6.2.2009 | 12:20
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að Seðlabanki Íslands hafi ekki getað komið í veg fyrir Icesave klúðrið.
Getur það verið að þetta sé rétt hjá Ingimundi seðlabankastjór, það kæmi mér allavega ekki á óvart það er eins og yfirmenn sem réðu ríkum í Landsbankanum hafi ekki getað sagt satt. Ég skrifaði um þetta í grein minni '' Traust og trúðverðuleiki '' sem birt var í Morgunblaðinu laugardaginn 30 janúar. Getur það verið að öll þessi pesónulega árás á einn mann Davið Oddson sé á misskilningi byggt? Ætli það sé ekki ráðlegt fyrir alla að fá upp á borðið allann sannleikann áður en menn koma með þá sleggjudóma og halda að víkja mönnum úr seðlabankanum lagi allt. Mín skoðun er að ef einhver opinber starfsmaður hefur tekið beinan þátt í útrás þessara fjárglæframanna þá er það Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hann þarf að víkja og það STRAX.
Hér fyrir neðan er fréttin sem birt var á Visir.is
''Þetta kemur fram í erindi sem Ingimundur átti að flytja í málstofu hjá finnska seðlabankanum í dag. Það er jafnframt athyglisvert í umfjöllun Ingimundar um Icesave að svo virðist sem bankastjórar Landsbankans hafi beitt Seðlabankann blekkingum s.l. vor þegar þeir sögðust vera að koma Icesave yfir í breskt dótturfyrirtæki bankans.Seðlabanki Íslands taldi eindregið að innlánastarfsemi bankanna ætti að vera í dótturfyrirtækjum fremur en útibúum, þ.m.t. að innlánastarfsemi Landsbankans í Lundúnum yrði færð í dótturfyrirtæki bankans," segir Ingimundur.Unnið var að undirbúningi þessa í Landsbankanum snemma árs 2008 og var Seðlabankanum greint frá því hvað til þyrfti og hve langan tíma það tæki. Af viðræðum við forsvarsmenn Landsbankans taldi Seðlabankinn mega ráða að það ferli væri þegar hafið sl. vor. Í júlí kom á daginn að svo var ekki." Ingimundur segir síðan: Þótt afstaða Seðlabankans væri skýr, hafði hann ekki vald til þess að knýja fram breytingar eða gera kröfur og raunar var svigrúm annarra íslenskra stjórnvalda mjög takmarkað innan gildandi laga sem falla að laga- og regluverki Evrópusambandsins."Annar athyglisverður punktur í erindi Ingimundar er að um mitt ár 2008 brást Seðlabanki Evrópu hart við því sem hann taldi vera of miklar lántökur íslenskra banka frá honum í gengum dótturfyrirtæki þeirra í myntbandalaginu. Lánin höfðu verið tekin grundvelli reglna bankans um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki í löndum myntbandalagsins. Evrópski seðlabankinn krafðist þess að íslensku bankarnir endurgreiddu á skömmum tíma verulegan hluta þeirrar fyrirgreiðslu sem þeir höfðu nýtt sér í góðri trú. Að hluta a.m.k. voru endurgreiðslurnar fjármagnaðar með innlánum í erlendum útibúum. Snemma í október tilkynnti Seðlabanki Evrópu um há og tafarlaus veðköll á tvo íslensku bankanna sem hefðu leitt þá umsvifalaust í þrot. Fréttir af því fóru víða," segir Ingimundur. Af ástæðum sem ekki voru skýrðar féll bankinn frá veðkallinu á síðustu stundu þrátt fyrir að Seðlabanka Íslands hefði verið tjáð að slíkar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu væru óafturkallanlegar."Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru auðvitað allt tilviljanir, óheppni og misskilingur.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:28
Ótrúlegur "katarþvottur" hjá honum. Ekkert annað en lygi hjá honum! Þó svo að Fjármálaeftirlit gefi út starfsleyfið, þá gat og ÁTTI Seðlabankinn að leggjast gegn því - enda sáu ALLIR að bankarnir voru á hausnum!!!! Flest allar lánalínur erlendis til bankanna voru í raun lokaðar frá og með 2007 - bankarnir áttu að fara í þrott en til að bjarga þeim (fáranlega heimskuleg ákvörðun) þá fengu þeir grænt ljós frá Fjármálaeftirlitinu (falsað heilbrigðisvottorð) um að staða þeirra væri góð og að þeir stæðustu álagspróf! Seðlabankastjórum átti að vera ljóst að þetta gat aldrei gengið upp og þeirra viðvörunnar RÖDD átti að hljóma, en þeir ákváðu að þeggja! Nema hvað Davíð sagði "Sollu stirðu" og "Ekki meir Geir" ávalt að allir bankanir væru á haunsum, en þau ákváðu að ítrekað að hlusta ekki á hann.
Ef aðalbankastjóri Seðlabankans hefði verið FAGMAÐUR þá hefði bindisskilda bankanna allra verið hækkuð upp í 25% árið 2006 eins seðlbankastjóri Ísraels gerði. Síðan hefði viðkomandi seðlbankastjóri séð til þess að ALLIR þessir bankar hefðu verið komnir með þessa erlendu bankastarfsemi sína í erlend útibú. En því MIÐUR fyrir ÞJÓÐINA, þá er "BLÁA HÖNDIN" ekki fagmaður og því fór sem fór "Ice-SLAVE" - Davíð tókst að breyta landinu yfir í ÞRÆLAEYJU með góðri aðstoð frá Björgólfi Guðmundssyni og öðrum "banka fábjánum". "Can yOu believe it - they are not going to pay...:)!" Jón Ásgeir og aðrir sem stóðu í "hringavitleysu" (ekki útrás heldur hringrás) hafa sýnt alheiminum það eitt að íslendingar eru HEIMSMEISTARAR í því að "svíkja, ljúga & blekkja út pening erlendis" - já þetta bankalið gæti ekki rekið "fish & chips búð" og þeirra "SPILAFÍKN" hefur leit af sér ótrúlegan skaða fyrir íslenskt samfélag. En það virðist bara ENGINN vilja axla ábyrgð á því að þessir SKÍTHÆLAR fengu það FRELSI sem þeir fengu.
Ég væri persónulega fyrir löngu búinn að reka alla þessa seðlabankastjóra og bankastjórn Seðlabankans fyrir vanhæfni sem leiddi til þess að bankinn varð tæknilega gjaldþrota og heilt bankakerfi hrundi. Halló - halló ef slík VANHÆFNI telst ekki nóg til að reka fólk þá veit ég ekki hvað þarf til að "opinber starfsmaður sé rekinn" - síðan getur DAVÍÐ bara farið í mál við ríkið telji hann uppsögnina ósanngjarna...:).
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:52
Jakob Þór.
Þú ert að gleyma því að Davíð Oddsson kom fram í fjölmiðlum og varaði við þessari útþenslu bankakerfisins og óráðssíunni þar þegar eftir mitt ár 2007. Fjölmiðlar, sem eru að meginstofni til í eigu geislaBAUGSfeðganna annars vegar og hins vegar Björgólfa (mogginn), pössuðu sig á að þagga þetta niður hið snarasta og enginn, ekki einu sinni þú Jakob Þór, tók undir þessar viðvaranir. Þá endurtók Geir Haarde þetta sama í desember 2007.
Ég minnist þess ekki að heilög J'ohanna eða Skalla-Grímur hafi æmt né skræmt við þessi tækifæri frekar en þú Jakob Þór.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.2.2009 kl. 15:03
Hélt að það væri heilli hugsun í þér en þetta jón.
hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 15:07
Er ekki rétt að Jakob Þór Haraldsson leggi fram nákvæm gögn og samantek sem hann getur sýnt og sannað að hann eigi einhverja innistæðu fyrir gýfuryrðum í garð Seðlabankastjórans Ingimundar Friðrikssonar og skrifum hans?
Allt sem þar kemur fram hlýtur að vera auðrekjanlegt og þá örugglega eitthvað sem Jakob er búinn að sannreyna, - ekki satt ?
joð (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 16:07
Þá er SB bara useless stofnun...
Einnar línu speki, 6.2.2009 kl. 19:02
Ef einhver vill sjá sýnishorn af viðbrögðum baugsmiðla við viðvörunum seðlabankans er hægt að skoða þetta.
http://www.dv.is/frettir/2007/11/17/bjargbrunarkenning-sedlabankastjora-slegin-af/
Smá spurning af hverju þessi sérfræðingur þurfti að hrekja þetta ef DO hefur ekki varað við.
Sigurður Ingi Kjartansson, 6.2.2009 kl. 19:22
Sigurður, það var talað um skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Ekki útþenslu bankanna.
Athugull (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 20:50
Það er ömurlegt þegar verið er að verja þetta lið úr Sjálfstæðisflokknum.
Eftirfarandi lét Davíð út úr sér rétt fyrir bankahrunið
Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.”
Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:03
Blessaður nafni Þegar kemur að málefnum tengdum Seðlabanka og Davið Oddsyni hér þá hverfur öll skynsemi úr umræðunni því miður þetta hefur skeð áður til dæmis i Geirfinns málinu máli Ávöxtunar og Hafskipsmálinu til dæmis Það liggur einhvern vegin í þjóðarsálinni að fara offari og sjást ekki fyrir en það verður fróðlegt þegar málin fara að skýrast hvernig umræðan kemur til með að breytast og margir koma til með að reyna að skrifa sig frá skoðunum sínum eða þurfa að viðurkenna að þeir hafi kannski ekki alveg haft rétt fyrir sér.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.2.2009 kl. 22:14
Sæll Jón Gerald
Bara að öðru;
Hefur þú enn hug á að setja upp matvöruverslun hér á Íslandi ? Ef svo er þá langar mig að sækja um vinnu hjá þér.
P.S Hef mjög góð meðmæli.
ag (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 00:57
Grein Ingimundar Friðrikssonar. Sígild frjálshyggja legur árherslu á sem mest val og sem flesta samkeppni aðila á forsemdum reglna markaðar [þjóðar]. Harðdrægni eða draga hart til sín tel ég ekki að séu einkenni neytendavænar heiðarlegra samkeppni.
Sá og dæmi um vitfirringunasem ég taldi alla með viðskiptavit skilja.
"Hardcore Con artists" Iceland piece of cake. New-liberism population.
Að vera aumingjagóður í viðskiptum er veikleiki hjá mörgum Íslendingum sem sumir nýta sér út í yztu æsar. Svo var klassísk regla hér að þú verður að hafa minnst 6 viðskiptavini og mátt engum lána mér en þá upphæð sem samsvarar minna en 20% af heildar mánaðarveltu. Því getur skuldunauturinn farið að setja þér stólinn fyrir dyrnar [í krafti laganna eða stjórnmálamannanna].
Júlíus Björnsson, 7.2.2009 kl. 01:19
athyglisverð lesning
www.aflafrettir.com
Gísli Reynisson, 7.2.2009 kl. 02:34
Gísli minn þetta er tóm snild hjá þér hér er á ferðini Kóngar Íslands og mínar hetjur Íslenskir sjómenn.
Jón Gerald Sullenberger, 7.2.2009 kl. 03:16
Sullenberger. Þú vilt greinilega ekki koma því inn í hausin á þér að Davíð Oddson og hanns klíka,ber alla ábyrgð á þesu klúðri og hörmungum sem Íslendingar eru í núna,Það var hann sem slepti taumunum á ótemju truntunum,og gaf þeim auðlindirnar til að veðsetja og gambla með.Lausnin er að þú kippir honum með þér til U.S.A. getur notað hann sem garðirkjumann,,fínn í að sá illgresi.
Julius kristjansson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 14:55
Sæll Julíus minn þú ert greinilega komin með mjög sterk Baugs fréttablaðamensku fráhvarfsenkenni.
Jón Gerald Sullenberger, 7.2.2009 kl. 16:16
Að vera aumingjagóður í viðskiptum er veikleiki hjá mörgum Íslendingum sem sumir nýta sér út í yztu æsar. Svo var klassísk regla hér [fyrir 40-30 árum] að þú[Heildsalinn] verður að hafa minnst 6 viðskiptavini og mátt engum lána meir en þá upphæð sem samsvarar minna en 20% af heildar mánaðarveltu [þinni]. Því á getur skuldunauturinn farið að setja þér stólinn fyrir dyrnar [í krafti laganna eða stjórnmálamannanna].
Ég les ekki ekki Baugsfréttablöð. Ég keyri um bæinn og lít inn í verslanir.
Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.