ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR ÞESSARI FRAMKOMU ÓREIÐUMANNA Á ÍSLANDI?

Það er til marks um aðgengi Baugsmanna á íslenska bankakerfinu að einn af leppunum þeirra - Magnús Ármann sem rak lítinn súlustað fyrir nokkrum árum - skuldar um 24 milljarða að lágmarki í einungis 4 eignarhaldsfélögum sínum.
 
Útrásarvíkingurinn Magnús Ármann skuldaði, umfram eignir og eigið fé, rúmlega 24 milljarða í lok ársins 200.
 
 Skuldirnar eru í gegnum fjögur félög, Maggi ehf., Sólmon ehf., Materia Invest ehf. og Imon ehf. en staðan hefur klárlega versnað síðan þá !

Skuldirnar ná aðeins yfir árið 2007. Í fyrra fékk Imon ehf, sem jafnframt er stærsti hluthafi Byrs sparisjóðs, níu milljarða kúlulán fyrir bréfum í Landsbankanum aðeins þremur dögum fyrir fall hans.
 
HVAÐA AÐILI VAR SVO HEPPINN AÐ GETA SELT ÖLL LANDSBANKABANKABRÉFIN SÍN 4 DÖGUM FYRIR FALL BANKANS OG HVAÐA BANKI SITUR UPPI MEÐ lána TAPIÐ ???

Staða félagana hefur aðeins versnað síðan árið 2007 þegar skuldir umfram eignir námu 24 milljörðum en ársreikningur fyrir 2008 liggur ekki fyrir.

Þrjú félaganna eru skráð á Laufásvegi 69, þar sem Magnús Ármann býr, en Materia Invest er skráð á Valhúsabraut 15.

MAGNÚS ÁRMANN SAT SVO Í STJÓRN 365 MIÐLA OG FL GROUP EFTIR AРBAUGSMENN AFHENTU HONUM PENINGINN TIL AÐ KAUPA HLUTABRÉF Í ÞESSUM FYRIRTÆKJUM.
 
EF FJÖLMIÐLAMENN BÆTA SVO ÞORSTEINI JÓNSSYNI Í KÓK VIÐ BÆTAST NOKKRIR TUGIR MILLJARÐAR VIÐ ÞESSA SKULDSETNINGU !!!
 
 
Á SAMA TÍMA ÞARF ÍSLENSKA RÍKIÐ AÐ SKERA NIÐUR UM 50 MILLJARÐA SKV.FRÉTTUM EN ÞESSIR 2 STRÁKAR SKULDA MEIRA SAMANLAGT !!!
 
 
HVAÐA GEÐVEIKI ER Í GANGI HÉRNA Á ÍSLANDI EIGINLEGA ???

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast.

 

Bloggfærslur 6. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband