Loks góðar fréttir frá Bretlandi, breska efnahagsbrotastofan býður aðstoð við rannsókn bankahrunsins

Efnahagsbrotastofnunin breska (Serious Fraud Office) hefur boðið þeim sem rannsaka bankahrunið á Íslandi aðstoð sína og samstarf eftir að hafa kynnt sér lánaskýrslu Kaupþings sem lekið var á netið.

Þá vilja sérfræðingar SFO koma á fundi með Evu Joly, ráðgjafa saksóknara bankahrunsins, og ráðgast við hana um rannsóknina og starfshætti íslensku bankanna.

Þiggjum alla aðstoð sem okkur býðst því ekki veitir okkur af !

Svo er Jón Ásgeir í vinnu hjá  skilanefnd Landsbankans í London, þeir ættu kanski að fá fund með honum líka hann er nú einu sinni í vinnu hjá hinu opinbera allavega greiðir þjóðin launin hans í dag það er fyrir víst.

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband