Með vísun í skrif mín í gær um BYR svikamylluna.

Nú hefur Karen Millen, tískubúðadrottning í Bretlandi skyndilega stigið fram og lýst því opinberlega yfir að hún eigi hlut í BYR Sparisjóð og veitt föður Ágústi Ármann, föður baugsleppsins Magga Ármanns, umboð í gegnum KB Banka Lúx til að fara með eignarhlutinn á aðalfundi BYR.
 
Þetta umboð Karen Millen til Ágústar Ármanns, tryggði gömlu valdhöfum BYR áframhaldandi völd í þessum sparisjóði sem er búið að ryksuga gersamlega að fjármunum til Baugsmanna.
 
Send hefur verið tilkynning til allra fjölmiðla þar sem harmað er að reynt sé að gera þetta tortryggilegt....
 
En hver er Karen Millen ?  Og síðan hvenær er hún stofnfjáreigandi í BYR ?  Af hverju er tískubúðadrottning í Bretlandi að kaupa hlut í litlum sparisjóð á Íslandi ?  Hver skyldi hafa fjármagnað kaup hennar á BYR stofnbréfum ?
 
Getur það verið að það sé sami aðilinn og fjármagnaði kaup Pálma Haraldssonar, Magga Ármanns og Þorsteins Jónssonar á Byr bréfum ?
 
Hver er eiginlega þessi Karen Millen ?
 
Ég hef hitt þetta ágæta fólk en Karen Millen var eiginkona Kevin Stanford, sem er einn helsti viðskiptafélagi Baugsmanna í Bretlandi og svo skemmtilega vill til að tískuvöruveldi hennar - Karen Millen - var í eigu Mosaic fashion sem keypti veldið af henni 2004 og gerði hana að marg-milljónamæringi.
 
Og hver skyldi hafa átt Mosaic fashion sem keypti Karen Millen tískuvörubúðirnar og gerði Karen Millen að milljónamæringi ?
 
 
Jú, það voru BaugsmennBaugur Groupá Mosaic fashion og liggur það núna í þrotabúi Baugs.
 
Og hver skyldi nú vera sérleyfishafi Karen Millen á Íslandi ?
 
Jú - það eru Hagar, sem er í eigu Gaums ehf. - eignarhaldsfélags Baugsmanna.


http://hagar.is/Forsida/Fyrirtaekin-okkar/Karen-Millen
 
 
Og af hverju leggja Baugsmenn ofuráherslu á að viðhalda gömlu valdhöfum Byr við stjórnarvölinn í Byr ?

Jú - Ítrekað hefur sú krafa komið fram að upplýst verði um hverjir hafi verið stærstu skuldarar Byrs, en talsmenn stjórnar BYR hafa borið við bankaleynd, nú síðast á aðalfundi Byr.
 
Það eina sem hefur komið fram er að um 80% af lánveitingum Byr tengist einungis um 10 aðilum !!!
 
Hvaða 10 aðilar skyldu þetta vera ?
 Getur verið að þær 1.5 milljarður ( 1.500 milljónir ) sem notaður var til borga kröfu Glitnismanna á fjölmiðlahluta 365 hf hafi komið frá Byr ? og þar með gat Jón Ásgeir Jóhannesson stofnað Rauðsól ehf og stjórnar hér enn stærsta hluta fjölmiðla á Íslandi.
 
Kæru fjölmiðlar - eru engin takmörk fyrir því hversu langt þessir menn geta gengið án þess að þið "hjólið" í þá af krafti ???

BYR tapaði um 30 milljörðum króna á sl.ári og það má EKKI upplýsa hverjir eru stærstu skuldarar BYR.
 
Eigendur BYR - ég endurtek - EIGENDUR BYR - þ.e. stofnfjárfestar, fá EKKI uppgefið hverjir hafa ryksugað BYR af fjármunum og skulda stærstu upphæðirnar.
 Nú er BYR kominn í þrot og vill fá um 11 ( 11 þúsund milljónir) milljarða ríkisaðstoð !!!  Þetta eru ykkar skattpeningar sem á að nota í að bjarga Byr !!!
 
Af hverju skyldi það nú vera ?

Er of mikils til ætlast að fjölmiðlar leiti svara af KRAFTI ? 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast.


Bloggfærslur 17. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband