Peningar hafa völd

Þá er það hér með staðfest af Héraðsdómi Reykjavíkur að við erum ekki jöfn fyrir lögum þessa lands. Peningar hafa gríðaleg völd, það sorglega við þetta allt saman er að þeir milljarðir sem hafa verið greiddir til her lögmanna Baugs er fé úr sjóðum banka og Lífeyrissjóðum almennings  sem aldrei verður greiddur til baka af þessum mönnun. Íslenskur almenningur mun gera það með hærri sköttum og hærri vöxtum til bankana í ókomin ár.  


mbl.is Óbjörguleg efnahagsbrotamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég vonast til þess að þessum dómi verði áfrýjað.

Sigurjón Þórðarson, 11.12.2011 kl. 19:30

2 identicon

það er sárt til þess að vita að þjófarnir fá að nota þjófagóssið til að afsanna þjófnaðinn og verja réttlæta óréttlætið í þessu veruleika firrta "óréttar" samfélagi. Í samfélagi þar sem peningar eru miðill sem kaupir réttlæti þá er allur málarekstur sjónarspil og peningagreiðslur takast á, ég þekki þetta af eigin raun. "Enginn veggur er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir"

Ingólfur Vestmann Ingólfsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 19:33

3 Smámynd: Landfari

Það er nú ekki á vísan að róa með að niðurstaða Hæstaréttar verði önnur. Þá verður enn lengri tími liðinn og það verður að segjast einso ger að sporin hræða.

Niðurstaða Hæstaréttar í Baugsmálinu var svo stórundarleg að maður leifir sér að efast um hlutleysi dómaranna. Þá er ég að gefa mér að þessir menn séu með yfir meðalgreind að jafnaði enda flestir með góðar einkunnir úr erfiðu námi og mikla starfsreynslu. Þeir geta ekki afsakað sig eins og Steingrímur Hermannsson forðum sem sagðist bara hafa verið plataður.

Landfari, 11.12.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband