Stoðir/FL Group eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti Skattrannsóknarstjóra

 ''Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það þó eitt af þeim skilyrðum sem stærstu kröfuhafar félagsins settu fyrir samþykki á endurskipulagningu þess að allir rannsóknaraðilar sem sæktust eftir upplýsingum eða gögnum frá Stoðum/FL Group myndu fá þær á sama hátt og ef skiptastjóri hefði verið settur yfir félagið í gjaldþrotameðferð.

 

Stoðir/FL Group eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti Skattrannsóknarstjóra vegna rökstudds gruns um skattalagabrot og framkvæmdi embættið húsleit í höfuðstöðvum félagsins 11. nóvember. Í henni voru tekin afrit af ýmsum bókhaldsgögnum frá árunum 2005 til 2007.

 

Rannsóknin átti sér um hálfs árs aðdraganda, eða frá því að Stoðir/FL Group birtu ársreikning sinn fyrir árið 2007. Í honum kemur meðal annars fram að heildarrekstrarkostnaður félagsins hefði verið rúmir sex milljarðar króna. Heimildir Morgunblaðsins herma að eitt þeirra atriða sem vakti sérstaka athygli skattyfirvalda hafi verið beinn útlagður félagsins vegna fyrirhugaðrar yfirtöku á breska félaginu Inspired Gaming Group (IGG) í ágúst 2007, en hann var 792 milljónir króna. Ekkert varð af þeirra yfirtöku. Þá þóttu greiðslur vegna aksturs, viðvika og annarrar þjónustu til félags í eigu Jóns Þórs Sigurðssonar, J-einnátta, upp á sex milljónir á mánuði og leiga á einkaþotu frá Awair Ltd. (óbeint í eigu Hannesar Smárasonar) grunsamlegar.,,

 

Stoðir/FL Group voru almenningshlutafélag á þeim árum sem rannsóknin beinist að.

 

Af Mbl.is

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast


Landsbankinn tekur yfir hlut Magnúsar Ármanns í Byr

Það hlaut að koma að því en samt þarf allur sannleikurinn að koma fram og hann er hver stóð á bak við þennan snúning, því ekki var hann einn bak við hann það er alveg á hreinu.

 ''Imon keypti 4,05 prósenta hlut í Landsbankanum skömmu áður en bankarnir hrundu síðastliðið haust fyrir átta milljarða sem gufuðu upp.

 

Þau viðskipti eru til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu.

 

Landsbankinn er orðinn stærsti hluthafinn í Byr með rétt rúmlega 7,5% hlut samkvæmt nýjum hluthafalista sjóðsins sem birtur var á miðvikudag. Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Imons, félags athafnamannsins Magnúsar Ármanns, vegna skulda.

 

 Magnús fékk rúman milljarð í arð frá Byr í umdeildri 13,5 milljarða arðgreiðsluúthlutun sjóðsins vorið 2008,,

af visir.is

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast


Bloggfærslur 10. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband