Hvort er quinoa korn eða fræ?

Hvort er quinoa korn eða fræ? Því velti tollvörðurinn fyrir sér sem afgreiddi gám sem Kostur flutti inn á dögunum frá Bandaríkjunum. Til þessa hefur heilsuvaran quinoa sem upprunin er í Andesfjöllum verið flokkuð sem korn en átti nú að flokkast sem fræ. Í sjálfu sér skipti það engu máli, nema að þá var Kosti gert að sækja um innflutningsleyfi fyrir „fræjunum“ til Matvælastofnunar (Mast). Þá hófst stórmerkilegur farsi þar sem opinberir eftirlitsaðilar voru í aðalhlutverki og hrundu af stað ótrúlegri atburðarás.

Fulltrúi valdsins, starfsmaður Mast, lét sér ekki nægja að veita leyfi fyrir innflutningi á „fræjum“ heldur óskaði hann eftir reikningi fyrir allar vörur gámsins og innkallaði hann í kjölfarið. Eftirlitsaðilinn var ekki að flýta sér, því einir fjórir dagar liðu áður en hann óskaði eftir því að fá gáminn á „landamærastöð“ Mast í Sundahöfn til nánari skoðunar. Þangað fluttu starfsmenn Eimskips gáminn, starfsmenn Mast tæmdu hann, opnuðu kassa, skoðuðu innihaldið gaumgæfilega og límdu kassana flausturslega aftur með límbandi. Mast gaf síðan leyfi fyrir innflutningi á quinoa, nú sem fræ en ekki korn. Þar með lauk fyrri hálfleik farsans. Lokakaflinn var eftir og sá var enn skrautlegri.

Í gámnum voru 60 krukkur með þekktri amerískri karamellusósu sem m.a. inniheldur mjólk. Fulltrúi eftirlitsiðnaðarins meinaði okkur innflutninginn, sagði óheimilt að flytja inn afurðir úr dýraríkinu frá Bandaríkjunum nema vörunni fylgdu tilskilin opinber vottorð. Þá hófst skrifræðið fyrir alvöru. Það þurfti að útbúa ný farmbréf, eitt fyrir sósuna og annað fyrir aðrar vörur gámsins og einnig þurfti að kalla eftir nýjum reikningum að utan. Þar sem komin voru ný farmbréf og reikningar þurfti að tollafgreiða gáminn að nýju! Þetta eftirlit varð þess valdandi að vika leið frá því vörurnar komu til landsins þar til þær stóðu viðskiptavinum okkar til boða.

En aftur að karamellusósunni sem Mast gerði upptæka. Sósan flokkast sem samsett matvæli, ekki landbúnaðarafurð. Innflutningnum var hafnað því sérfræðingur Mast gaf sér að mjólkurinnihald sósunnar væri yfir 50% innihaldsins. Engin sýni voru tekin og engar rannsóknir gerðar. Þetta var því geðþóttaákvörðun eins starfsmanns Mast, eins undarlega og það hljómar.

Ef þessi sérfræðingur Mast hefði leitað sér upplýsinga áður en gengið var fram með þessu offorsi hefði eftirlitinu verið ljóst að mjólkurinnihald vörunnar var innan leyfilegra marka og innflutningurinn því að fullu lögmætur.

Það er ótrúlegt að þurfa að búa við öfuga sönnunarbyrgði í samskiptum við opinbera eftirlitsaðila, að þurfa að sanna sakleysi sitt eftir að úrskurður er felldur. Það er ólíðandi með öllu að hafa „réttarstöðu grunaðs“ fyrir það eitt að flytja inn matvörur frá Bandaríkjunum.

Nú hefur Mast skilað karamellusósunni til Kosts en ómögulegt er að segja hvað þessi geðþóttaákvörðun sérfræðingsins hjá Mast hafi kostað hið opinbera en kostnaðurinn leggst á skattborgara þessa lands. Þeim peningum hefði betur verið varið í uppbyggilegri mál.


Höfundur er eigandi Kosts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt að lýsa betur þesu handónýta embættis og eftirlitskerfi þarna heima.

Þetta sýnir enn og aftur við hvað við þurfum að búa á Íslandi með

með sjálfskipaða sérfræðinga sem þurfa ekki að taka neina ábyrgð á

neinu sem þeir gera. Þetta opinbera kerfi er allt í rúst vegna

vanhæfra starfsmanna og úrsérgengna embættismanna sem af því

virðist að ekki hægt að skipta út fyrir fólk með menntun og getu

til að sinna þessu.

Ganigi þér ávallt vel.

M.b.kv. frá France

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 16:29

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Borgar viðskipti eru að mínu mati genabundinn. 100% Íslendingar geta ekki rekið nema starfsfólk.

Júlíus Björnsson, 29.7.2013 kl. 19:05

3 identicon

Fólki er gert þetta mjög erfitt, ótrúlegt hvað þetta er óskilvirkt.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 21:35

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Sæll Jón Gerald

Það er geinilegt að tollurinn er ekki með réttar bækurnar við hendina. Því Quinoa er korntegund (framburður:  keen-wah). Þessi korntegund á sér 3000 ára sögu meðal indjána og bæði Inkar og Astekar þekktu þessa korntegund vel. Hún þrýfst í mjög fátækum jarðvegi (poor soil) en er samt með góð næringarefni í sér. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn nýlega uppgötvað þessa korntegund 1980-1990. Hægt að nota hana bæði sem hluta af morgunverði og eins hitað í potti. Heimildir: The Wellness Encyclopedia of FOOD and NUTRITION; útg. University of California at Berkeley;Dreifing:Random house; Ritstjóri: Sheldon Margen M.D; útgáfuár 1992; bls 302-303; isbn: 0-929661-03-6

Næringarefni: 3 1/2 oz dry (1/2 bolli)

Calories 374
Protein 13 gr
Carbohydrate 69 gr
Fat 6 gr
Saturated fat <1 gr
Cholesterol 0 gr.
Sodium 21 mgr
Vítamin B6 0,2 mgr
Copper 0,8 mg
Folacin 49mcg
Iron 9 gr
Magnesium 210 mg
Manganese 2,3 mg
Niacin 3 mg
Phoshorus 410 mg
Potassium 740 mg
Riboflavin 0,4 mg
Thiamin 0,2 mg
Zinc 3 mg

Ég get skannað inn þessar blaðsíður og sent þér spurning um tölvupóst.

Ómar Gíslason, 29.7.2013 kl. 21:37

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Magnesium = Magnesíum er lífsnauðsynlegur efnahvati í virkni ensíma, sérstaklega þeirra sem vinna að orkuframleiðslu. Það hjálpar líka til við upptöku kalks og kalíums. Skortur á magnesíum hefur áhrif á flutning tauga- og vöðvaboða, veldur depurð og taugaveiklun.

Sé magnesíum bætt við mataræði getur það unnið gegn þunglyndi, svima, slappleika í vöðvum, vöðvakippum og fyrirtíðarspennu. Auk þess sem það hjálpar til við að viðhalda eðlilegu sýrustigi líkamans og líkamshita. Þetta mikilvæga steinefni verndar veggi slagæða gegn álagi þegar skyndilegar breytingar á blóðþrýstingi verða. Það skipar stórt hlutverk í myndun beina og í efnaskiptum kolvetnis og vítamína/steinefna.

Potassium = er steinefni nauðsynleg til að jafnvægisstilla pH líkamans og til að halda vökva í jafnvægi eins vel, svo það er mikilvægt fyrir eðlilega blóðþrýsting reglugerð (það virkar í andstöðu við natríum).  Kalíum er einnig þörf fyrir eðlilega vöðvavöxt, og taugakerfi og heilastarfsemi. Það er að finna í mörgum mismunandi matvæli, sérstaklega ávextir og grænmeti, svo þú gætir verið að fá fullt af kalíum í mataræði þínu núna.

Phosphorus  = Fosfór er nauðsynlegt fyrir líf. Fosfat er hluti af  DNA , RNA , ATP , og einnig fosfólípíðum sem mynda alla klefi himnur.  

Ómar Gíslason, 29.7.2013 kl. 21:56

6 Smámynd: Elle_

Hlýtur að vera fræ, Ómar, þar sem það er ekki &#39;grain&#39; heldur &#39;seed&#39;.  Minni líka á að tollskráin er alþjóðasamningur og ekki við tollverði að sakast.

Elle_, 29.7.2013 kl. 22:17

7 Smámynd: Ómar Gíslason

Elle í bókinni stendur &#132;An ancient grainlike product" þannig að þar er þetta líkt við korn.

Minni bara á að tollaskráin er ekki alþjóðlegursamningur heldur er t.d. GATT gert til að auðvelda viðskipti milli landa og láta þessar klikkaðr tollaská sem er ekki í neinu takti við raunveruleikan og draga úr auka skattarálögum en í því felst bæði tollum og vörugjöldum. Til þessu gerum við milliríkjasamninga og eins er Gatt til þess að auðvelda viðskipti milli landa, en hið stórfurðulega batterí ESB er t.d. með 7% toll á vörum fyrir utan esb, GATT var samt gert löngu áður en esb varð til. Við íslendingar erum alltaf að taka meira og meira upp þessa klikkaða vegferð esb með hertum innflutningsreglum sem leiðir til hærra vöruverð.

Sem dæmi hvað tollurinn er stórfurðulegur að ef ég kaup dýran Benz á uppboði erlendis á &#128;500 þá myndi tollurinn ekki taka það gilt heldur hafa samband um umboðsaðila hér á landi og spyrja hann hvað hann myndi kosta og út frá því yrði síðan tollar og vörugjöld gerð. Sem dæmi um MAST þegar þeir fara af stað og skoða framleiðendur kjöts þá láta þeir þá vita með að minnsta kosti viku fyrirvara (þetta var mér tjáð af einum framleiðenda) að þeir munu koma.

Ómar Gíslason, 30.7.2013 kl. 13:24

8 Smámynd: Ómar Gíslason

Þótt ótrúlega sé þá tengist (related) Quinoa til fersk grænmetis og spínati. Ég tek aðeins gilt sem kemur fram í ritrýndum verkum eða greinum og þessi bók er það.

Ómar Gíslason, 30.7.2013 kl. 13:35

9 Smámynd: Elle_

Í öðrum síðum segir að þetta sé ekki &#39;grain&#39; heldur &#39;seed&#39;: Quinoa is the seed of the Chenopodium or Goosefoot plant.

Its frequently called a grain because it is used and cooked like one, and is often called an "Ancient Grain" and a "Wholegrain". These terms can make it confusing, but trust me folks, it is not a grain. It is a gluten free super-seed, Pseudo-cereal.

http://www.grainfreeliving.com/info/118



Jú, tollskráin er örugglega alþjóðasamningur, spurðu bara háttsetta menn í Tollinum.  En fólk ruglar oft saman gjöldum og tollum annars vegar og tollskránni hins vegar.   Flokkunin ræðst af alþjóðatollskránni, Ómar, ekki Tollinum eða tollvörðum.  En alþingismenn stýra gjöldum og tollum.  Það er við þá að sakast um tolla og vörugjöld, ekki tollmenn sem vinna bara þarna fyrir ríkið.

Elle_, 30.7.2013 kl. 15:27

10 Smámynd: Ómar Gíslason

Eins og ég sagði áðan þá tek ég bara mark á ritrýndu efni. Ég efast stórlega á þessi heimasíða grainfreeliving er ritrýnd. Á heimasíðu Britannica sem er á þessari slóð sérðu hvað þeir segja um þessa tegund

http://www.britannica.com/EBchecked/topic/487444/quinoa 

TITLE: origins of agriculture
SECTION: South America

...Wild camelids were hunted as early as 10,000 bp; by 7500&#150;6000 bp  llama and alpaca remains are so common in archaeological sites that they had probably been domesticated as well. Quinoa was harvested by 7500 bp and cotton by 6000 bp in northern Peru.

South American crops

TITLE: South America
SECTION: Food crops

...and parts of Asia. The potato, which originated in the high Andes, became a dietary staple of many European nations. Several other plants were domesticated in South American environments, such as quinoa and canahua, both small grains used as cereals, and tuberoses such as ullucu and oca. Squashes and pumpkins are pre-Columbian crops that have spread throughout the world, as is the tomato,...

 

Hjá þeim er þetta skrá sem korn. Eins getum við skoðað eina af stærstu heimasíðum á netinu Nutritiondata um næringargildi, hjá þeim er þetta skrá &#132;grain" ef þú ferð síðan í linkanna þá sérðu næringarefnin í þessari vöru 

http://nutritiondata.self.com/foods-quinoa000000000000000000000.html

Thank you for helping us expand this topic!
Simply begin typing or use the editing tools above to add to this article.
Once you are finished and clic

 

Ómar Gíslason, 30.7.2013 kl. 17:12

11 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég skil vel hvers vegna menn geta rifist um þessa tegund af vöru hvað hún sé það sem hún er það nýleg hjá okkur en búin að vera yfir 7000 ár t.d. meðal indjána.

Best er t.d. Tómatar í næringarfræðinni og eins hjá okkur öllum eru þeir skilgreindir sem grænmeti. En í grasafræðinni eru þeir ber plöntunar Solanum lycopersicum (tómatplöntunar) og eru þarf af leiðandi undirflokkur ávaxta. En einhverju hluta vegna hefur manninum tekist að færa berið yfir í grænmeti ef til vill vegna þess að það líkist því mikið. Þetta frábæra ber hefur verið með manninum um og yfir 2000 ár og eru upprunnin frá Andesfjöllum og hafa dreifst þaðan bæði um norður og suður Ameríku og síðan áfram.

Ómar Gíslason, 30.7.2013 kl. 18:21

12 identicon

Kæri Jón Gerald. Gerðu íslensku þjóðinni þann stórkostlega greiða að selja meira af hollustuvöru og minna af hlutum sem valda þjóðinni heilsutjóni og veikja hana líkamlega og andlega, unga sem aldna. Slæmt mataræði er áskrift af sjúkdómum. Gott mataræði er áskrift að góðu lífi. Forvarnir eru mikilvægastar. Skapaðu þér sérstöðu með alvöru metnaði sem manneskja og settu hollustu í fyrsta sæti. Raðaðu þannig upp að viðskiptavinir velji sér síður sætindi á leiðinni út. Í staðinn mætti til dæmis setja hollar sesamstangir frá himneskt eða öðrum slíkum fyrirtækjum sem hafa mannrækt að leiðarljósi. Það er einlæg von mín að þú verðir öðrum fyrirmynd. Á Íslandi er gríðarleg og alvarleg aukning á alls konar hættulegum sjúkdómum sem rekja má til slæms lífsstíls, einkum mataræðis. Við eigum næstfeitustu börn í heimi, feitustu karlmenn Evrópu, tökum flest þunglyndislyfin (en þunglyndi er mataræðistengt) og stöndum almennt mjög illa að vígi. Spáð er að líf barna okkar verði að meðaltali amk 10 árum styttra en foreldra þeirra. Það sem verra er er að gæðin verða líka líklega mun minni, því slæm heilsa þýðir léleg lífsgæði. En þetta þarf ekki að verða veruleikinn. Ekki ef við snúum blaðinu við. Fjárfestu í heilsu þjóðarinnar.

Viðskiptavinur (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 02:40

13 identicon

Að endingu: Til hamingju með kinoa sigurinn. Hann var allra sigur. En þetta hefur verið sérstök amerísk sósa ef mikill missir var af henni. Of margir gömlu fjöldaframleiðandanna í Bandaríkjunum hafa látið meinta skammtíma hagsmuni ráða för og innihald ýmis konar vöru er annað en það var fyrir örfáum árum. Fleiri ónáttúruleg efni, erfðabreytt og ekki fyllilega rannsökuð innihaldsefni og annað sem ekki er greindarlegt að innbyrgða. Fyrir utan sama nafn og vöruverki eru gamalkunnug vörumerki eru því mjög oft ekki sama fæða og gæðin orðin skelfileg. Það er aftur á móti mikið af merkilegu heilsufæði og heilsuvörum fáanlegar í Bandaríkjunum sem ekki er enn farið að flytja inn til Íslands í nægilegu magni. Það væri betra fyrir báðar þjóðir að kaupa sem mest inn af þeim. Hallandi staða Bandaríkjanna í heiminum skrifast á síverra mataræði sem hefur skilað sér í verri heilsu landsmanna og lakari lífsgæðum, og það skemmir samkeppnisstöðu þeirrar þjóðar á alþjóðlegum vettvagni. Gerðu vinum okkar og velgjörðarmönnum í vestri stóran greiða og verslaðu við þá meiri heilsuvörur.

Viðskiptavinur (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 02:50

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um hagvöxt  t.d. í EU sem vegið meðaltal alls þess sem selst [með söluskatti] almennt fyrir reiðufé þá skipta gæði máli [ending , og hárefni í umbúðum t.d] . Á grunnmörkuð er allt flokkað eftir gæðum í 1 til 5 flokka, lækka raunvirði frá 1 til 5 flokks.  Kínverjar undir Mao bjuggu við verðflokka val, og Ísland í Kommústa samanburði til visnstri við Kína í markaða málum ef eitthvað er : síðstu 100 ár.

Stór hluti matvæla er seldur  vegna prótín innhalds , þau er lífsnauðsynleg til manneldis. Og hvert hverð sitt raunvirðr. Dýra prótein eru dýrust.   Verðflokkar og kjöti og fisk og hrísgrjónum,  nánast eingöngu  eftir magni af próteinum í kíló.

Ef  Þýsklandi seljast bara 1 .flokks og 2 flokks kjúklingar til manneldis , en í öðrum ríkjum lítðið sem ekkert.    Þá mælir hCIP  raunvirði þessra flokka miðað við sem þjóverjar staðgreiða. Þar sem þýsk fyrir tæki skuld minnst  er minna hlutfallslega lagt á matvöru þar [fyrir söluskatt].  Hinvegar í ríki þar fyrirtæki leggja minið af vöxtum á er raunviðrið  meira.

Vegna sem að CPI og PPP er mælt eftir sölu í reiðufé sem vegið meðaltal heildar sölu eftir verðflokkum hráefna og orku í umbúðum [Leyniþjónstur í meir háttar ríkjum lát við varða allar iðnar formúlur og líka tölfræði stofnanir skattmann : til lágmark skatt svik innlands og til tyggja "faire traite" PPP vöruviðskipti milli Ríki.  Gengisfals hefur  tíðgast í meir en þúsund ár milli Ríkja og tollur er þess vegn líka lagður á til borga kostnað við staðfesta vöru innhald.

M.ö.o. Hagvaxtar auking [markað greiða meira fyrir undirverðflokka] á einhverju sem sels ekki almennt í USA og þýsklandi mælist þá ekki á þessum flokkum þar. 

Á  Íslandi upp úr 1973 var farið að tak upp Evrópu manneldis hagfræði forsendur hér ,   lækka raunvirði inn fluttnings og bætta það upp með innlands vaxta kostnaði.    Erlendis var raunvirði almmenning fæðu lækkað til koma inn í körfuna ýmsu öðru [án þess að hækka raunvirð reiðfjátinnkoum almennings]   : sér í lagi tölvu og tæknu tengdu.    Þá byrðjaði PPP hér líka að síga hægt niður í samanburði. Þá fundu meðalgreindir illa grunntaðir hagfræðinga hér út að : efni til nýbygginga skilar líka vsk, og þá þá væri hægt að auka PPP þjóðar tekjur í heildina , og lækka raunvirði neytenda körfu almenngis samtímis.  Nýbyggingar verð svo fasteingir eftir eitt ár , og þá veðhæfar , þær sem seljast almennt  hafa mest vægi í innlands lána viðskiptamörkum sem skila engum sölusköttum og geta því ekki aukið mánaða CPI eða árs PPP mælt eftir á.  Samningur ein og EES gerir ráð fyrir að Ísland versli ekki minna raunvirði inn en það sem það losnar við inn á markaði EES. [Faire traite]   Erlendar stöndugar elítur vit allt um falsanna hefið í hjá fyrir-gólkinu í þeim sem er ekki developed [og verða sennilega aldrei]: þar sem gæði heila stjórnartoppa skiptir öllu máli og rétt formótun og þjálfum á þeim.   Gengið hér var falsað með hjálp frá erlendu einkaframataki á secondary market [fjárfestir á Íslensku vísar í tugi orða á  erlendu developed tungum] . Global faire traite frá um 1970 var einungis mögulegt frjálst vegn IMF og samkomu lagi aðð ríkja heims að senda inn magn tölur á öllu seldum nýjum  hráefnum  og orku á hverjum  skatta ári. Heima sölu Söluandvirðis fylgir líka  er ekki ein aðalatriðið.

Íslenski hægri menn hafa enga reynslu af "fair traite" markað viðskiptum , Ísland bókar hér ennþá eins og nýlenda  og rembist við sýna gengis hagnað á hverju ári. Sá alþjóðilegi er mældur PPP og er löngu orðinn óvinsæll: arðræna önnur ríki: fjáfesta í þeim og skila ekkert reiðufé eftir.  Clobal [faire ] traite var skilið hér sem allur heimurinn er einn markaður og allar markaða hefðir leyfðar. [Frjáls viðskipti ].

Raunvirði almennrar neytendakörfu í ríkjum USA og Kanda er að allt öðrum gæða þáttum  en ,meðal  körfunnar í EU.  Í USA er körfu nánast eins að innhaldi en alls ekki í EU. Ríki sem er með almennan raunkaupmátt mikið fyrir meðalti, gera allt sem þau geta til að halda öllu vexti unfram önnur í lámarki.   Fals veðmatið öfugt við Íslensk lög.  Meta nafnverið niður [er löglegt erlendis til eiga varasjóð í almenningi, get lækkað gæðin í kreppu.      Creditum er löglega raunvirði reiðfé á móti Debitum bókuð nafnvirði. Löggiltur endurskoðandi staðfestir að Nafnvirðið [það sem skilast í reiðufé á gjaldaga] sé  jafnt eða meira en umsamið raunvirði.  þetta gildir um allt sem selst almennt innan 24 klukku tíma.  Alls ekki einkagjörninga  á eftir tekju mörkum og þá sem greiðast eftir 12 mánaði , skattaár sem eftir 1970 breytist í 5 ára.       Hæsti réttur á Íslandi er ekki Guð almáttugur.  Banki sem tekur reiðfé sinna lánadrottna segjum 10 milljarða til að lána með veði í fasteignum og fá það greitt eftir x tíma með raunvirðisverðtygginu : er að stela þessu ef lándrottnar eru erlendir Bankar: þeir mega ekki tak við við fasteignum í greiðslu.

Áhættu banka [Commercial] lána með áhættu raunvaxta álagi, gegn sölusögu og oft légum baskveðinum.  Þetta geta verið 5% vextir yfir verðtrygginu  sem fara í varsjóði eftir 10 ár þá er 50% komið upp í væntalegt gjaldþrot.     Þessi varsjóður verðu rsvo vera 100% öruggur til dæmis almenn 30 ár húsnæðislán með bakveðum sem seljast almennt: starx.        Security bonds.

Ísland [fjármála elíta: skattmann [tollurinn] og ekki vsk. aðilar]   tímir ekki að flytja inn vörur frá USA, reynir með leyfi Brussel að selja vörur fyrir dollara til greiða til EU Ríkja : endar í dollara varsjóði Seðlabanka EU og Englands.   Tekjur af túristum sem borga ekki með pundum og Evrum eru allveg nógar til fylla margar USA neytenda körfur hér. 

Íslendingar sem vilja lifa af Austur og Suður Evrópskum almennum neytenda körfum eða jafnvel UK eiga leya þeim sem vilja það ekki:  líka að lifa.  Dýrt er samanburður við það sem er ódýrt, segir Raunvirðið meira ef neytendi er á frjálsum markaði.  

Gerðu allt sem þú getur og selja sem mest frá USA.  18% af heildareiðu fjárinnkomu heimilis sem verslar EU neytenda körfur getur  verið 10% ódýrari karfan, hinsvegar þarf kannski ekki eins margar USA körfur á hverju ári.  Svo ef 18% hlutur í körfu hækkar um 10% þá skilar það 19,8% á ári.    Íslenska samkeppninn um að okra á neytendu með ódýrari vörum hefur lækkað raunkaupmátt sannarlega almennt.  

Júlíus Björnsson, 5.8.2013 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband