Baldur Guðlaugsson snýr aftur í stól ráðuneytisstjóra!!! ERU MENN EKKI AÐ GRÍNAST HÉRNA ???

RÁÐUNEYTISSTJÓRINN SEM SELDI ÖLL BANKA-HLUTABRÉFIN KORTERI FYRIR BANKAHRUN SNÝR AFTUR....
 
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, átti hlutabréf í Landsbankanum þegar hann fór á fund með Alasdair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra 2. september 2008.
 
Alistair Darling hefur tekið fram að á fundinum hafi hann lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Landsbankans í London.
 
Baldur ráðuneytisstjóri hefði sparað íslensku þjóðinni mikil vandræði ef hann hefði brugðist strax við og hindrað Icesave klúðrið og flutt þessa reikninga úr höndum þjóðarinnar.
 
En líkt og allir hinir toppar íslenska stjórnkerfisins gerði Baldur ekki neitt !!!

Hann seldi bara sín eigin hlutabréf í Landsbankanum eftir fundinn með Alasdair Darling.
 
 Það var um mánuði áður en ríkið þjóðnýtti Landsbankann og náði hann því að selja áður en bréfin urðu verðlaus. 
 
Tveir breskir hagfræðingar gerðu skýrslu um íslenska fjármálakerfið að beiðni Landsbankans snemma árs 2008. Í niðurstöðum skýrslunnar kom fram að stærð bankanna stefndi hagkerfinu í hættu. Buiter, sem er annar höfundur skýrslunnar, segir að efni hennar hafi verið kynnt á málþingi og fyrir fulltrúum ríkisstjórnarinnar
 
Á maður að trúa því að æðsti embættismaður fjármálaráðuneytis Íslands hafi ekki vitað NEITT um vandamál íslenska bankakerfisins ?
 
Á maður að trúa því að æðsti embættismaður islenska fjármálaráðuneytis íslands hafi ekki vitað NEITT um hin stöðugu fundahöld allt frá febrúar 2008 þegar Davíð Oddsson byrjaði að vara við falli íslenska bankakerfisins og sagði bæði ríkisstjórn Íslands sem og FME og EMBÆTTISMENN hafa fengið að vita um hin gríðarlegu vandamál sem íslenska bankakerfið var að berjast við ?
 
Og nú snýr þessi sami Baldur til starfa sem einn æðsti embættismaður íslenskrar stjórnsýslu þar sem ekki er tilefni til rannsóknar á því hvort æðsti embættismaður íslenska fjármálaráðuneytisins hafi nýtt sér innherjaupplýsingar til að selja hlutabréfin sín korteri fyrir bankahrun.
 
ERU MENN EKKI AÐ GRÍNAST HÉRNA ???
   

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast


Bloggfærslur 9. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband