14.5.2009 | 19:46
The best way to rob an insurance company is to own one.
Veðsettu bótasjóðinn - vantar 10 milljarða til að tryggja Sjóvá
Heimildir Morgunblaðsins herma að slæma stöðu Sjóvár megi rekja til þess að fyrrverandi eigandi félagsins, Milestone veðsettu bótasjóðinn.
Minnst 10 milljarða króna vantar í eignasafn Sjóvár svo að eiginfjárhlutfall félagsins teljist jákvætt, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag.
FL Group eignast 84% hlutafjár í TM
Miklar breytingar verða væntanlega á stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf., TM, á hluthafafundi sem haldinn verður síðdegis í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, einn eigenda Ovalla Trading, stærsta hluthafa TM, verða næsti stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar í stað Tryggva Jónssonar, aðstoðarforstjóra Baugs,
Aðrir sem munu gefa kost á sér í stjórn TM á hluthafafundinum í dag eru: Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem kemur inn sem fulltrúi Fjárfestingarfélagsins Straums, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugsog einn eigenda Ovalla Trading.
Ovalla Trading er í eigu Hreins Loftssonar og Fjárfestingarfélagsins Gaums, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Kristínar og Jóns Ásgeirs.Ovalla er með rúmlega 18% hlut í TM sem félagið keypti af Kaupþingi nýverið á 2,2 milljarða króna.
Nú verður gaman að sjá hvernig hinir bótasjóðirnir standa.
Vís = Exista
TM = Fl group stoðir
Sjóvá = milstone
vörður = baugur breyttist svo í landsbankann
Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast.