Afskrifa tæpa þúsund milljarða eða öllu heldur eitt stykki Kárahnjúkavirkjun

Þessar fréttir eru sláandi og maður spyr sig hvað voru menn að gera í vinnuni. Það er alveg á hreinu að þeir stjórnendur sem fengu hundruði miljóna í laun hjá Kaupþing banka verða að vera dregnir til ábyrgðar í þessu máli þeir voru allavega á launum til að bera ábyrgð ekki satt. Hér er fréttin sem birt var á Mbl.is í morgun.

''Spurður hvers konar lán þetta séu segir Ólafur að um sé að ræða lán til einstaklinga og fyrirtækja. Bæði sé um innlenda og erlenda aðila að ræða.

Við stofnun Nýja Kaupþings voru 935 milljarðar króna færðir á afskriftareikning. Fyrir voru 19 milljarðar á afskriftareikningi. Samtals er því gert ráð fyrir að 954 milljarðar af lánum sem veitt voru í gamla Kaupþingi fáist ekki endurgreiddir.''

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta hafa verið snillingar.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.2.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón

Kostnaður við Kárahnjúkavirkjun var fyrir ári áætlaður 133 milljarðar.  Sjá hér.

Þetta eru því sjö stykki Kárahnjúkavirkjana... 

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2009 kl. 16:26

3 identicon

Það veit enginn hvað orðið ábyrgð þýðir,það þarf að fara kenna Íslendingum hvað ábyrgð er og til hvers er ætlast af mönnum sem bera ábyrgð. En nóg um það.Hvenær ætlar þú Jón að fara að byrja á þessum verslunarrekstri,það bíður fullt af fólki eftir þér og núna er góður tími fyrir þig að ná höggi á bónus.Ekki láta fólk bíða of lengi það getur komið sér ylla fyrir þig.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jón...við bíðum eftir lágvöru matarverslun í þínu nafni. Þú veist að ef þig vantar aðföng verður þú að semja við danska, sænska eða norska aðila. Jón vinur inn hefur alla innlenda gaurana í þannig stöð að ef þú færð samning hættir hann að versla við þá. Það er eina leiðin að fá byrgja erlendis frá.

Haraldur Haraldsson, 7.2.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Hverslags rugl hefur þetta verið, hvernig er hægt að lána svona geigvænlegar fjárhæðir án þess að enginn segi nokkurn skapaðann hlut, og svo sitja menn bara með tugi ef ekki hundruði milljarða og glotta af þessu öllu saman, og bíða svo eftir að getað hirt upp bestu bitanna, alger forréttindi að fá að vera Íslendingur.

Áfram Ísland.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 7.2.2009 kl. 21:49

6 identicon

Þetta er bara hluti af pakkanum. Heildarútlán bankanna þriggja voru um 14 þúsund milljarðar. Mörg þúsund milljarðar munu falla milli stafs og hurðar, þ.e. lántakendur þurfa ekki að borga skuldina. Þessir lántakendur eru svo til eingöngu hinir svokölluðu útrásarvíkingar og vinir þeirra.

Skyldi ágiskun Atla Gíslasonar um 1000- 1500 milljarða á offshore reikningum vera vanáætlun?

sigurvin (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:48

7 Smámynd: Heidi Strand

Ágúst var Kárahnjúkavirkjun á hálfvirði? Fyrir fimm árum var talan um 250 milljarðar.

Ég er alveg hætt að botna í þessum stjarnfræðilegum tölum, en eitt er alveg á hreinu: Íslenska þjóðin getur aldrei borgað þetta allt sem reynt er að koma yfir á hana..
Þjófarnir verða bara að skila þýfinu.

Heidi Strand, 7.2.2009 kl. 22:51

8 Smámynd: Ár & síð

Fyrir 1000 milljarða hefðu Flugleiðir getað keypt 170 Boeing 757 flugvélar.
Matthías

Ár & síð, 7.2.2009 kl. 23:56

9 identicon

Æ, elsku kallinn.  Ertu enn þeirrar skoðinar að þú getir frelsað okkur frá gróðapungunum.  Ertu ekki bara einn rugludallurinn enn.  Þú tókst þátt í öllu svindlinu þangað til að þér var vísað út úr "dýrðinni". Hve lengi varstu í viðskiptum við vondu kallanna, hvað græddirðu mikið á þeim tíma?  Af hverju hættu vondu kallarnir að skipta við þig?
Það eru fjölmargar spurningar sem við þurfum að spyrja þá sem telja að þeir séu betri en gömlu gróðapungarnir.

Við þessi venjulegu fórnardýr erum alls ekki tilbúin til að kaupa það að þú sért frelsarinn endurborinn

Þráinn (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:59

10 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er bara eitt í stöðunni. Og það er að taka landið, sama hvað það kostar,meða hvaða ráðum og dáðum sem er.

Vilhjálmur Árnason, 8.2.2009 kl. 01:55

11 identicon

Mest af þessum skuldum er vegna eignarhaldsfélga stofnuðum af Pétri og Páli út í bæ til að kaupa hlutabréf með veði í bréfunum sjálfum. Allir voru að gera þetta á síðastliðnum árum. Af hverju haldiði að fjöldi ehf-a hafi fjölgað um mörg hundruð prósent á síðustu árum. Nokkrir félagar stofna ehf, hendar 2-3 milljónum í púkkið, gíra sig upp 10-falt hjá bankanum og svo keypt bréf í bankanum fyrir allt saman. Allt í góðu meðan bréfin fóru upp. Síðan kemur veðkall, úpps engin auka veð, engin ábyrgur nema bankinn sem lánaði með handónýtum veðum í bréfunum  sjálfum. Þetta voru ekk bara stóru kallarnir, lika hinir litlu!

Ólafur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 03:19

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Breyttu tölunni eins og Ágúst bendir á. Það er verið að afskrifa jafnvirði sjö Kárahnúkavirkjanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2009 kl. 09:46

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heidi Sstrand. Þú hefur rangt fyrir þér. Kíktu á tengilinn hjá Ágústi áður en þú stekkur fram á völl. Má vera að þú sért virkjanaandstæðingur og viljir ýkja kostnaðinn. Dogma er ekki sannleikur. Raunar lygi í lanflestum tilfellum. Líka dogma virkjanasinna og virkjanaandstæinga.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2009 kl. 09:52

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Efnahagsreikningur kaupþings fór úr 500gkr í 6000gkr á árunum 2003 til 2007. Ef miðar er við 10% vöxt á raunverulegum eignum á ári sem væri mjög gott mundi ég halda þá hefði verið hægt að vera með sannfærandi efnahagsreikning upp á 750 gkr á árinu 2007.  Að teknu tilliti til verðbólgu gætum við verið að tala um 1000 gkr. Eignamyndun upp á 5000 gkr er því í bólueignum sem nú þegar hafa fallið um 50% til 100%  í verði. Ég mundi því áætla að heildarafskriftir gamla og nýja kaupþings muni í lok þessa árs nema meira en 3000 miljörðum króna.

Guðmundur Jónsson, 8.2.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband