Efnahagsleg ábyrgð, siðferðisleg skylda

Jón G. Jónsson, hefur starfað sem bankamaður víða erlendis, hann var gestur í Silfrinu í dag. Jón hefur sett fram athyglisverðar hugmyndir um endurreisn bankanna eins og má lesa á www.eyjan.is

Hér eru nokkrir puntar sem ég tel að yfirvöld verði að framkvæma STRAX. 

 

Forða verður að Standard & Poor´s (S&P) lækki matið niður í „ófjárfestingarhæfan“ (non-investment grade) flokk. S&P segir að hætta sé á lækkun ef kostnaður við endurreisn bankanna verði of mikill.

 

Það er ekki nóg að fá hingað franskan saksóknara fjóra daga í mánuði. Við ættum að fá til liðs við okkur aðila sem eltu uppi eignir Saddams Husseins og Ferdinands Marcos á sínum tíma.

 

Tjón erlendra lánardrottna á falli íslensku bankanna í fyrra er a.m.k. tvöfalt meira en tap lánardrottna Enron árið 2001.

Hagsmunir okkar eru einnig miklir: íslenskur iðnaður er fjármagnsfrekur og þarf á erlendu fjármagni að halda. Og þangað til við tökum á þessum hlutum af alvöru verður engin viðspyrna.

Þeim sem vilja bera ábyrgð á endurreisninni ber að hafa þetta í huga.

 

Hér kemur svo öll greinin hans Jóns, mæli með að þið lesið hana hún er mjög góð.

 

http://eyjan.is/silfuregils/2009/04/26/endurreisn-bankanna/#comments

 

Heilbrigð skynsemi óskast.


Bloggfærslur 26. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband