'' You ain´t seen nothing yet ''

Þetta voru orð Forseta ykkar Ólafs Ragnar Grímssonar ekki alls fyrir löngu, hann veiti drengnum Útflutningsverðlaun frá íslensku þjóðinni þar sem Baugi var þakkað fyrir eitthvað sem ekkert var. Nú svo fékk KB banki sömu verðlaun nokkrum árum áður þar sem þeim var þakkað fyrir hina snilldar útfærðu útrásar, kjark og þor fjárglæframanna,

Hvernig væri nú ef Forseti Íslands ,hurðaopnari fjárglæframanna og klappstýra auðdóna, tæki sig til og segði af sér? Ekkert að því að slá tvær flugur í einu höggi andrúmsloftið myndi lagast mikið hér heima ef þeir tveir kæmu sér til Bretlands með næsta flugi.

 Eru mótmælendur ekki aðgerðarlausir þessa dagana? er ekki málið að mæta til Bessastaða og láta Forsetann vita að Baugi Group vantar klappstýru til Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Jón.
Hinn harðduglegi forseti okkar virðist hafa lent á röngum brautarteinum, viljandi. Honum til varnar er þó þarft að árétta að sætin í einkaþotunum eru gríðarlega mjúk og þægileg. Í útlöndum fær maður líka mun meiri athygli sem þjóðarleiðtogi, þar er sýslað heimikið með mann ef maður er leiðtogi.

Hvernig er það annars Jón, hefur þú engin áform um framboð í vor ?

Haraldur Baldursson, 4.2.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Sæll Haraldur, nei ég hef ekki huggsað mikið út í það en aftur á móti er ég að vinna á fullu í að opna búðina. Ég get vonandi tilkynnt það strax eftir helgi og vona ég að sjá þig þar.

Jón Gerald Sullenberger, 4.2.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm Óli grís er einn af þeim sem verður spúlað út!

Arinbjörn Kúld, 4.2.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þessi orð forsetans "you ain´t seen nothing yet" eru ábyggilega þau sönnustu sem hann hefur nokkurn tíma sagt!!!!!

Oft ratast kjöftugum satt orð á munn!

Vilborg Traustadóttir, 4.2.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gleymdi að bæta við að það er nægt húsnæði á Akureyri fyrir nýja matvöruverslun.

Arinbjörn Kúld, 4.2.2009 kl. 17:06

6 identicon

Er nú ekki kominn tími til að snúa sér að einhverju þarfara en skrifum um Baug, Jón Ásgeir,Davíð Oddson og forseta Íslands? Skrigin hér bera það með sér að obbin af því fólki sem hér endurtekur sig í sífellu sé með þetta fyrirtæki og þessa menn á heilanum.

Jon Arnarr (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 17:32

7 identicon

Var það ekki Össur Skarphéðinsson sem lét þessi frægu orð flakka í bréfi eftir að bróðir hans var rekinn sem skúringakarl eða álíka í KB banka ?

Óskar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:24

8 identicon

Forsetin á að segja af sér á stundinni. Ég er sammála með að mæta á Bessastaði og láta í okkur heyra, eitt er víst að ég mun mæta. Þetta gengur ekki öllu lengur. Þvílíkur tækifærissyni sem maðurinn er. Fyrst mærir hann útrásinna með öllum þeim aðferðum sem hann gat. þegar bankarnir svo féllu er hann mættur og gasprar við alla þá sem nenna að hlusta á hann um lítilmagnann. Nú drekkur hann kaffi með Herði Torfa og passar sig á að láta ekki sjást til sín með fyrrverandi vinum. Bull og þvæla.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:08

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta ætlar að verða sama ráðgátan og með flugurnar....hvert fara þær á haustin....hvert fóru mótmælendur ?
Hvernig er hag þessa ábæta fólks betur borgið núna, með stjórn sem er ekkert annað en kosningarstjórn ? Allir ráðherrar skera sig úr í hæfileikum útgjalda, en hafa enn talsvert í land með sparnaðinn. Væri ekki svona mikið undir myndi það freista að segja að "það verði fróðlegt að sjá", en það gerir maður ekki í þessu árferði.

Tilhlökkun að sjá hvernig til tekst með verslunina Jón. Gangi þér allt í haginn með hana :-)

Haraldur Baldursson, 4.2.2009 kl. 21:13

10 Smámynd: Tiger

 Það verður fróðlegt að skoða hvort vöruúrval og vöruverð hjá þér verði á svipuðu róli og hjá Vinum mínum í Bónus (þar sem mér finnst skemmtilegast að verzla) ... eða hvort það verði nær klukkuverzlununum!

Mér finnst forsetinn flottur tappi, gaur sem brýtur hefðir og reglur er bara töffari.

Tiger, 4.2.2009 kl. 21:32

11 identicon

Spurning hvort menn vilji nokkuð vera með forseta sem er í því að brjóta reglur og lög Tiger. Er yfirleitt ekki gerð krafa um þá sem setja lögin, staðfesti þau eða dæmi eftir þeim fari eftir reglum?

Er ekki svo viss um að Tígurnum þætti það töff ef löggan kæmi með kúbein og myndi brjóta og bramla gömlu mözdu druslu tígursins. Þá held ég að einhverjir myndu hætt að tala um töffaraskap og færu að tala um að yfirvöld þyrftu að fara eftir lögum og reglum

ORG var skítseyði, hann er það og mun líklega alltaf vera slíkt. Við viljum ekki svoleiðis sem forseta. BURTU MEÐ MANNINN

joi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:41

12 Smámynd: Tiger

Spurning um það "Jói" að tala af örlítilli virðingu um forsetann/embættið - jafnvel þó þér sé greinilega mjög illa við manninn á bakvið embættið.

Reyndar veit ég ekki til þess að forsetinn hafi nokkurn tíman brotið einhver lög - svo ég er hissa á þér að bretta uppá slíku á manninn. Aftur á móti eru hefðir og reglur eitthvað sem mátti vel brjóta eða beygja til að lífga uppá steindauða skrautfjöður sem forsetaembættið er og hefur alltaf verið ..

Tiger, 4.2.2009 kl. 21:48

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Maðurinn sem ekki mátti vera að því að vera í erfidrykkju föður síns vegna pólitísks fundar, sér aldrei neitt rangt við eigin gjörðir. Hann segir ekki af sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2009 kl. 01:06

14 Smámynd: Þarfagreinir

Reyndar voru þessi fleygu orð forsetans, "You ain´t seen nothing yet" látin falla á fundi í Walbrookklúbbnum í London 2005, þar sem hann var að 'útskýra' 'íslenska viðskiptamódelið' á almennum nótum - mér sýnist Jón Gerald vera að gefa í skyn að ÓRG hafi mælt orðin þegar hann veitti Baugi útflutningsverðlaun, en svo var nú víst ekki.

Og svo er það nú líka rétt hjá Óskari að Össur skrifaði einmitt þessi orð í hótunarbréfi til Baugsmanna eftir að Magnús bróðir hans var rekinn úr ræstingastarfi hjá þeim.

Þarfagreinir, 6.2.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband