20.2.2009 | 13:02
Sjónhverfing í Héraðsdómi Reykjavíkur í boði Baugs.
Það er ótrúlegt að lesa Morgunblaðið í morgun um þann málflutning sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var verið að fara yfir kaupin og söluna á bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Hér eru starfsmenn Baugs og nánir félagar Jóni Ásgeir Jóhannessyni í FL Group og Glitni á ferð eina ferðina enn að snýta þjóðinni, þeir Stefán Hilmarsson fyrr um endurskoðanda hjá KPMG sem sá um öll bókhaldsmál Baugs þar á bæ og fyrirtækjum tendum þeim og sem nú starfar sem fjármálastjóri Baugs Group og sérstakur aðstoðarmaður forstjóra Baugs Group í dag , Pámi Haraldsson í Fons og einn eiganda FL Group og Baugs Group og svo má lengi telja, Magnús Ármann einn eiganda FL Group og stjórnarmann í því félagi, Sigurður G. Gujónsson lögmann og náin vin þessara fjárglæframanna og svo Karl Georg lögmann og einn besta vin Magnúsar Ármans tala um að þeir vissu ekki hver var að kaupa og hver var að selja bréfin í Sparisjóðinum og á hvaða gengi þeir voru að kaupa eða selja þessi bréf. Bíddu við hvaðan komu peningarnir fyrir þessum gjörning? Jú frá A - Holding í Lux og hver átti A - Holding ? Gæti það verið Baugur og Jón Ásgeir Jóhannesson? BINGO mikið rétt. En svona gerast kaupin á Eyrini þó þessir háu herrar reyna að telja okkur hin um annað. En þetta kalla ég Sjónhverfingu eins og hún gerist best.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Athugasemdir
Gæti verið að hirðdómari Jóns Ásgeirs og Baugs, Arngrímur Ísberg standi vaktina fyrir stórvini sína?
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:32
Já Jón minn. Svona er þetta á Íslandi. Þar er ekkert viðskiptasiðferði til því viðskiptajöfrarnir hafa bannað alla umræðu um siðferði. Slík umræða hefur verið hallærisleg í mörg herrans ár á eyjunni góðu.
Nú eru þessir vesalingar sem létu berja sig til hlýðni og töpuðu síðan bæði peningum og atvinnu lagðir á flótta til vingjarnlegri samfélaga eins og hjá okkur í Noregi. Mér skilst að um 5000 Íslendingar séu á leið til "gamla landsins" þar sem fyrir voru um 4800 stykki af þessum gamla stofni.
Hef þó ekki heyrt að Jón Ásgeir ætli sér að leita hælis í ríki Haraldar þrátt fyrir að útrásarvíkingurinn standi höllum fæti á Íslandi.
Dunni, 20.2.2009 kl. 17:35
Eða var nafn Baugsdómarans Arngrímur Ísberg?
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 18:14
þarf að fara að berja potta og pönnur fyrir utan dómstólana.
L.S. (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 02:37
Nákvælega rétt! Hlakka til að hitta einn af ofangreindum mönnum í réttarsal og þar verður tekin upp mál sem ekki hafa komið fram hingað til. Smá dæmi um ofangreina:
NÝ KYNSLÓÐ viðskiptamanna; siðblindir (Psychopatar: kallað í réttarkerfinu geðvilla) spretta upp í viðskiptalífinu víða um heim ef marka má grein í viðskiptablaðinu "Fast Company". Greinin heitir "Is your Boss a Psychopath?" Þar er vitnað í 71 árs gamlan prófessor við UBC háskólann í Vancouver Kanada, Robert Hare. Hann er þekktur glæpasálfræðingur og hefur stundað rannsóknir á nýjum tegundum glæpa, viðskiptaglæpum. Hare hefur unnið náið með FBI og lýsir hann forstjórum á borð við Enron og World Com, hinum dæmdu, Bernard Ebbers og Andrew Fastow, sem siðblindum, kaldrifjuðum einstaklingum. "Þeim er nákvæmlega sama um tilfinningar annarra, jafnvel eigin félaga og "vini". Í þessum mönnum finnst hvorki sektarkennd né eftirsjá. Þeir sjá ekki sársaukann sem að þeir hafa valdið öðru fólki og sjá ekki að þrátt fyrir að einstaklingar missi aleiguna hafi það haft eitthvað með siðleysi þeirra sjálfra að gera." Siðblindir raða svo öðrum "veikum" einstaklingum svo sem starfsmönnum, eiginkonum og kærustum í kringum sig. Alltaf er það fólk með lágt sjálfsmat. "Fólk á að haga sér vel og af virðingu gagnvart þeim. Leikarahæfileikar þeirra eru einstakir og þeir hrífa okkur með sér til þess eins að hafa okkur að leiksoppum," segir Hare, "þeir eru nefnilega svo "likable", Psycopatarnir! Þeir setja upp grímur og laða að sér fólk eins og í dáleiðslu. Þeir eru hjartalausir tækifærissinnar sem eins og listamenn laða fram myndir sem eiga sér enga stoð í raunveruleika heilbrigðs fólks. Þeim leiðast rútínur, þurfa stanslausa örvun og að eignast fleiri fyrirtæki, tæki og tól sem koma þeim hraðar en öllum öðrum á toppinn. Tilgangurinn er annar en okkur virðist í fyrstu nefnilega sá að ganga frá öðrum í leiknum, að sigra "leikinn"! Siðleysinginn er nefnilega ekki í viðskiptum, hann er í leik!! Mesta nautnin er að ná valdi á öðru fólki, oft til þess eins að svívirða það síðar. Það er nautn fyrir þá að niðurlægja annað fólk, jafnvel þá sem að þeir þykjast elska. Þeir elska ekki, en þrífast á illskunni og hatrinu í sjálfum sér. Hare skilgreinir nýja kynslóð manna í viðskiptaumhverfi 21. aldarinnar. "Þeir eru snöggir, njóta oft almenningshylli en búa yfir eyðandi, rótlausum, samviskulausum, siðlausum eiginleikum sem koma þeim áfram í viðskiptum." Lygar, bakstungur, svik, undirförli, kvenfyrirlitning, sjálfhverfa og illska hafa engar merkingar í þeirra hugarheimi aðrar en þær að komast áfram á toppinn og eignast meira og ná lengra í viðskiptum. Þeir kaupa starfsmenn og konur og eru samkvæmt uppskriftinni, "Fast Company" mjög áhrifamiklir í því... þeir ná gríðarlegum árangri í að sannfæra hinn auðmjúka lýð um að þeir séu snillingar, að þeim sé treystandi og að þeir vinni af góðmennsku, en ekki græðgi."Undirlægjurnar:
Lögfræðingar, endurskoðendur, forstjórar og dómarar sem og stjórnarformenn, stjórnir og fjölmiðlamenn leggjast undir siðblindingjana eins og auðmjúkir þjónar.
Það reynir verulega á samfélags- og siðferðisþroska þeirra sem ákveða að vinna fyrir, búa með eða giftast slíkum mönnum.
Martha Stout sálfræðingur hjá Harvard Medical School sem rannsakað hefur útmörk mannlegrar hegðunar segir að það sé frísku fólki ekki tamt að trúa að til séu menn svona langt frá því sem heilbrigður maður kallar að vera "góð manneskja". Að einhver geti villt svona á sér heimildir, verið svona "illræmdur" en samt verið opinberlega virtur er óhugsandi frísku fólki. Það hreinlega getur ekki skilið svona hugarástand hjá fólki sem er innrætt á þennan máta Spennan og leikurinn hjá siðleysingjanum snýst um ánægjuna yfir því að særa og skemma fyrir öðrum. Þar til flett er ofan af þeim. Og það er ekki létt. Hann notar fyrirtækið sem tæki til þess að mata sjúkdóminn en hefur sjaldnast hagsmuni fyrirtækisins sjálfs í huga, né saklausra hlutabréfaeiganda þess. Það skiptir ekkert annað máli en "illmennið" í honum sjálfum sem öskrar á spennu og meiri viðskiptasigra. "Láttu ekki hól og smjaður þeirra virka djúpt á þig! Þeir eru að leika á þig. Þegar þeir setja á þig titil (svo sem framkvæmdastjóri, vaktstjóri, grænmetisyfirmaður, sölustjóri, fjármálastjóri, símastjóri eða bílstjóri) láttu það ekki á þig fá það er engin innistæða önnur en sú að þú þrælir þér út fyrir þá áfram. Ef vald þeirra gengur út yfir það sem þér finnst heilbrigt, forðaðu þér. Taktu aldrei þátt í að mata sjálfhverfu og illsku siðleysingjans. Ef þú óttast manninn, ekki rugla því saman við virðingu! Komdu í veg fyrir persónulegt heilsufarstjón og forðaðu þér en mundu að hann (psychopatinn) mun aldrei þola að sjá að þér líði vel hafir þú sýnt þann styrk að yfirgefa hann eða fyrirtækið. Hann mun gera allt til þess að rústa mannorði þínu," segir Martha. Svona menn eru víða í viðskiptalífinu. Þú vinnur jafnvel fyrir þá eða ert svo óheppin að vera gift einum. Börn alkóhólista þurfa að vera sérstaklega á varðbergi því sjálfsmat þeirra er oft á tíðum brenglað.Dæmt fólk eða ólánsfólk leitar að upphefð hjá svona psychopötum vegna eigin vanmáttar. Er þeim oft mútað með peningum, þeir kalla bara mútur öðrum nöfnum.
Psychopatar virka svo góðir og klárir og með því að drepa samkeppnina og stela og svíkja verða þeir oft efnamiklir. Þeir eru öflugstu rándýr viðskiptanna.Þeir óttast ekkert, og drepa hiklaust þann sem ógnar þeim á enhvern hátt. Ekki sjálfir, þeir kaupa "verktaka" til þess.
Sem dæmi um kalrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma sögunnar. Rockefeller opinberaði sjúklegt ástand sitt með orðunum: "God gave me my money."! Það er einnig hægt að mæla með nákvæmari hætti ákeðinna manna innan Baugsmanna, og það eru líka til aðferðir að stilla þeim upp við vegg og láta þá skila öllu þýfi.Aðferðirnar sem hægt er að nota ætla ég ekki að fara inn á hér. Hef unnið við glæpamál í 25 ár í Svíþjóð og fanga bæði utan og innan fangelsa. Ég hef alltaf lifað þannig lífi að ég engu að tapa. Ég veit ekkert um viðskipti, aldrei átt hlutabréf.
Er stríðsmaður í eðli mínu og vonast eftir einvígi við einn þeirra sem nefndur er í greininnu sem mun hafa áhrif eins og "hringarnir" á vatninu þegar steini er kasta í vatn.
Ég veit að grimmd þessarra margra þessarra manna er miklu meiri enn nokkurtíma hefur komið fram í allri umfjöllun í Baugsmálinu.
Takk fyrir góðan pistil og þú átt heiður skilið fyrir að koma þessu Baugsmáli af stað.
kv,
Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 07:42
Dunni, ég ætla bara rétt að vona að Jón Ásgeir og hans lið fái ekki landvistarleyfi í Noregi, fari þeir þangað. Verst þykir mér að við séum enn að versla við hann og Bónus ´´ lágvöruverslunina ´´ Ég skammast mín í dag að vera íslendingur á kostnað þessara fjárglæframanna. Það á að taka alla þessa menn og dæma þá, fyrir það að vera búnir að rústa öllu hér á landi. Börnin mín og barnabörn og ykkar, fá að súpa seyðið heldur betur af því á komandi árum. Helvíti hart að eiga varla fyrir salti í grautinn sinn í dag, á meðan leika þeir sér þessir menn, og munu halda áfram að leika sér.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 21.2.2009 kl. 10:44
Óskar hvar fékkstu þessa umfjöllun eða grein ?
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 21.2.2009 kl. 10:47
Við eigum EKKI að greiða skuldir óreiðumanna. Punktur.
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 21.2.2009 kl. 11:36
Sæll Óskar flott færsla hjá þér og allt sem í henni er er sár sannleikur um okkar íslenska samfélag.
Má ég senda hann á eyjuna til birtingar.
Kveðja Jón Gerald
Jón Gerald Sullenberger, 21.2.2009 kl. 14:01
Guðbjörg: Ég tók hana að megninu til frá einhverjum sem hafði þýtthana á íslensu úr Viðskiptablaðinu í YSA "Fast Company". Ao heimfærði hana lítillega upp á "viðskpti" líka. Svo hluti hennar er kominn frá mér.
Á reyndar fullt af svona pistlum á sænsku. Er bara staddur erlendis og er ekki með þær handbærar. Svo tók ég úr henni sumt sem passar ekki á Íslandi. USA tekur öðruvísi á málum enn Íslendingar.
Þú getur gerst áskrfandi af blaðinu "Fast Company" ef þú hefur áhuga.
Þar eru t.d. góðar greinar um "Conartista" og hvernig þeirra hugarástand virkar. "Con=svindlari - Artist=Listamaður" þ.e. Listamaður sem notar gáfur og eiginleika sína neikvætt.
Svo var ég 1 ár (eina önn) í Háskólanum í Uppsala í Sálfræði. Enn venjuleg sálfræði er bara of bitlaus á það sem ég var að vinna í.
Er sjálfur Psykoþerapisti sem er viðurkennd í öllum Norðurlöndum, nema á Íslandi. Búin að búa í Svíþjóð síðan 1988 og vann við svona mál þar.
Kom til Ísland vegna móður minnar og flutti tilbaka þegar hún dó. T.d. er Petur Blöndal þingmaður týpiskur "Conartist" enn öll hans svindl við stofnun Kaupþings eru fyrnd. Ætlaði í mál við hann, enn engin lögfræðingur vildi taka að sér málið.
Það eina sem stóð mér fyrir þrifum að ég tók aldrei Evrópuréttindi sem Psykóþerapisti var lelég kunnátta mín á skrifuðu máli á ensku, sem ég tala alveg 100%. Nennti ekki að læra meira, enda með stóra fjölskyldu, 6 börn og konu.
Missti reyndar þá fjölskyldu vegna vinnu minnar og áhættufíknar minnar við að taka að mér hættuleg verkefni. Skil f.v. konu mína mjög vel. Það er engri fjölskyldu bjóðandi að vinna svona vinnu. Hélt að ég væri að vinna fyrir fjölskyldunna, enn sjórnaðist af áhættufíkn við að eiga við vopnaða glæpamenn.
Var bara í afneitun á þessa áhættufíkn mína og lenti nokkrum sinum í skotbardögum við þá og fjölskyldunni var hótað. Það var þá sem mín f.v. fékk sig fullsadda. Fékk mér "hobby" sem slönguveiðimaður og er á veiðum einmitt núna í Asíu, þar sem er nóg af þeim.
Svo er til mjög góð bók, sem ég las á ensku, enn held að sé til á Íslensku. Hún heitir "Games People Play" og lýsir þessu mjög vel. Þér er velkomið að spyrja eins og þú vilt. Ég svara eftir eftir bestu getu.
Tek undir orð Elínóru og þíns komments. Ísland á í höggi við siðblinda menn á kókaíni og það virðist vera eitthvað "tabú" að tengja þessa hluti saman.
Vonandi skýrir þetta eitthvað út fyrir þér Guðbjörg.
Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 14:31
Sæll Sullenberg.
Já, þú mátt nota allt sem ég hef skrifað. Og ef þig þig vantar meira er bara að spyrja.
Ég þekki þessa "lygaþvælu-taktík" þeirra út og inn. Og kann að mæta henni líka.
Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 14:44
É ég að kalla þig Jún Gerald? Er smá "ryðgaður" í íslensku enn. Veit varla hvernig á að ávarpa fólk fólk lengur á Íslandi..sorry ;)
Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.