Áróður Fréttablaðsins í dag út af ESB.

Það er með ólíkindum að sjá forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þessi áróður Baugblaðsins um að Ísland gangi í ESB ætlar ekki að linna, getur einhver sagt þeim að það voru eingöngu 29.8% þjóðarinnar sem kaus Samfylkinguna.

70.2% kaus aðra flokka.

 Að setja það sem fyrirsögn að FIMM ÞINGMENN VG ÆTLA AÐ VERA Á MÓTI aðildarumsókn í ESB er ekkert annað er áróður og hallærislegt að hálfu ritstjóra Baugsblaðsins.

 Yfirgangur þessara manna verður að linna og það STRAX.

 

Heilbrigð skynsemi óskast.


Er þetta það Nýja Ísland sem almenningur hefur verið að bíða eftir?

Samfylkingin og VG  hefði getað haft flokksráðs- og flokksstjórnarfundi sína fyrir opnum tjöldum, ég hélt að almenningur ætti að taka þátt í Nýja Íslandi það var allavega það sem þjóðin bað um ekki rétt?

 Í staðinn var farin sú leið að flokksfólk, innvígt og innmúrað, fékk eitt aðgang og algjör leynd hvílir yfir umræðunum.

 Þau hefðu getað gert það með því að hafa flokksráðs- og flokksstjórnarfundi sína fyrir opnum tjöldum og boðið fjölmiðlum inn og sent þetta út í beinni til þjóðarinnar hún á það skilið.

Stjórnvöld eigi að upplýsa þjóðina um gang mála eins og lofað var í kosningabaráttunni.

Svona er Nýja Ísland í dag.

 

Heilbrigð skynsemi óskast.


Bloggfærslur 11. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband