Snilldarpistill Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttaritara útvarpsins í London.

Þessi þáttur í dag sem Sigrún flutti á rás 1 í spegllinum er algjört must að hlusat á.

 http://www.ruv.is/heim/vefir/ras1/spegillinn/

Sigrún fjallar í síðasta pistli um Eignarhaldsnetið að baki Baugi. Meginreglan þar virðist hafa verið, þeim mun flóknara, þeim mun betra. Þarna er meðal annars vikið að þeirri frægu eyju Tortolu í Karíbahafi – sem sumir virðast eiga erfitt með að muna.

Segir meðal annars í pistli Sigrúnar:

Í viðtali í Silfri Egils í haust kannaðist Jón Ásgeir Jóhannesson ekki við nein Tortólufyrirtæki. Jón Ásgeir hefur kannski ekki rekið minni til hvernig farið var að við stofnun ‘Baugs Holding’ og fleiri Lúx-félaga hans. Það má til sanns vegar færa að peningarnir sjálfir fara ekki til Tortólu heldur er þetta Tortólukerfi nokkurs konar peningaveita sem skilar peningum sporlaust þangað sem síðan er hægt að ráðstafa þeim. Skömmu eftir skráningu ‘Baugs Holding’ eru skráðir stjórnendur þeir Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson. Þeir tveir síðastnefndu eiga einnig eignarhaldsfyrirtæki skráð í Lúxemborg. Lúx-fyrirtæki Hreins tengjast ýmsum kaup-og-sölufléttum í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár.

Saga ‘Gaums Holding’ liggur líka um Tortólu. Tvö fyrirtæki þar, sem Kaupþing í Lúxemborg notaði síðar, stofnuðu tvö félög með frönsku nafni í júní 1998. Síðar breyttu þessi félög um nafn, annað varð ‘Gaumur Holding’. Merkilegt að hitt félagið varð ‘Meidur Holding’. Meiður á Íslandi varð síðan að Existu. Í kringum þetta upphaf hafa sprottið ýmsar getgátur um rússnesk tengsl en engin þeirra virðist haldbær.

Það er þetta sem maður er búinn að vera segja í mörg ár þeir kunna ekki að segja sannleikann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Alltaf haldið því fram að þeir segðu ekki satt og nú er það komið í ljós. Vonandi að eitthvað verði gert í þessu. Af hverju mótmælir fólk ekki þessum mönnum, skil það ekki

Guðrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband