19.2.2009 | 14:22
Kaupþing með handveð í Högum.
Getur verið að enn einn snúningur hafi verið tekin á þjóðinni ? Það kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag að um mitt árið 2008 hafi þessir snillingar hjá Baugi stofnað enn eitt fyrirtækið í vibót við öll hin sem þeir eiga en það heitir víst 1998 ehf ( hverning ætli póstkassinn á Túngötu 6 lítur út). Þetta nýja fyrirtæki á að hafa fengið lán frá Hreiðari Má og Sigurði Einarsyni persónulegum vinum sínum í Kaupþing banka. Lán þetta var gefið gegn handveði í Högum og á firsta greiðslan ekki að fara fram fyrr en eftir 2 ár. Jóhannes Jónsson hefur stafest það opinberlega að þetta félag er ekki í vanskilum enda ekkert skrítið, það hefur ekki borgað neitt og þarf ekki að borga neitt fyrr en eftir 2 ár. Eru menn ekki heppnir að eiga svona vini ? Þeir geta núna rekið fyrirtækið sitt í 2 ár án þess að þurfa að borga eina krónu í greiðslu fyrir þessi lán, semsagt haldið áfram að ryksuga fé af almenning og stungið þeim í vasann. Nú spyr sá sem ekki veit hvaða fyrirtæki á Íslandi geta farið inn í bankakerfið og gengið út með háar fjárhæðir án þessa að þurfa að greiða fyrir það eina krónu fyr en eftir tvö ár ? Og hver á svo að borga af þessum lánum ef þeir missa þetta út úr höndum sér? Ætli þetta lendir ekki líka á þjóðinni og ekki meigum við gleima því að í hvert skipti sem þú verslar í Bónus þá fara auranir í vasa þeirra feðga en ekki til endurgreiðslu þessara lána sem þeir fengu fyrir 8 mánuðum úr Kaupþing Banka. Það er ekkert skrítið að Jóhannes Jónsson og fjölskylda geti verið á skíðum í Frönsku Ölpunum þessa dagana en á meðan logar allt hér heima.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Athugasemdir
Sagan segir að Landsbankinn hafi lánað JÁ 3000 milljónir til að kaupa sér þak yfir höfuðið í New York, enda miklu skemmtilegra að gista í fallegri íbúð en á einhverju hóteli, þá sjaldan maður þarf að skreppa vestur um haf. Maður hefur á tilfinningunni að bankakerfið okkar hafi haft sérstakt dálæti á JÁ, enda afburðasnjall fjármálamaður. Fjölmörg 100% lán til að kaupa upp hálfa Evrópu var síst of mikið fyrir snillinginn. Þegar saman fara snilldin og pottþétt veð í fallegum pappírum er ekki hægt að segja NEI við JÁ. Þetta skildu framsýnir bankastjórar öðrum mönnum betur.
Björn Birgisson, 19.2.2009 kl. 14:46
Sæll Árni Karl ég er að vinna á fullu í að opna búðina en þetta tekur allt frekar langan tíma þó sérstaklega fjármögnunin en vonadi fer þetta allt að koma hjá mér.
Kv Jón Gerald.
Jón Gerald Sullenberger, 19.2.2009 kl. 15:24
Það líður ekki sá dagur að stórkostlegar fréttir berist af afrekum snillinganna. Frekar lákúrulegt.
Arinbjörn Kúld, 19.2.2009 kl. 16:25
Eru forsetahjónin kannski á skíðum með þeim?
Maður fær velgju og græn útbrot!
Bíð spenntur eftir nýju versluninni!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:12
Lét mér bara detta í hug að einhver væri að þvælast fyrir þér við að fjármagna dæmið. Kæmi manni ekki á óvart eftir allt ógeðið sem upp á borð almennings hefur dúkkað.
Mun koma fyrstur til þín að versla.
Sigurður Sigurðsson, 19.2.2009 kl. 18:10
Sæll Jón ég er ánægður með þitt framtak,vildi óska að ég gæti aðstoðað þig fjárhagslega til að opna verslunina...en atvinnuleysisbæturnar bjóða bara ekki uppá það. En maður spyr sig hvort þessar mannleysur sem komu okkar fé og sparifé ótal evrópubúa undan á e-r helvítis skattaparadísar og eyddu afgöngunum í Gumball 3000 og að láta Elton John spila afmælissönginn fyrir sig osfrv. haldi virkilega að þeir eigi eftir að getað gengið um sömu götur og við hin hér framvegis? Þar til þeir skila þessu féi til baka með e-m hætti þá munu þeir vera réttdræpir í margra augum og þ.m.t. mínum eigin. Þeir munu þurfa að ganga hér um lítandi um öxl og í allar áttir eins og þjófarnir sem þeir eru. Heyrði í dag að Lalli littli Welding sé að breyta nafninu sínu hehe.
Siggi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:36
Voru Kaupþing - og Baugsmenn ekki bara með það á tæru að bankinn og kerfið myndi aldrei lifa þessi 2 ár?
En Jón ertu nokkuð búinn að ráð á lyftarann?
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:39
Jón Mr.
Ekki láta smávöru klíkuna á íslandi buga þig í vinnunni að matvöruverslun! Okkur vantar aðföng frá erlendum heildsölum og láta batteríið ganga á gömlum og góðum gildum, sviðað og Fjarðarkaup hefur gert í mörg ár. Dæmi: Ef þú selur Mr. Sullenberger Egils Appelsín þá fer allt Pepsi úr hillum Bónus...skilið!
Það þarf að vanda þessa vinnu! Best væri að fá WALL MART eða aðra Evrópu risa inn til okkar.
Maður verður síðan æfur að heyra að Bónus veldið sé að skála á meðan ég sit atvinnulaus með erlent lán í íbúðinni sem er að gera mig gjaldþrota, bara vegna þessara manna.....brjálaður!!!
Haraldur Haraldsson, 19.2.2009 kl. 22:04
Bíð spennt eftir búðinni þinni , þangað til verð ég að versla í Bónus, það er ódýrast þessa stundina
( því mig munar um hverja krónu ) Krónan er bara orðið ein OKURBÚLLA ! ...... annars alveg ágætis búð þannig.
Heiður (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.