Samkeppni um nafn á nýrri lágverðsverslun

Ég hef undanfarna mánuði unnið að því að undirbúa að setja á laggirnar nýja lágverðsverslun hér á landi.

Nú styttist í að ég get kynnt hvenær verslunin  yrði opnuð. „Allur undirbúningur er kominn vel á veg og vona ég til þess á næstu vikum að geta sagt ykkur til um hvenær við ætlum að opna og hvar.

Þar sem undirbúningur er kominn svona vel á veg er að því komið að „velja barninu nafn. Því höfum við ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á nýrri lágverðsverslun okkar.

 Margar tillögur hafa nú þegar borist um nafn, en engu að síður vill ég fá neytendur í lið með okkur og ætla að verðlauna vinningshafann með 50 þúsund króna vöruúttekt þegar verslunin verður opnuð.

Ef þú telur þig búa yfir góðu íslensku nafni á lágvöruverðsverslun þá sendu okkur endilega póst fyrir 01 júlí 2009.

Nú bið ég ykkur sem viljið leggja okkur lið í nafnaleitinni að senda tillögu á smartkaup@gmail.com

Spörum og njótum lífsins.

 

Jón Gerald Sullenberger.


Bloggfærslur 17. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband