FL Group # 4 myndbandið.

 Kæru bloggvinir.

Hér kemur FL Group #4 myndbandið á Youtube. Myndböndin okkar um FL Group  hafa fengið yfir 100.000 views á youtube, það var sett saman svona til gamans stíl enda þessar fréttir af FL Group undanfarin misseri reyfarakenndar og ekki batnar það með fréttum dagsins.   Heildarskuldbindingar Baugs við innlenda kröfuhafa voru 1.100 milljónir punda í janúar á þessu ári, eða um 233 milljarðar króna á núverandi gengi. Allar erlendar eignir Baugs eru meira og minna veðsettar í botn.

"FL Group þjófnaðurinn nær hámarki þegar tilkynnt var í vikuni að Northern Travel Holding félagið sem "keypti" Sterling af FL Group sé gjaldþrota.   

Þar með eru ÖLL félögin sem tengjast þessum snillingum gjaldþrota. 

Baugur, FL Group/Stoðir, Fons, Northern travel holding, Teymi, 365 o.sv.frv. og skilja eftir sig skuldir uppá hundruðir þúsundir milljónir.    Þeir ganga allir um bæinn eins og ekkert af þessu komi þeim við,  ætli  þeir fái virkilega að halda öllum villunum sínum, lúxusbílum, leiktækum sínum sem þjóðin situr uppi með að þurfa borga að lokum! 
 En það eru fjölmargar spurningar sem eftir standa og því gerðum við FL Group Part 4.  FL Group 4 myndbandið má sjá hér: 

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=FtOUNtgCG3I

  

Hægt er að nálgst fyrri myndbönd á  www.baugsmalid.is   

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast.

Jón Gerald Sullenberger


Bloggfærslur 21. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband