Er enn verið að gera grín af íslendingum. Þessi frétt birtist á Rúv í gær og var það fyrsta sem mér datt í hug '' RÁN '' og það á hábjörtum vordegi.
Verðmat úr 457 milljörðum það eru 457 þúsund milljónir í 1,3 milljarða. Ætli þeim eigi eftir að takast þetta?
Félagið BBR, sem er einkahlutafélag bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, eignaðist 78% í Exista með hlutafjáraukningu í desember( hvaðan ætli þeir aurar hafi komið).Nú hefur BBR gert yfirtökutilboð í þann fimmtung hlutafjár sem ekki er í bræðranna. Kaupverðið hefur vakið athygli því BBR býðst til að kaupa hlutina á genginu 0,02.
Kaupin á fimmtungshlutnum í Exista ætla þeir Lýður og Ágúst að fjármagna með láni frá Lýsingu, sem er dótturfélag Exista.
Exista á að fullu tryggingafélögin VÍS og Lífís, eignaleigufyrirtækið Lýsingu og Skipti, móðurfélag Símans. Þá á Exista helmingshlut í Öryggismiðstöðinni. Skipti keypti Símann fyrir fjórum árum á 67 milljarðakróna. Þá keypti Exista 80% í VÍS á 53 milljarða fyrir þremur árum. Miðað við yfirtökutilboðið meta bræðurnir Lýður og Ágúst verðmæti Exista á 1,3 milljarð króna - eða margfalt minna en dótturfélögin voru metin á þegar þau voru keypt.
Bakkabræður voru kjölfestuhluthafi í gamla Kaupþingi banka.
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast