8.3.2009 | 19:32
Til hamingju með daginn Silfur Egill.
Silfrið hans Egills í dag var enn aftur magnaður og hápunkturinn var auðvitað viðtalið við Evu Joly, rannsóknardómara. Eva talaði um frystingu eigna og haldlagningu þeirra og það STRAX hún minntist ekki á að það væri brot á mannréttindum enda allta annað væri brjálæði. Síðan sagði hún að ef almenningur fengi ekki að vita sannleikann og réttlætinu væri ekki fullnægt væri útilokað að sáttmáli samfélagins héldist við verðum að fá SANNLEIKANN UPP Á BORÐIÐ OG ÞAÐ StRAX. Í Lokin sagði hún að réttlæti væri grundvallaratriði fyrir fólkið í landinu okkar og til að búa í sátt sem þjóð væri sannleikurinn nauðsynlegur, traustið byggðist á þessu tvennu '' réttlæti og sannleika'' ÉG tók eftir því að hún minntist ekki einu orði á Davíð Oddsson hefði einhvað með þetta að gera.
Góða Kvöldstund.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þarna talaði einn af fremstu rannsóknarmönnum heims á þessu sviði. Hún sagði efnislega það sama og almenningur hefur verið að krefjast. Fólk hefur kannski verið í vafa um hvernig ætti að standa að svona rannsókn en hér er svarið komið.
Ég vona að stjórnmálamennirnir okkar hafi verið að horfa.
Hjalti Tómasson, 8.3.2009 kl. 19:37
stjórnmálamennirnir hafa pottþétt verið að horfa og munu samkvæmt venju ekki gera neitt í málinu...
Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 19:52
Við skulum biðja og vona...
Hjalti Tómasson, 8.3.2009 kl. 19:55
Að vísu sagði hún að slík rannsókn gæti tekið 5 -7 ár.
EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 21:28
hættum ad klaga førum ur landi
aaa (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:01
Alt à hausnum jà ùr landi
Muhamed aqhmed (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:35
Mér fannst nú viðtalið við verslunarmanninn ansi gott einnig, þar sem sýnir enn og aftur hverslags glæpasamtök þessir lífeyrissjóðir eru orðnir, heilar fjölskyldur búnar að planta sér niður á sjóðina, er ekki hægt að gera byltingu á þetta skítapakk.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 8.3.2009 kl. 22:47
Já, akkúrat Ægir.
EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:20
Og hvað svo?
Veit að orð eru til alls fyrst, en come on er ekki búið að tala nóg.........og kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum og verkin tala!
Silfrið gott eins og yfirleitt. en hvað svo?
kær kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:45
Enginn er syndlaus.
esjus (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 06:57
alt lagast med tìmanum andi djùft
aaa (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:52
Það er himinhrópandi þögn þessa dagana. Núna eru allir búnir að gleyma stóru orðunum frá því þegar ríkissaksóknari reyndi af veikum mætti að slást við Baug og þeirra lögfræðinga her. Þá töluðu menn um ofsóknir á hendur þessum ljúflingum, Jóni Ásgeiri og félögum. Þetta minnast menn ekki á núna og eingum dettur í hug að vðurkenna núna að eitthvað gæti hafa verið bogið við Baug.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 9.3.2009 kl. 12:52
Sæll Ólafur minn eins og ein góða kona sagði við mig ÞAÐ BER EKKI ALLT UPP Á SAMA DAGINN.
Jón Gerald Sullenberger, 9.3.2009 kl. 13:39
" -þegar ríkissaksóknari reyndi af veikum mætt að slást við Baug og þeirra lögfræðinga her"
Já, Ólafur, það er lýsandi dæmi um það sem EVA JOLY sagði í SILFRI EGILS um erfiðleika saksóknara og dómara oft í efnahagsbrotamálum gegn svikurum og lögmannaher þeirra. En líkl. sástu þáttinn. Kannski 1 - 3 saksóknarar gegn her kannsi 60 lögmanna!?! Það er voðalegt að vita. Og efla þarf kannski stórlega efnahagsbrotadeild ríkissaksóknara?
EE elle (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.