9.8.2014 | 16:08
Útflutningsverslunin Kostur
Starfsmenn Kosts eru þaulvanir að taka á móti vörusendingum frá Ameríku enda hafa amerískar vörur verið uppistaðan í vöruvali verslunarinnar allt frá opnun Kosts haustið 2009. Nú ber hins vegar svo við að starfsmenn verslunarinnar eru farnir að pakka niður vörum og senda til baka til Ameríku. Það kemur reyndar ekki til af góðu.
Um var að ræða 2.740 kíló af nagbeinum fyrir hunda frá Canine Crews, þekktum og viðurkenndum framleiðanda. Vöruna fluttum inn í góðri trú frá Mexíkó. Þar sem leiðbeiningarskylda hvílir á stjórnvöldum og Kostur hafði ekki áður flutt dýrafóður til landsins var ákveðið að leita til Matvælastofnunar (MAST) eftir upplýsingum og leiðbeiningum, enda regluverkið flókið og mikið í húfi. Við vildum fara eftir reglum í einu og öllu varðandi innflutninginn og sérfræðingar MAST tóku fyrirspurnum okkar vel. Þeir sögðu að heilbrigðisvottorð þyrftu að fylgja vörunni og nagbeinin ættu að vera með íslenskum merkingum í hillum verslunarinnar. Annað var það nú ekki og samkvæmt þessu fórum við.
Nagbeinin komu til landsins 11. febrúar ásamt umbeðnu heilbrigðisvottorði. Engu að síður stöðvaði MAST innflutninginn með þeim rökum að varan væri ekki merkt viðurkenndri starfsstöð með samþykkisnúmeri, eins og krafist er af Evrópusambandinu. Eftirlitið sem leiðbeindi okkur um innflutninginn á nagbeinunum brást því illilega og sagði að ekki væri hægt að rekja uppruna vörunnar, því samþykkisnúmerið vantaði. Við vorum reyndar með vaðið fyrir neðan okkur, höfðum númerið undir höndum og töldum að vandamálið væri úr sögunni.
Með heilbrigðisvottorðinu fylgdi vörulisti með umræddu samþykkisnúmeri, framleiðslunúmeri nagbeinanna og hafnarbréf. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er afar auðvelt að rekja vöruna beint til framleiðenda, sjá út frá framleiðslunúmeri nákvæmlega hvenær hún var framleidd og hvernig hún var flutt til landsins.
Fullur rekjanleiki er því fyrir hendi og hann getur tæpast verið betri. Samþykkisnúmer framleiðandans sem MAST saknar kemur sannarlega fram í fylgigögnum vörunnar og ekkert er auðveldara en að staðfesta það. Þar sem okkur var að auki gert að prenta íslenskar upplýsingar og setja á umbúðirnar hefði verið hægðarleikur að koma þar fyrir samþykkisnúmeri framleiðandans. En það máttum við ekki. Því má svo heldur ekki gleyma að á umbúðunum koma fram allar upplýsingar um framleiðandann, nafn hans, heimilisfang og símanúmer. Ekkert af þessu dugði þó til. Sendingin var stöðvuð af þeim sem veitti leiðbeiningar um innflutninginn og Kosti gert að endursenda vöruna með ærnum tilkostnaði.
Í ljósi þess sem fram hefur komið er fróðlegt að skoða hvernig merkingum á nagbeinum fyrir hunda er háttað í verslunum hérlendis. Þau hafa sést með hinni upplýsandi merkingu »Hundabein« án þess að upprunalands sé getið né nokkrar upplýsingar séu gefnar um innihald vörunnar. Hvað með rekjanleikann þar, já eða á beinunum sem seld eru í lausasölu í gæludýraverslunum? Þar eru hvorki umbúðir né merkingar.
Er það nema von að maður verði stöku sinnum hissa á íslenska eftirlitsiðnaðinum og ekki undrandi á því hvað allt sé dýrt hér heima á Íslandi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Jón Gerald - æfinlega !
Þér verður seint - þökkuð sú elja og myndarskapur / að reka Kostinn þarna: suður í Kópavogi.
Ekki hvað sízt í ljósi þess - að íslenzkt samfélag er orðið ÓGEÐSLEGT í allan máta:: að tilsuðlan ónýtra stjórnmála- og embættismanna enda er Ísland samtímans VIÐBJÓÐSLEGASTI dvalarstaður á Hnettinum - norðan Alpafjalla / sem og austan Grænlandsstranda / fornvinur góður !
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 19:44
Eftirlitsidnadurinn á Íslandi og regluverkid sem honum fylgir, er med hreinum ólíkindum. Mannskapurinn sem vid reglugerdaeftirfylgnina vinnur, hefur svo litid fyrir stafni, ad jafnvel hundanagbein, sem eru vel merkt, fást ekki flutt inn. Ástaedan er ad sjálfsogdu sú ad thetta kom ekki fra saelusambandsríki Evrópu. Allt virdist gert til ad hamla infflutningi fra USA og odrum löndum, sem ekki stenst EU kröfur, sem algerlega fáránlegt, tvi allt of mikid af regluverki EU er algert tros.
Halldór Egill Guðnason, 10.8.2014 kl. 00:20
Og hvað ertu að reyna að segja Jón. Af hverju leitaðir þú ekki réttar þíns af lögmanni sem kann slíkt. Þetta er ekkert nýtt hjá MAST og auðvelt að tækla þetta.
Árni Stefán Árnason (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 01:24
Ágæti Jón.
If you cant beat them, join them!
Held þú eigir töluvert undir því að breyta um taktík.
Nei, lögfræðingar eru það síðasta sem þú þarft á að halda.
Hlustaðu á Keisarakonsertinn og beiddu Guð þinn að veita þér
ráð, - og sjá þau verða þar! Hafðu með þér tóbaksdósirnar
og ræddu um flest annað en viðskipti við kappa þessa og mundu
að hafa skemmtan af og finna á sjálfum þér að spennan í þessum
samskiptum hverfur sem dögg fyrir sólu, - og verzlun þín verður sem
á bjargi byggð þaðan í frá!
Í allri vinsemd,
Húsari. (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 13:39
USA framleiðsla frá námu til smásala á common market , þeirra 80% í meðal ársreifjárinnkomu, er hvað varðar innhald raunvirið talsvert verðmætari en sú á EES, hins vegar er vegna betri efni og miklu minni uppskeru kostnað, geta þeir boðið upp sömu eða lægri verð til loka seljenda sem bætir þjónust launa eignum við aðföngin sem hann selur. Greiða raunvirði fyrir góð aðföng og þjónustu er dýrt fyrir 10% innkomu lægstu í USA sem kallast óvirkir neytendur. Ísland skilur ekki GDP velta er heimsala á nýjum eignum vsk. sem borgari eignast [loka kaupandi] á hverju ári. Vsk. fellur niður í millríkja verslum. Í USA eru fullir velferðaskattar [35% á útborguð laun] í öllum þeirra útfluttning. ísland er safn af morons-fræðingum. það er framleitt fyrir eigendur.
Júlíus Björnsson, 11.8.2014 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.