21.2.2009 | 13:44
Á að nauðga íslensku þjóðinni eina ferðina enn.
Eftir lestur frétta undanfarna daga verður maður alltaf meira og meira gáttaður á því sem gerst hefur hér á landi. Hér hafa örfáir einstaklinga keyrt allt í þrot og finnst ekkert af því sem þeir hafa framkvæmt koma sér við eða bera á því nokkra ábyrgð. Það ótrúlega við þetta allt saman er að þeir ganga enn allir lausir og með allt það sem þeir hafa stolið úr íslenska bankakerfinu eins og ekkert hafi gerst. Nú er svo komið að ríkisstjórnin er farin frá og ný komin í staðinn en hún var búin til af forseta ykkar, hurðaopnara fjárglæframanna og klappstýru auðdónanna, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann situr enn á Bessastöðum með 32% atkvæði þjóðarinnar á bak við sig og sendir frá sér skilaboð út í heim þar sem menn standa á öndinni yfir orðum hans og hrista höfuðið, er hann ekki í standi þessi maður. En þetta er allt saman einhver miskilningur, segir hann svo aftur og aftur. Er ekki málið að pakka niður og koma sér til London þeir eru þar allir vinir þínir fjárglæframennirnir sem settu hér allt á hliðina.
Mér blöskrar að sú ríkisstjórn, sem nú situr og var ekki kosin af fólkinu heldur búin til af forseta ykkar, klappstýru auðdónanna, ætlar að taka allt vald í sínar hendur og svipta Alþingi því hlutverki að vera stjórnarskrárgjafi. Þessi nýja ríkisstjórn hyggst gera róttækar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en ætti umfram allt að umgangst hana af virðingu. Ég vona að þjóðin sé að átta sig á því hvað er að gerast fyrir framan nefið á henni.Annað sem þessi umboðslausa ríkisstjórn stendur nú fyrir, í skjóli valdsins sem forseti ykkar, klappstýra auðdónanna, veitti þeim eru hreinsanirnar í Seðlabanka Ísland. Það gengur svo mikið á að koma einum manni út út bankanum að annað eins hefur ekki sést. Er ekki betra að draga dúpt andann og vanda vinnu sína? Ekkert gott mun leiða af þessu offorsi.
Ekki láta glepjast af þeim áróðri sem gengið hefur yfir landið eins og versta pest í boði Baugsmiðlanna og ástkæru vina þeirra, Samfykingarinnar, sem bar alla ábyrgð á bankamálum landsmanna síðastliðin ár og því meigum við ekki gleyma.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú meira djöfuls ruglið alltaf í þér með forsetann. Það er mikil afbökun á sannleikanum að segja að Ólafur hafi búið þessa ríkisstjórn til. Þessi ríkisstjórn styðst við meirhluta þingmanna hvað sem hver segir. Ríkisstjórnin ykkar Davíðs hafði ekki lengur þingmeirihluta, það var ljóst. Hún var líka gersamlega rúin trausti þjóðarinnar.
Sumir mala og mala
minnst þeir hafa að segja.
Menn sem mikið tala
mættu stundum þegja
ók höf.
kv sig haf
sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 14:23
Bíddu við Sigurður af hverju ertu að tala um okkar ríkisstjórn sú sem var á undan var ekki mín ríkisstjórn enda hef ég ekki kosið neinn flokk. Ég er ekki að taka upp hanskana fyrir þeirri fyrri enda var hún rúin öllu trauti. Hér hefði átt að setja á Þjóðstjórn og að strax og með öllum flokkum og fagfólki sem kann að taka á þeim málum sem við erum að glíma við í dag. Og þetta síðasta komment þitt lýsir kunnáttuleisi og barnaskap í þinn garð, líttu frekar í eigin barm.
Kv Jón Gerald
Jón Gerald Sullenberger, 21.2.2009 kl. 14:50
Þú segir "Ekki láta glepjast af þeim áróðri sem gengið hefur yfir landið eins og versta pest í boði Baugsmiðlanna og ástkæru vina þeirra, Samfykingarinnar, sem bar alla ábyrgð á bankamálum landsmanna síðastliðin ár og því meigum við ekki gleyma."
Þetta segiru í framhaldi af því sem þú segir um Seðlabankann o.fl. þar á undan.
Þarna ertu, geri ég ráð fyrir, að tala um þau mótmæli sem staðið hafa yfir í landinu.
Ertu ekki í töluverðri mótsögn við sjálfan þig þegar þú segir þetta, ég man ekki betur en svo að þú hafir sjálfur staðið á götum úti og tekið þátt í mótmælum og stutt þau í viðtali í fjölmiðlum.
Jón Aðalsteinn Norðfjörð (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:04
Minni þig á að Samfylkingin fór ekki í ríkisstjórn fyrr en í júní 2007 það er því ekki rétt að segja:
Samfylking var ekki búin að vera nema rúmt ár í ríkisstjórn þegar að hrunið varð.
Eins held ég að fremur en að kenna Ólafi forseta um þessa stjórn þá ættir þú að tala við Raddir fólksins sem vildu ríkisstjórnina frá, og framsókn sem bauð upp á að styðja minnihlutastjórn Vg og Samfylkingar í janúar og er í raun það sem gerði útslagið.
Og eins þá er þessi ríkisstjórn alveg jafn mikið kosin af fólkinu í landinu og allar aðrar ríkisstjórnir. Hér hafa alltaf verið samsteypustjórnir, aldrei einn flokkur verið við stjórn. Og þó núna sé hún í minnihluta þá nýtur hún stuðning framsóknar. Og framsókn var flokkurinn sem stjórnaði bankamálum og reglum og lögum sem að Baugur nýtti sér til að ná þeim völdum sem hann hafði hér. Þannig að þú ættir kannski að snúa þér að þeim sem fórum með banka- og viðskiptamál hér í 12 ár frá 1994 til 2007.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2009 kl. 23:13
BANANALÝÐVELDIÐ ÍSLAND,eigendur þessa lands eru örfáar samtengdar klíkur ofverndaðra glæpamanna,þeir hafa leyfi til að gera það sem að þeim þóknast,því að fógetin í Svörtuloftum leyfir þeim það.En dag einn byrtist fjöldskylda sem pirraði Fógetan í Svörtuloftum,einkennismerki fjöldskyldunnar sem var að pirra fógetan var SVÍN,það hljóp illilega í Fógetan að sjá SVÍN sem einkennismerki,því hann leit sjálfur út einsog svín,og fannst honum þarna vera mynd af sjálfum sér.Svínamerkisfjöldskyldan byrjaði að hrella Fógetan,hann vildi allsekki að einhver annar en hann fengi athygli þjóðar sinnar.Fógetinn var fljótur að kalla saman hirð sína,enda er hún sem límd við hann allan sólarhringin.Fógetin hafði útverði á hinum ýmsustu stöðum,hæstarétti,lögreglunni,undirheimunum,líkamsræktarstöðum,bönkum,ritstjórum,blaðamönnum,ekki blaðamönnum,pylsubörum,matvörubúðum,framkvæmdastjórum,ráðherrum,áður ráðherrum,forseta Alþingis,þingmönnum,landhelgisgæslunni,forstjórum,oligörkum,hirðfíflum,olíufyrirtækiseigendum,snápum,og liðleskjum.Fógetinn hafði útvegað allri þessari hirð störfum þarna og þarna vildi hann hafa þetta lið sitt .frh síðar.
Númi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:20
Sæll Jón.
Skrif sumra hérna eru því miður sorglegt dæmi um forheimsku þessarar þjóðar. Það að t.d. Sigurður skuli lesa það út úr skrifum þínum að þú sér Davíðs maður, og afstaða þín því tengd afstöðu þinni til Sjálfstæðisflokksins, ber vott um lesblindu mannsins á innihald skrifa þinna.
Það er því miður sorgleg staðreynd að stór hluti þjóðarinnar getur ekki tekist á við hagsmunaspillinguna hér á landi vegna pólitísks rétttrúnaðar, hvort sem er til hægri eða vinstri. Þetta er að mörgu leiti uppeldislegt dæmi og ræðst af því hvernig fólki er kennt, strax í barnæsku, að lesa í skrif annara út frá pólitískum þegnskap. Í þeim anda eru sum viðbrögðin hér við skrifum þínum skiljanleg, en jafnframt dapurleg.
Það er klárt að klaufsk ummæli Ólafs Ragnars eru dapurt vitni um vanhæfni íslenskra framámanna til þess að tjá sig svo vel skiljist á erlendri grundu. Maður spyr sig orðið, hver sé hæfni leiðtoga okkar til að tjá sig á erlendu tungumáli þegar aftur og aftur koma upp mál af þessum toga. Ólafur getur ekki alltaf falið sig á bak við það að um miskilning sé að ræða, eða að orð hans hafi verið tekin úr samhengi o.s.frv. Þetta er orðið pínlegt, og ef hann heldur áfram að afsaka sig svona og jafnframt trúa því að við skiljum þetta alveg, þá er hann bara að spila á einfeldni þeirra sem trúa honum.
Ólafur er að mínum mati í álíka djúpum skít og fyrri ríkisstjórn. Hans orð vega þungt á vorgaskálunum og hann hefur glutrað of mikilli vitleysu út úr sér út yfir alþjóðasamfélagið svo ásættanlegt sé. Hann er að skaða okkur álíka mikið og maðurinn með Napoleon heilkennið í seðlabankanum. Ólafur á því að víkja eins og fyrri ríkisstjórn.
Við höfum gert gys að Bush fyrrum forseta Bandaríkjanna vegna klaufsk orðavals hans. Við eigum okkar vitleysinga á þessu sviði líka. Eitt slíkt fíflið dvelur nú á Bessastöðum, annað er fyrrum forsætisráðherra, Geir Haarde, þriðja fíflið er Ingibjörg Sólrún og svona má lengi telja því listinn okkar er langur á þessu sviði.
Í efnahagsuppgangi elítunnar (ekki okkar) tóku fyrverandi og núverandi ráðamenn sér stöðu með útrásarvíkingunum og bankaræningjunum. Í efnahagshruninu tóku líka stöðu með þessu glæpahyski. Bæði Geir, Ingibjörg og fl. ásamt Pétri Blöndal (fóstra Bjarna Ármanns....stráksins með eldspíturnar), tóku sér stöðu með þessu glæpahyski. Þau gerðu það með því hafa það á orði að við skyldum ekki leita sökudólga í þessu mesta peningaráni íslensks samfélags fyrr og síðar.
Þannig voru það bæði Geir og Ingibjörg sem strax stigu fram í aðdraganda bankahrunsins og vörðu útrásarvíkingana með heimskulegu orðavali sínu. Það voru þau sem vildu ekki sakbenda þá en settu þá, þess í stað, alla þjóðina á sakamanabekk frami fyrir alþjóðasamfélaginu. Þetta er ástæða þess alþjóða samfélagið treystir okkur ekki lengur. Þetta er ástæða þess að reiði almennings hefur beinst gegn stjórnmálaleiðtogum okkar og fyrri ríkisstjórn en ekki útrásarvíkingunum. Þetta er dapurleg staðreynd, en svona er það nú samt. Staðreyndin er nefnilega sú að gullfiskaminni þjóðarinnar nær ekki lengra en dynjandi áróðurinn hverju sinni.
Eftir að hafa farið á mótmælafundinn í Háksólabíói síðastliðinn mánudag, þá á ég ekki von á að núverandi ríkisstjórn aðhafist mikið í þessum málum. Nýji dómsmálaráðherran er slík skelfileg gufa að engu tali tekur. Þetta er svo mikil kerfidsula þessi kerling að hún hefði sómt sér vel í ríkisstjórn Geirs og Sollu, þeirri ríkisstjórn sem ekki ætlaði að sakast við neinn þeirra glæpamanna sem rændu samfélagið.
Nú þingræðið er fasísk tík, það spyr ekki um vilja þjóðarinnar, heldur makkar með völdin á bak við tjöldin. Þess vegan fáum við alltaf yfir okkur ríkisstjórn sem að lokum reynist pólitísk óværa á samfélaginu. Það sem gerist þegar ríkisstjórn í þingræðisríki hrekkst frá, er að önnur óværa verður til í staðinn, þetta er af sumum kallað ráðherraræði.
Mín skoðun er sú að það eigi að kalla alla þá sem leiddu samfélagið í þrot í yfirheirslu og gefa þeim réttarstöðu grunaðra. Þetta á að vera forgangsverkefni því þessir menn vinna álíka hratt með það að eyða slóð sinni og það hvað þeir störfuðu af miklum eldmóð við að koma ár sinni fyrir borð.
DanTh (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 00:15
Góður og sannur pistill! Takk fyrir það.
Algjör snilld Dan Th. og Númi!
Sigurður j hafberg IP og Magnús Helgi Björgvinsson segi ég bara: "no komments" og er ég ekki þekktur fyrir að láta ekki ýmislegt flakka á bloggi hjá mér alla vega.
Jón Gerald er alla vega með skilning á heildarmyndinni, enn skoðar ekki fjármál og pólitík í gegnum "rör" eins og sumir....
Óskar Arnórsson, 22.2.2009 kl. 02:19
Leyfið mér bara að minna á að þeir sem vilja nýjan forseta geta staðfest vilja sinn á Facebook undir group "NÝJAN FORSETA".
ErrErrErr
Raskolnikof (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:07
Scumdog millioner er rétta orðið yfir þessa kalla!!!
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.