1.9.2011 | 13:58
Vegna verðkönnun ASÍ
Ákvörðunin um að taka ekki þátt í verðkönnun ASÍ er tekin í mótmælaskyni en forsvarsmenn Kosts telja verslunina ekki hafa notið sannmælis hingað til í könnunum ASÍ. Kannanirnar sendi neytendum villandi skilaboð. Sérstaklega eru forvarsmenn Kosts ósáttir við framsetningu niðurstaðna í fréttatilkynningum sem ASÍ sendir frá sér. Þegar verið er að gera verðkönnun er ekki tekið tillit til gæða varanna og þar af leiðandi í flestum tilfellum ekki um sambærilega vöru að ræða. Við skorum á neytendur að gera sína eigin verðkönnun og þá kemur í ljós hvar er ódýrast að versla.
Virðingarfyllst,
F.h. starfsmanna KostsJón Gerald SullenbergerS. 897-6405Krónan ódýrust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi, ég versla nokkuð oft hjá þér og get tekið undir það sem þú segir, einnig ert þú oft á tíðum með það stórar pakkningar sem bara endast og endast og endast, eins og snakkið svo ég tali nú ekki um súkkulaðihjúpuðu ávextina sem ég hef ekki séð undanfarið hjá þér, en nú er svo komið að líkaminn hrópar á svoleiðis. Einnig gríp ég oft hjá þér litlu pakkana af Beef jerky sem er nauðsynlegt að hafa með sér þegar maður fer í langa hjólatúra, þá er gott að geta gripið í það í brjóstvasanum til að maula og halda uppi orkunni.
Þegar maður kemur inn í Kost er tekið á móti manni með rjúkandi kaffi og rétt að manni blað yfir það sem er á tilboði þann daginn, það er nóg plássið í búðinni og miklu léttara yfir öllum, minni asi og rólegra andrúmsloft.
Það er ekki hægt að bera saman appelsínur og epli.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 14:18
Engar verðkannanir taka tillit til gæða einstakra vara og Jón Gerald er sjálfur að bera saman epli og appelsínur með því að blanda saman verðkönnun og neytenda/gæðakönnun. Það er náttúrulega bara veikleikamerki að þora ekki í slaginn eins og hann stendur.
Þú fullyrðir út í loftið um eigið ágæti en hamlar því á sama tíma að neytendur fái að sjá svart á hvítu hvað sama vara kostar á milli staða, kommon. Viðskipti eru langhlaup og þú þorir ekki einu sinni að láta taka á þér millitíma. Alveg duglaus finnst mér, sorry, bara mín skoðun á mönnum sem fela sig þegar reynt er aðgefa neytendum heildaryfirsýn yfir raunveulega stöðu mála .Líði þér vel í holunni þinni.
Halldór (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:13
Heill og sæll Jón Gerald; og aðrir gestir, þínir !
Halldór !
Þarna; vegur þú óverðskuldað, að Jóni.
Sjálfur; hefi ég ekki gefið mér tóm til, ennþá að minnsta kosti, að sækja heim hans ágætu verzlun, en sá almannarómur, sem ég heyri til. lætur vel af viðtökum hans - og hans fólks, sem vöruvali, öllu.
Öngvan skyldi undra; þó svo Jón Gerald, minn forni spjallvinur, hleypi ekki Gylfa ginningar slekti Arnbjörnssonar, einka eiganda ASÍ, inn á gafl hjá sér, að óþörfu; þér, að segja, Halldór minn.
Þannig að; þú getur alveg sparað þér köpuryrðin, í garð Jóns Geralds, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; úr utanverðu Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 23:29
Heill og sæll Jón Gerald Sullenberger.
Enn á ný sannar hið samþjappaða vald peningarafla hagar sér með Framtaksjóðs lífeyrissjóða innan handar sem berst með kjafti og klóm á móti þér. Það eitt sannar skrif Ragnars Öndunarsonar í mbl nýlega þar segir hann beinum orðum Hagar sem eru í eigu og reka Bónus verslanir sem er að hluta í eigu lífeyrisjóðsins Gildi, hann bendir á að ekki verði vöxtur á Högum nema að hækka verðið., hverjir borga hækkun á vöruverði auðvita er það viðskipamaðurinn. Nú koma fréttir að Bónus hafi orðið undir í verðstríði við Krónuna því samráð þeirra hafa verið lengi í verðmyndun, það segi ég vegna þess að starfsmenn Bónus eru á föstudögum með vélar sem skanna verð á vörum auðvita til að vera læri enn sá sem þeir eru að keppa við sem er ekkert annað enn viðbjóður að bjóða íslenskum neytendum uppá slíka kosti.
Enn Jón Gerald í Kosti hefur staðið sig frábærlega gegn þessu viðbjóðslega valdi samþjappaða vald sem reynir hvað það getur að koma Jóni á svartan klakann, enn viti menn Jón Gerald og hans Búð Kostur var kosinn vinsælasta búð og kaupmaður ársins nýlega af hlustendum Rásar 2 til hamingju með það. Af hverju skildi hann hafa fengið þessa nafn bót á Rás 2 í þætti hjá Sirrý, allir sem hringdu inn sögðu sína sögu hvað væri gott að koma inn í Kost og það viðmót sem það fengi, kaffi, og öll þjónusta væri í topp klassa þar sem maður er velkominn og ekki vantaði hljómlistina á meðan fólk gæfi sér tíma til að versla. Þetta var eitt af því sem fólk tók undir.
Rafn tek undir með þér. Halldór til að svara þér þætti mér gott að fá eftirnafn þitt, því mér finnst þú vera verjandi Bónus eða Krónuna þegar þú hefur gefið mér fullt nafn þá er ég til. Jón Gerald þú og þitt fólk hefur staðið undir merkjum, það sem þér skortir hjá þér eru fleiri búðir í næsta nágreni við þessa menn sem sjúga fjármagn frá lífeyrissjóðum landsmanna svona leikur er ójafn og verður að stöðva.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 2.9.2011 kl. 00:10
Halldór: Jón er að bjóða fullt af sniðugum vörum á mjög góðu verði sem ekki fást annarsstaðar, vörur sem hann flytur inn sjálfur. Hinsvegar vegar eru honum ekki að bjóðast jafn góð kjör á mörgum innlendum vörum þar sem hann rekur aðeins 1 búð en ekki tugi búða um allt land eins og Bónus. Þegar búðir eru orðnar jafn stórar og Bónus þá stjórna þeir verðinu. Þeir geta einfaldlega sagt byrgjum hvað þeir eru að fara að borga þeim fyrir vöruna og bannað þeim að bjóða öðrum sama díl, t.d. með því að hóta því að hætta að selja vöruna sem er yrði skellur fyrir byrgjan og gæti gert útaf við hann ef Bónus myndi hætta með vöruna.
Arnar (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 00:31
Heill og sæll Jón Gerald Sullenberger.
Nú sé ég að þeir sem gera athugasemdir nema þessi Halldór sem virðist reyna að koma á óvild í garðs Jóns Gerald sem er eins og rjúpan að reyna að berjast gegn þessu félögum sem sjúga fé frá lífeyrissjóðum landsmanna. Maður spyr sig hvernig getur svona fyrirkomulag gengið að samþjappaða vald manna getur gengið án refjar í sparnað landsmanna til þess eins að koma Kosti fyrir kattanef. Það er mín skoðun að samkeppniseftirlitið eigi að taka á svona málum því menn sem ætla að reka verslun standa ekki jafnfætis og aðrir sem hafa ekki fulla vasa fjár eins og Jón Gerald.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 2.9.2011 kl. 07:06
Sæll Jón Gerald
Halt þú bara áfram þínu góða starfi ótrauður því að við neytendur þurfum ekki aðstoð ASI að velja í körfuna. Hinsvegar hefur þetta nýja kerfi að ekki megi lengur formerkja vöruna villt svo um fyrir eldri borgurum að þeir hafa misst verðskin og þar á ASI að knýja dyra.
Ég kannast ekki við að auglýst sé á ungnautahakki í Krónunni sé uppfullt af einhverjum soyjapróteinum eins og haldið er fram?? Hvers vegna er það? Hvað menn skrokkana frá KS hafa menn séð stunguför á hryggjum og lærum og af hverju eru þau?
Ég mun áfram koma við í Kosti vegna hugmyndafræði þar á bak við. Hvað með Víðir og þá aðila þar á bak við??
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 11:18
Jón Gerald okkur vantar mann eins og þig og þína Verslun út til Eyja, þegar ég kem til Reykjavíkur fer í Kost og fæ vörur úr Ameríku sem ég þekk þaðan en hafa ekki fengist hér fyrr en þú fórst að höndla með vörur þaðan...
Vilhjálmur Stefánsson, 2.9.2011 kl. 22:34
Það eru áberandi gæði í kosti. Neytenda verð vísir CIP, er mikið sanngjarnari og tryggir meiri gæði og stöðuleika á möruðum, en Íslenska neysluvísitalan. Ein mitt þess er á sem tekur mið að af stöðluðum og velskilgreindum vörulista, stöðuleika hóps í stórborgum USA, notaður til bera sama vaxta skil á bréfum á mörkuðum í Aljóða fjármálaheiminum. Hann gefur bæði vísbendingar um langtíma meðal hækkanir á Kauphallarmörkuðum og hjá birgjum í framhaldi. Þess vegna líka hjá smásölum og meðaltekjuhópsins er miðað við á hverju ári. Borgir selja sig dýrar og þess vegna er verðlag þar hærra og fjöldinn gerir úrval meira. Þess vegna er tveir CIP í USA. Þetta er ekki hreint ráðstjórnartæki eins og hér, undantekning er fjárlög til skólamötuneyta, því ekki þykir mannlegt í USA að níðast á ungviði eftir eiginfjárstöðu aðstandenda. Þegar valið er í neytendalistann, eru þeir 10% ríkustu ekki hafðir með því þótt þeir kaupi 30% minnst af heildar neyslu þá er þeirra val og áherslur í samræmi við tekjur og telst sértækt. Hliðstætt eru þeir 10% tekjulægstu ekki hafðir með því þeir neyðast til að versla sem minnst. Aðalatriðið er að listinn er skilgreindur, vörumerki, fjöldi í pakkningu, raunvirðis innhald [gæði], og síðan fylgt eftir í stóru úrvali fyrirtækja sem þjóna þessum hóp einu sinni í mánuði. Listinn þjónar þeim ríkustu líka við að ákveða framtíðar framboð. Heildaneyslu vístalan hér er mælir sem breytist í takt við það sem selst mest [í upphæðum] á uppgjörstímabil, ekki stöðluð og mjög auðvelt í fákeppni að hafa áhrif á, og þá á Íslandi til hækkunar ávöxtunarkröfu sjóða undir höndum þeirra sem fylgjast með hækkun á sinni tölu. Auðvitað tekur þú ekki þátt í svona ráðstjórnavitleysu Jón. Það er ekki ódýrar fyrir skattgreiðendur að taka um sanngjarnan mæli og mæliaðferðir. Kommarnir hér sem hönnuðu þess heildarneysluvístölu, þykkjast voða klárir og mæla svo allar eldri líka, segjast svo síðan hafa sannað að ef séu þær bornar saman þá fylgist þær allar að. Allar þessar mælingar leggjast á vöru verð. Auðvitað fylgjast þær allar að því 80% af markaðinum er einokun: fákeppni. Vörum [með gæði] hefur verið útrýmt úr almennu framboði, og gamalmennin sem skrá niður lista sína, versla 80% í fákeppni keðjum og alls ekki að eigin vali. Mannauður hér er svo heimskur, lítt viðskiptatengdur, hefur ekkert vit á frjálsum markaði, eða nýfrjálsi hyggju. Þeir ættu að þýða bullið í sér beint yfir á ensku og lesa svo yfir. ÉG hef oft tekið svokölluðum neytendakörfum þar sem meðalmaður á Íslandi versal kíló af papriku og 5 kíló af kattamat, samsetning í anda efnahagsreiknings [augnbliks staða] eru öll í svona vitlausum hlutföllum. Segir ekkert um neyslu mynstur ógeðveiks neytenda. Sumt er versla á hverju degi, annað einu sinni í viku og sumt er árstíða bundið. Aðalatriðið er að mæla það sem er í stöðugu framboði og eftirspurn og almennt til að m.a. tryggja stöðuleika sjóðareksturs á Íslandi. ekki bjóða upp á aðferðir sem fjármagnseigendur og ráðstjórn geta fjarstýrt. Til eru fyrirtæki sem framleiða útsölur í gáma og er þetta þá algjört drasl, aðrar vöru í stórmarkaði teknar frá og platið ódýrt selt með okur framlegð til að lækka vísitölu um 0,05%. Þetta er kallað af RUV kjarabót í ríki hinna blindu.
Júlíus Björnsson, 9.9.2011 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.