Er verið að gera grín að íslensku þjóðinni Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum

Jón Ásgeir með hæstu laun íslenskra ríkisstarfsmanna !
 
Tryggvi Jónsson var settur í Landsbankann til að gæta hagsmuna Baugs. Upp komst um leynimakkið og Tryggvi látinn fara.
 
Bankstjórn Nýja Landsbankans hefur ákveðið að sniðganga vilja ríkisstjórnar Íslands og frestað því að auglýsa stöðu bankastjóra bankans fram á haust.
 
Nú segja breskir fjölmiðlar frá því dag að skilanefnd Landsbankans hafi samið við Jón Ásgeir, stærsta hluthafa Baugs að hann sitji áfram í stjórnum þeirra fyrirtækja sem Baugur á hlut í og þiggi fyrir um 20,000 Sterlingspund á mánuði fyrir sem greiðist þá úr sjóðum ríkisbankans , Landsbankanum sem í dag er eigandi þessara hlutabréfa.
 
Jafnframt fær hann einkabíl og aðgang að þyrlu í Bretlandi sem greiðist úr sjóðum skattborgara íslands.
 
Rétt er að taka fram að Baugur er bara fjárfestingarfélag sem á hlutabréf í Breskum fyrirtækjum sem AÐRIR einstaklingar reka og stjórna þótt eflaust geti þeir tjáð sig á stjórnarfundum um reksturinn eins og gengur og gerist.
 
Það hefur komið fram að Landsbankinn hyggist ekki selja eignir Baugs í Bretlandi næstu árin og því ljóst að tekjur Jóns Ásgeirs af þessari stjórnarsetu hleypur þá á hundruðum milljóna króna þar sem árstekjur hans frá íslenska ríkinu verða 240,000 sterlingspund ásamt því að fá greidd stjórnarlaun frá hverju fyrirtæki fyrir sig eins og gengur og gerist með stjórnarlaun frá fyrirtækum almennt.
 
 
Jón Ásgeir Jóhannesson er því orðinn hæst launaðsti starfsmaður Íslenska ríkisins og fær greitt um 40 milljónir á ári frá íslenska ríkinu ásamt fríðindum.
 
Jón Ásgeir er því með svipuð laun og forsætisráðherra og forseti íslenska lýðveldisins.....samanlagt.
 
Guð blessi Ísland !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AtliB

og fyrir utan allt hitt hvað í andskotanum hafa þessir andskotar með þyrlu að gera?

AtliB, 8.2.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þú hlýtur að vera að grínast!

Hvað er í gangi með þetta lið. Okkur verður varla bjargað úr þessu!

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.2.2009 kl. 15:15

3 identicon

Þyrfti ekki að fá einhvern þarna inn sem er með hæðstaréttardóm á bakinu fyrir að búa til reikninga og sem þjáist af þráhyggju

sæmundur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:52

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það þarf sterk bein [þor] til að setja óarðbær fyrirtæki á hausinn, það gera ekki þeir sem sem græða á tilvist þeirra og skiptir engu máli hvort þeir hafa sterk bein eða ekki. Sígild frjálshyggja er málið.

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 15:55

5 identicon

Hallo hallo hallo....... Eg vona svo heitt og innilega ad thegar eg set mitt veldi a hausinn!!! fai eg thessa somu urvals medferd fra hinum islenska skattborgara. Hipp hipp hurra....... Gott hja Joni, djofull er hann snuinn......

magnus sigurdarson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:57

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá umfjöllun á Ejunni hér.

Sjá einnig: Baugur gets lifeline from Landsbanki

 Financial News from This is Money

Ágúst H Bjarnason, 8.2.2009 kl. 17:08

7 identicon

Heill og sæll; Jón Gerald, sem og þið önnur, hér á síðu !

Tek undir; hvert orða þinna, Jón.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:23

8 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Nú hafa ítrekað komið fram í dag að þessar upplýsingar sem hér er vitnað í séu ekki réttar, Jón Ásgeir fái 20 þús. pund á ári og þeim fylgi engin hlunnindi, þ.m. hvorki bíll né þyrla. Er ekki rétt að bíða eftir staðfestingu á því hvað er rétt í þessu áður en dómur er felldur?

Ég tek það fram að ég hef aldrei verið hrifinn af brölti Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, og síst furðulegum fullyrðingum hans um menn og mál í hinu svokallað Baugsmáli. En það hindrar mig ekki í að láta manninn njóta sannmælis, þegar við á.

Herbert Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 19:14

9 identicon

Þetta er dæmigert pr-bragð.  Málið er vont og verst ef að td. launin eru út úr korti.  Virkaði fínt og núna húkir landinn við tölvuna og rífst og skammast um hvort allir eru svo vondir við greyið Jón Ásgeir og ljúga upp á hann eins og alltaf.

Ætli pr-deild hans í UK hafi nokkuð komið nálægt gjörningnum?

Hverju skyldi valda að aðeins einn fjölmiðill þar hefur séð ástæðu til að birta þessar upplýsingar?

Hmmmm.....???

Upphæð launanna skiptir ekki neinu máli. Það er að leyfa sér að ráða þessa rugludalla til stjórnarstarfa fyrirtækja sem þeir eru búnir að koma öllu til andskotans er einfaldlega svo langt úti á túni að hálfa væri meira en nóg.

Svipað og lögreglan ræður glæpamennina til að aðstoða sig í að rannsaka vetvangs glæps af því að þeir vita svo vel hvernig afbrotið gekk fyrir sig.

Hafa þessir aðilar ekki sýnt það heldur betur að þeir kunna ekkert fyrir sér í viðskiptum nema svíkja og pretta og brjóta lög?  Hverju halda þeir að þessir njólar komi til með að miðla?  Upplýsingum sem kemur þeim illa td? Hvað næst?

 

joð (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:04

10 identicon

Sæll Jón Gerald,

Jú það er verið að gera grín að Íslensku þjóðinni eina ferðina enn en það er ekkert nýtt svo sem,það hefur verið gert grín að íslensku þjóðinni í mörg undanfarin ár enda sýnir það okkur bara vel miðað við síðustu misseri að þá er þetta þjóðfélag orðinn einn stór brandari eins og það leggur sig:)

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:27

11 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Skrítið að athafnamaður í Florída og væntanlegur lágvörukaupmaður á Íslandi skuli láta fara svona frá sér án nokkurrar staðfestu. Þar sem hann er nú líka sérlegaur áhugamaður um Íslenskt efnahagslíf.

S. Lúther Gestsson, 8.2.2009 kl. 22:17

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Fjármálaráðherra mun væntanlega hafa svör á reiðum höndum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.2.2009 kl. 01:55

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fylkingin er ennþá við völd.

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 02:03

14 Smámynd: Valan

Það er auðskiljanlegt að fjármálaráðherra eigi ekki að hafa persónulegt fyrirskipunarvald til þess að skipta sér af eðlilegum viðskiptum í bönkum og skilanefndunum en hann hlýtur að hafa bona fide umboð til þess að grípa inn í þegar tilefni er til þess gefið m.a. þegar yfirstjórnir taka breiðar ákvarðanir þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda í heild og sérstaklega ef rökstuddur grunur sé um að slíkt sé hvorki gert í góðri trú eða með almannahagsmuni að ljósi.

Fjármálaráðherra ætti í það minnsta að geta beðið viðeigandi nefndir og stjórnir um að rökstudd grein sé gerð fyrir ákvörðununum sem stangast á við yfirlýsta stjórnarstefnu, forsendum þeirra og hvernig að þeim var staðið - að viðhengdum viðeigandi hluta úr fundargerðum þar sem ákvarðanirnar voru teknar. Annars get ég ekki séð hvernig hann ætti að geta sinnt sínu yfirsjónarstarfi sem hlýtur að m.a. fela í sér að við komandi nefndir og stjórnir taki málefnanlegar og faglegar ákvarðanir sem hafnar eru yfir allan vafa um að þar spili inn í óskyld atriði, geðþóttaákvarðanir eða hagsmunaárekstrar.

Valan, 9.2.2009 kl. 08:34

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ansk fíflagangur aftur og aftur

Jón Snæbjörnsson, 9.2.2009 kl. 11:25

16 Smámynd: Dexter Morgan

Farðu í meðferð við Baugs-syndrominu og taktu Jónínu Ben með þér. Sólahringur síðan það kom upp að þetta væri "alltíplati" og þú leyfir þessu bulli bara að standa.

Dexter Morgan, 9.2.2009 kl. 12:55

17 identicon

Að mínu mati skiptir upphæð launanna ekki neinu máli. Algert aukaatriði.  Og þyrla og limmi ekki heldur.

Það að ráða óvin þjóðarinnar No.1 í einhvern björgunarleiðangur sem hann sjálfur fór fram á að vera þáttakandi í við skilanefnd Landsbankans þegar gengið var frá Baugsmálinu.

Hann setur skilyrði sem örugglega er ekki hugsað til að bjarga einhverju fyrir þjóðina, heldur fyrir sig, ef einhver er svo einfaldur að halda annað.

 Hans stjórnarseta er ekki orðin til vegna erlendra kröfuhafa enda er hann ekki í þeirra umboði, heldur okkar sem eigum Landsbankann.

Fréttin stendur óbreytt á rúv og ég ætla að leyfa mér að trúa þeim frekar en útskýringum Jóns Ásgeirs sem einhverra hluta vegna virðist forðast að eiga samleið með sannleikanum.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item249815/

joð (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:42

18 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Dexter Morgan haltu bara áfram að sinna þínum áhugamálum sem er væntanlega Dexter, fyrst þú hefur ekkert betra að gera en að drulla uppá bak.

Nýi Jón Jónsson ehf, 9.2.2009 kl. 14:14

19 identicon

Jón Ásgeir bailaði á að mæta í viðtal í þætti Bubba Morthens í kvöld. Mætir þó næsta mánudaginn, nema hann baili á því líka?

Ari (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband