Kastljós, miðvikudaginn 11. febrúar 2009

Þeir sem mistu af Kastljósi í kvöld ættu að fara inn á www.ruv.is og horfa á Þóru Arnórsdóttir tala við Mats Josefsson, formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins. Þar staðfesti hann svo ekki um munar hverjir bera ábyrgð á þessu banka hruni, en að sjálfsögðu eru það stjórnarmenn og forstjórar íslensku bankana og eingin annar.Hvar er Sigurður Einarsson ?Hvar er Hreiðar Már Sigurðsson ?Hvar er Bjarni Ármansson ?Hvar er Lárus Welding ?Hvar er Sigurjón Þ Árnason ?Hvar er Halldór J. Kristjánsson ?Hvar er Ólafur Ólafsson ?það mætti halda að allir þessu háu herrar hafi dottið af jarðkringluni okkar. Ég auglýsi hér með þeim sem geta veitt okkur hinum upplýsingar um hvar þessu fjárglæframenn er að finna. Þetta eru þeir snillingar sem bera ábyrgð á því bankahruni sem reið yfir íslensku þjóðinna og nú þarf hún að borga fyrir ákvarðantöku þessara manna.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa ábendingu.  En við verðum líka að spyrja: Hvað er betra en peningar?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:12

2 identicon

Þeir eru allir á flótta og í felum þessir ,, litlu kallar ", sem töldu sig vera svo stóra og merkilega, en komu okkur nánast í gjaldþrot með græðgi sinni, lygum og yfirgangi. Þeir þola ekki dagsljósið frekar en jafningjar sínir, silfurskotturnar.

Stefán (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

 En kusum við þá, og áttu þeir stöðu sinnar vegna að gæta að hagsmunum þjóðarinnar. Fyrirgefið, mín vegna máttu og mega allir þessir vitleysingar þvælast um allan heim og kaupa allt það ónýta drasl sem á vegi þeirra verður, mín vegna á uppsprengdum prís.

 En að stjórnvöld þjóðarinnar hafi skrifað upp á sjálfskuldar ábyrgðina fyrir þá, það kemur mér við. Gagnvart mér og íslenskri þjóð ber enginn ábyrgð aðrir en ráðmenn landsins sem bæði byggðu upp kerfið og brugðust í eftirlitinu.

Það er að verða þreytandi forheimska að hlusta á þetta rugl, þó menn séu að reyna að finna afsakanir fyrir eigin flokksmenn. Eins og bílaframleiðandinn beri ábyrgð á útafakstrinum en ekki bílstjórinn í ferðinni. Þvílík þvæla.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 12.2.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta var fínt viðtal við Mats

Það sorglega er að stjórnendur bankanna höfðu óendanlega minna vit á peningum og fjárfestingum er afgreiðslufólkið sem vann í bönkunum. Afgreiðslufólkið sá vel hvað var að gerast í bankanum, en það sáu stjórnendur bankanna ekki því þeir bjuggu í virtual reality. Þetta voru og eru 100% clueless menn á ofurlaunum. Maður hefði aldrei trúað þessu að óreyndu. Þetta var einfaldlega of lygilegt til að vera satt.

Gullvagninn spyr hvar peninganir séu. Svar: það vita stjórnendur bankanna aðeins. Það voru þeir sem stjórnuðu bönkunum - og peningabrunanum (á bankamáli: stundum kallað fjárfestingar). Spurðu þá!

Þegar Baugur verður gert upp, eftir stórkostlegan kostnað við þrotabúsmeðferð, þá er ég viss um að divident verður ekki hærri en 3-5% til lánadrottna. Það eina sem mun sitja eftir eru sárindin í endurminningum þjóðarinnar - og skömmin.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2009 kl. 13:21

5 identicon

Sigurjón Þ Árnason er reyndar kennari í HR þannig að hann er auðfundinn! Segir svo sem allt sem segja þarf um HR. Þar predikar hann að nýju bankarnir hafi ekki efni á því að krónan styrkist, því þá fari þeir á hausinn eins og gömlu bankarnir!

Erla (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:21

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Í pistli númer þrjú hér að ofan er bein tilvitnun í arkitekt þess Nýja-Íslands sem lenti í minni háttar erfiðleikum með efnahagslífið. (Houston! We have a problem!).  (bílaframleiðandinn ekki ábyrgur segir Jón Baldvin í grein sinni)

Á því Nýja-Íslandi sem hér um ræðir átti viðskiptalífið að fúnkera eins og það gerist meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við (og teljum okkur miklu flottari!).  Þetta Nýja-Ísland tekur mið af viðskiptaumhverfi eins og gerist í Evrópu og menn hafa í seinni tíð viljað kenna við frjálshyggju eða ný-frjálshyggju, vegna þess að slíkar nafngiftir gætu litið vel út í næstu kosningum. En þetta er nú bara "business as usual" meðal siðaðra manna.

Ætlar einhver að halda því fram að víkingar hafi verið neitt sérstaklega siðaðir?

Flosi Kristjánsson, 12.2.2009 kl. 13:42

7 identicon

Jón Gerald,þú misskilur þetta. Mats tók sérstaklega fram að hann væri ekki að álykta um það hverju eða hverjum ætti að kenna um bankahrunið ("who to blame"). Hann benti hins vegar réttilega á að eigendur, stjórnendur og stjórn bankanna bæri formlega endanlega ábyrgð á að því að reka fyrirtækin vel, eða illa. Ástæður þess að illa fór geta svo verið margar og þessir aðilar bera ekki ábyrgð á þeim öllum, t.d. alþjóðlegri kreppu, stífluðum lánalínum, örmyntinni okkar, aðgerðaleysi seðlabankans, frystingu breta.

Pétur Sveinn (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:17

8 identicon

http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1877351_1877350_1877340,00.html

Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:55

9 identicon

Erla; Sigurjón getur verið ágætis kennari þó hann kunni ekkert með peninga að fara. Miðað við þín orð þá hefur þú heldur ekkert álit á HÍ (Háskóla Íslands) þar sem dæmdur ritþjófur Hannes Hólmsteinn Gissurarson situr og kennir Ný-Frjálshyggjuna (Neo-liberalisma) og hélt marga fyrirlestra um Íslenska Efnahagsundrið bæði hérlendis og erlendis: http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs.

Annars hef ég sagt það annarsstaðar að það eigi ekki að einblína svona mikið á eitt fyrirtæki eins og Baug því þá missum við sjónar af stóru myndinni. Það er hellingur að litlum aðilum sem spiluðu stórt í baukafyrirtækjum og skortsölum. Haldið þið að það séu allt einn aðili sem eigi þessi c.a 200+ fyrirtæki í skattaparadísum. 

En spurningin hér að ofan um hvar þetta fólk sé er réttmæt. 

Hér eru svo linkar á ástandið í Bretlandi: 

http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7883409.stm

http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7883255.stm

Vonandi virka linkarnir á skerinu

Tómas (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:10

10 identicon

Þeir sem voru kjörnir til að gæta hagsmuna okkar sváfu á verðinum .

Og hvað er að gerast í dag ?Tómt rifrildi og dægurþras.Ég batt MIKLAR vonir við Jóhönnu , en tíminn flýgur.

Valdapólitík .

Kristín (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband