Arngrímur Ísberg hitti hér naglann á höfuðið.

Það er einu sinni þannig þegar þú ert búinn að umgangast þessa menn í 12 ár þá ferð þú að skilja hvernig þessir menn hugsa og framkvæma hlutina, Arngrímur Ísberg hitti hér naglann á höfuðið.

Arngrímur Ísberg var ekki sammála meðdómurum sínum, skilaði séráliti og taldi að sakfella bæri Lárus, Magnús og Jón Ásgeir. Hann rakti skoðun sína í álitinu á þessa lund:„Ákærðu, Lárusi og Magnúsi, eru gefin að sök umboðssvik í I. kafla ákæru. Þeir voru báðir hátt settir starfsmenn Glitnis banka hf. og bar í starfi sínu að gæta hagsmuna bankans í hvívetna. Í ákærunni er þeim gefið að sök að hafa ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Eins og fram hefur komið stóðu þeir að því að lána FS38 ehf. 6 milljarða króna. Félag þetta var eignalaust og hafði engan rekstur með höndum. Það fékk lánið til að kaupa hlutabréf Fons hf. í Aurum Holdings Limited og voru þau hlutabréf til tryggingar láninu.Um aðrar tryggingar var ekki að ræða nema tímabundna ábyrgð Fons hf. eins og rakið var. urum var erlent félag og ekki skráð á markaði. Það lágu því takmarkaðar upplýsingar fyrir um verðmæti þess. Af gögnum málsins, þar með töldum framburði fyrir dómi, má ráða að mat á virði hlutabréfanna í félaginu, sem voru veð fyrir láninu, hafi miðast við að félagið Damas keypti hlutabréfin.Áform Damas ein og sér um kaupin voru þó ekki svo ákveðin að verjanlegt væri að byggja á þeim við lánveitinguna. Þá er og komið fram að Aurum hafi tapað á rekstri sínum árin fyrir 2008. Það er mitt mat að með því að lána FS38 ehf. nefnda fjárhæð með veði í bréfunum í Aurum hafi ákærðu valdið verulegri fjártjónshættu fyrir bankann. Þeir hafi því misnotað aðstöðu sína hjá bankanum og stefnt fjármunum hans í verulega hættu. Lánið var algerlega án fullnægjandi trygginga og þar af leiðandi var það veitt andstætt reglum bankans. Ég tel því að sakfella eigi ákærðu fyrir umboðssvik og dæma þá til fangelsisrefsingar.Ákærða Jóni Ásgeiri er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikunum fyrir að hafa með fortölum og þrýstingi hvatt til þess að lánið væri veitt. Þá er og komið fram að hluti af láninu rann til ákærða eins og lýst er í ákærunni. Í gögnum málsins kemur fram að ákærði hafði veruleg afskipti af þessari lánveitingu og hvatti til hennar. Afskipti hans voru langt um fram það sem eðlilegt getur talist af manni sem engri stöðu gegndi hjá bankanum en fór með stóran eignarhlut í honum. Ekki er hægt að líta á afskipti hans í öðru ljósi en því að honum var ætlaður hluti af láninu eins og rakið hefur verið. Ákærða hlaut þó að vera ljóst að veðið, sem stóð til tryggingar láninu, var á engan hátt fullnægjandi. Það er mitt mat að ákærði sé sekur um hlutdeild í umboðssvikunum og að dæma eigi hann til fangelsisrefsingar fyrir það.


mbl.is Óeðlileg afskipti Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Furðulegur dómur - með þessu geta hátt settir menn í bankakerfinu og stærstu eigendur gert það sem þeim sýnast án þess að vera dæmdir fyrir verknað sinn. Það er mjög ábyrgðarlaus að lána 6 milljarða til fyrirtækis sem átti ekkert og hafði engan rekstur.  Við þessir venjulegu myndum aldrei fá svona há lán né svona fyrirgreiðslu, enda er eins og sumir aðilar höfðu verið báðu megin við borðið.

Ómar Gíslason, 6.6.2014 kl. 16:17

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Jón Gerald!

Ég er sammála þér og Isberg!

Það verður vart annað ráðið af skjölum málsins en að geislaBaugssonurinn hafi haft oeðlileg afskipti af þessu máli og ber að draga hann til ábyrgðar glæpsamlegum verkum sínum og geislaBaugsföðurins í ótal málum öðrum einnig.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2014 kl. 00:33

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ég er viss um að tilvonandi banki fyrirtækis mín veiti mér siljón griljónir í lán enda engin krafa um að ég greiði til baka ef bókhaldið "sé í lagi"

Eggert Sigurbergsson, 7.6.2014 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband