Traust og trúðverðuleiki

Ég hefur alla tíð verið viðskiptavinur Landsbanka Íslands. Í þeim viðskiptum hef ég kynnst mörgu frábæru starfsfólki sem hefur unnið faglega og veitt framúrskarandi þjónustu.

Landsbankinn hefur um langt árabil verið eitt traustasta fyrirtæki landsins. Í mínum huga er hörmulegt að sjá hvernig stjórnendur bankans hafa farið að ráði sínu á undanförnum árum. Því miður hefur ástandið ekki batnað mikið. Sumir æðstu stjórnendur bankans, sem nú eru opinberir starfsmenn, hafa jafnvel verið staðnir að því að segja ósatt opinberlega.

 

Í frétt í Morgunblaðinu 7. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Aðstoðar vegna erfiðra útlána – kemur hvergi nálægt málum sem tengjast Baugi“ er vitnað í tvo framkvæmdastjóra Landsbankans.

 

Forsaga málsins er sú að Tryggvi Jónsson hóf störf á lögfræðisviði bankans fyrir rúmu ári. Í fyrstu heyrði starf hans beint undir framkvæmdastjóra lögfræðisviðs og var hinn titlaður „forstöðumaður“. Það vissu þó fáir starfmenn bankans um þennan ráðahag eða hverju Tryggvi veitti forstöðu. Við hrun bankans var yfir eitthundrað starfsmönnum bankans sagt upp stöfum. Sumir höfðu langan og farsælan starfsferil að baki og höfðu náð að byggja upp góð tengsl við viðskiptavini. Eftir samtöl mín við fjölmarga starfsmenn bankans tel ég augljóst að ekki var faglega staðið að þessum uppsögnum og val á því hverjir fengu að halda störfum sínum mótaðist fyrst og fremst af því að vera tengdur þeirri klíku sem hafði stjórnað bankanum en ekki hagsmunum bankans. Þannig var t.d. engin fækkun á fyrirtækjasviði sem var undir stjórn Elínar bankastjóra og ber ábyrgð á hinni hörmulegu útlánastöðu bankans. Og Tryggvi Jónsson var ráðinn til nýja Landsbankans þrátt fyrir að vera kominn með skilorðsbundin dóm á sakaskrána. Mun þetta vera eina tilfellið í yfir 120 ára sögu Landsbankans sem slíkt gerist.

 

Í frétt Morgunblaðsins er hins vegar haft eftir Atla Atlasyni framkvæmdastjóra starfsmannasviðs „að almennt væru starfsmenn sem hefðu hlotið refsidóm ekki ráðnir til bankans en hvert tilvik væri metið fyrir sig. Það fer eftir því hvert brotið er, eins og í öllum störfum.“ Hér hlýtur Atli að tala gegn betri vitneskju.

 

Það er ljóst að þeir sem bera ábyrgð á þessari ráðningu auk Atla eru Elín bankastjóri og Gunnar Viðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og yfirmaður Tryggva.

Í fréttinni er haft eftir Gunnari Viðari að „Tryggvi Jónsson kæmi hvergi nálægt málum sem tengdust Baugi, 365, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða félögum sem tengjast honum. Deildin sem hann starfaði í sinnti ekki stærri málum ...“

 

Báðar þessar fullyrðingar eru rangar. Er furða þó spurt sé:

 
  1. Hvaða hagsmuna var verið að gæta með því að fastráða Tryggva Jónsson til nýja Landsbankans?
  2. Hvaða úttekt var gerð á störfum hans og af hverjum?
  3. Af hverju eru tveir framkvæmdastjórar að segja ósatt opinberlega?
  4. Treystir Ásmundur Stefánsson, formaður bankaráðs nýja Landsbankans, þessum framkvæmdastjórum til að skapa traust um starfsemi bankans?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega. Traust og trúverðugleiki þessa fólks er engin. Svör við þessum spurningum verða að fást.

Arinbjörn Kúld, 31.1.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Hlédís

Þakka góða samantekt á miklvægu máli.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 12:34

3 identicon

Það er engum blöðum um það að fletta að stærstu og ráðamestu eigendur bankans ráðstöfuðu eignum og lausafé hans eins og um eigið skúffufyrirtæki hafi verið að ræða. Spurningin er samt sú, voru lög brotin? Ef svo, hvaða lög og hver á að lögsækja?

Hugsanlega hafa venjuleg hegningarlög verið brotin s.s. fjárdráttur, stuldur, fölsun og skattsvik. Hins vegar gæti hafa verið gengið á rétt hluthafa sem þá ættu að hafa úrræði til að leita réttar síns í kerfinu. Ég er ekki löglærður og veit ekki svörin en ég tel þetta vera merg málsins.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:47

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Sumir eru með Davíð á heilanum, aðrir Tryggva. Enginn er fullkominn og eitthvað verða menn að fá að gera þegar þeir missa starfið. Sem betur fer læra flestir af reynslunni, það er ég viss um. Réttlætið sigrar að lokum.

Júlíus Valsson, 31.1.2009 kl. 17:56

5 identicon

Það er með eindæmum að Björgvin G Sigurðsson Viðskipta - og bankamálaráðherra réði hægri hönd Jóns Ásgeirs og æskuvin sinn Hjálmar Blöndal í einhverskonar ráðgjöf, aðstoð og sérverkefni.

http://www.dv.is/frettir/2007/12/29/hjalmar-i-raduneytid/

 Að þetta skuli ekki hafa verið eitthvað sem þætti út í hött segir allt um siðferðið sem er í stjórnmálunum varðandi aðgang auðhringja og auðmanna upp í efstu þrep stjórnkerfisins.

Er nema von að svona er farið fyrir landi og þjóð?

joð (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:04

6 Smámynd: Hlédís

Júlíus, ég segi eins og ræningjarnir sögðu við Soffíu frænku: "Þér GETUR ekki verið alvara!" nema með vonina um að réttlætið sigri að lokum ;)

Kveðja!

Hlédís, 31.1.2009 kl. 18:51

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvar er TRAUSTIÐ?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.1.2009 kl. 23:40

8 Smámynd: Sigurbjörg

Ég vildi gjarnar sjá skýringar frá Landsbankanum, svo og þessum mönnum sem þú nefnir, opinberlega á þessum spurningum. Þeir kanski leggja ekki í að svara fleiri spurningum því þeir eru hræddir um að vera staðnir að meiri lygum en hingað til.

Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband