sem er að gerast hjá okkur (því miður) er allt á ljóshraða.
Vegna þess..... er röðin ekki rétt.... í öllum glundroðanum.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 03:02
ertu hissa èg flutti fyrir 15 àrum Bònus (veldid trøllreid øllu) og fòlkid tòk med opnum ørmum à mòti :er ekki bjargandi KOMID YKKUR ÙR LANDI. mafian situr eftir med verdlausar eignir:
esjus (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 08:52
Vilhjálmur Bjarnason heldur því fram að 43 einstaklingar standi á bak við þá uppþurrkun á fjármunum sem átt hefur sér stað. Það er í sjálfu sér ekki stórmál fyrir almenning að reikna út hverja hann á þar við. En hvernig er það Jón Gerald, væri ekki hluti af þessum mönnum þegar á bak við lás og slá ef við værum í USA, samanber Enron-málið ? Hér á landi hefur það ekki tíðkast hingað til að fangelsa og dæma hvítflibbalið ( jafnvel þó að sumir þeirra séu kallaðir götustrákar ) á meðan fólk er t.d. dæmt fyrir að hnuppla eins og einu kjötlæri eða svo í Bónus.
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:42
Ömurlegt. Sú staðreynd að þessir menn gangi enn lausir gefur í skyn að einhver eða einhverjir í stjórnkerfinu haldi verndarhendi yfir þessum mönnum. Það má vera að athafnir þessarar manna séu innan ramma núgildandi laga um fjármálafyrirtæki og laga um hlutafélög. En athafnir þessara manna gerðu landið gjaldþrota og þar með varða athafnir þeirra við almenn hegningarlög, kafla X um landráð. Sjá hér: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/500
Arinbjörn Kúld, 11.3.2009 kl. 10:22
Ekkert smá flott hjá þér!!!
Satt sem sagt er; "Jón sem getur allt" , taktu endurskoðun á þessum málum í þínar hendur og "ruslaðu" öllu út
ekki síðar en í "fyrragær"!!!
Kv
Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:18
Takk fyrir þessa snilld.
Annars langar mig að gerast svo framhleypinn að segja þér hvernig maður setur myndbönd beint inn á síðuna, ef þú fyrirgefur mér það. Má vel vera að þú kunnir það, en ég læt samt flakka.
1. Á Youtube síðunni, er svokallaður "embed" kóði í glugganum, hægra megin við myndbandið. Þú smellir á þann kóða, svo hann litast grár og copyerar hann (Ctrl-c)
2. Þú opnar gluggann með færslunni þinni í stjórnborði bloggsins. Smellir á texta efst í hægra horni færslugluggans, sem segir "Nota Html ham" Smellir svo inn í ´færslugluggann og staðsetur bendilinn, þar sem þú vilt að myndbandið komi í tengslum við textann, eða bara beint í fyrstu línu ef þú hefur ekki skrifað texta.
3. Þú peistar "embed" kóðann þar inn og smellir svo aftur á textann yfir hægra horninu, efst á glugganum, sem nú segir: "Nota grafískan ham". Við þetta breytist kóðinn í gulann ramma. Þú getur svo skrifað færsluna þína fyrir ofan og neðan, eftir hentugleikum. Ef þú hefur skrifað textann áður, þá kemur glugginn þar sem bendillinn var, þegar þú peistaðir.
$. vistaðu færsluna og þú ert með myndbandið á síðunni þinni eftir örskamma stund.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 12:52
3 stòrfjøldsyldur hafa EINNIG verid med ì glæpaleiknum à klakanum,fòlkid hefur nànast verid STAURBLINT.(hingad til)VERSLAR À SAMA STAD.GENGUR UM EINS OG BLINDIR S....R MEGI GUD OG GÆFAN HJàLPA TIL MED SKERID
ESJUS (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:54
Ég held að menn ættu að hinkra með blysför til Jóhönnu Sig til að fá hana í formennsku og fara heldur að Alþingi aftur með potta og pönnur og krefjast aðgerða strax og stækkun rannsóknarnefndarinnar, með erlenda sérfræðinga innanborðs. Jolie bauð þeim að benda á þá hæfustu. Nú verða þeir að taka hausinn út úr rassgatinu og láta allt annað liggja milli hluta í bili. Þessum mönnum verður að koma í grjótið strax og gera eignir þeirra upptækar.
Það er vert að þú takir syrpu á að birta hér öll myndböndin með skýringum.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 13:11
Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta þetta á minni síðu líka. Vona að þú hafir ekkert á móti því. Þetta þurfa sem flestir að sjá.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 13:15
Sæll Jón Steinar takk fyrir það já endilega setja þetta inn alstaðar þar sem þetta er fyrir alla að sjá ekki veitir að að fræða þjóðinna á öllu því sem hér hefur gengið á, mundu þetta eru ykkar peningar sem voru notaðir í þetta sukk og það er þjóðinn sem situr upp með reikninginn.
Jón Gerald Sullenberger, 11.3.2009 kl. 13:52
Baugur skuldar 148 milljarða umfram eignir samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur. Nokkuð ljóst að þarna var ,, götustrákum " hleypt í eftirlitslausa útrás. Skyldi þetta götustrákalið kunna að skammast sín í sínum lúxusvillum og snekkjum.
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:54
Ég myndi kjósa tig ef tú bydir tig fram til Forsaetisrádherra!
Verdum ad hreinsa til og uppraeta spillinguna!
Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:27
við sem höfum mætt á austurvöll 28 sinnum síðan í hruninu höfum verið með þessa kröfu uppi...
Óskar Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 14:38
Fyndið að nafn Pálmi í Fonds hefur næstum ekkert verið í umræðu hér í netheiminum, en sá maður er nú heldur betur búinn að "mata krókkinn á öllum þessum svikamyllum sem hann, Jón Ásgeir & Hannes hafa stundað síðustu ár". Pálmi skildi eftir sig "sviðna jörð eftir viðskipti sýn í Danmörku" mér persónulega finnst skipta miklu máli að honum sé BANNAÐ að stunda viðskipti í Evrópu. Ég sé ekkert nema "óheiðarleika þegar kemur að viðskiptum Pálma". Það verður spennandi að sjá allar upplýsingar sem upp koma í tengslum við svikamyllur vissra manna, þar mun nafn Pálma koma gríðarlega oft fram, eins og myndband þitt kemur aðeins inn á...
.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 11.3.2009 kl. 16:35
Pálmi og Hannes eru hinir verstu skúrkar og Jón Ásgeir einnig. Svik, lygar og féflettingar eru daglegt brauð fyrir þess glæpamenn.
Guðmundur Pétursson, 11.3.2009 kl. 21:52
Hvað er græðgi og veruleikafyrrtur dans Baugsfjólskyldunnar í kring um gullkálfinn búinn að kosta íslensku þjóðina ? Og já, ekki má gleyma þætti hins mjög svo gráðuga Pálma Haralds sem Jakob Þór nefnir hér að ofan. Og til að kóróna allt var svo sá aumasti og klaufskasti af þeim öllum, Hannes Smára með í svikamyllunni. Flestir virðast reyndar líta svo á að Pálmi og Smári hafi verið verkfæri í höndum Jóns Ásgeirs.
Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:21
En eitt skil ég ekki, afhverju ganga þessir menn lausir eins og ekkert hafi í skorist??
Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.3.2009 kl. 11:48
Samkvæmt þessari frétt http://www.visir.is/article/2009922713589 frá 7.mars hafa nú fyrirtæki riðið á vaðið og fryst eigur útrásarvíkinganna hér á landi.
Þeir byrja að sjálfsögðu á mestu svindlurunum.....skilvísum greiðanda úr hópi almennings sem leitar lífsviðurværis...
Baddi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.