11.5.2009 | 10:44
Áróður Fréttablaðsins í dag út af ESB.
Það er með ólíkindum að sjá forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þessi áróður Baugblaðsins um að Ísland gangi í ESB ætlar ekki að linna, getur einhver sagt þeim að það voru eingöngu 29.8% þjóðarinnar sem kaus Samfylkinguna.
70.2% kaus aðra flokka.
Að setja það sem fyrirsögn að FIMM ÞINGMENN VG ÆTLA AÐ VERA Á MÓTI aðildarumsókn í ESB er ekkert annað er áróður og hallærislegt að hálfu ritstjóra Baugsblaðsins.
Yfirgangur þessara manna verður að linna og það STRAX.
Heilbrigð skynsemi óskast.
11.5.2009 | 00:13
Er þetta það Nýja Ísland sem almenningur hefur verið að bíða eftir?
Samfylkingin og VG hefði getað haft flokksráðs- og flokksstjórnarfundi sína fyrir opnum tjöldum, ég hélt að almenningur ætti að taka þátt í Nýja Íslandi það var allavega það sem þjóðin bað um ekki rétt?
Í staðinn var farin sú leið að flokksfólk, innvígt og innmúrað, fékk eitt aðgang og algjör leynd hvílir yfir umræðunum.
Þau hefðu getað gert það með því að hafa flokksráðs- og flokksstjórnarfundi sína fyrir opnum tjöldum og boðið fjölmiðlum inn og sent þetta út í beinni til þjóðarinnar hún á það skilið.
Stjórnvöld eigi að upplýsa þjóðina um gang mála eins og lofað var í kosningabaráttunni.
Svona er Nýja Ísland í dag.
Heilbrigð skynsemi óskast.