1.4.2009 | 16:42
Viðvaningarnir í íslenska fjármálakerfinu.
´´Skýrsla Kaarlos Jännäri, finnska sérfræðingsins sem fyrri ríkisstjórn fékk til að leggja mat á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi, er nánast samfelldur áfellisdómur yfir íslenska fjármálakerfinu. Þetta kemur fram í leiðara Morgunblaðsins í dag.
Íslenskar eftirlitsstofnanirnar voru fjársveltar, fámennar, óáræðnarog höfðu ekki þær lagaheimildir sem þurfti til að grípa inn í starfsemi bankanna. Jännäri nefnir að FME hafi átt í mesta basli með að fá tillögur sínar um fjárveitingu til eftirlitsins samþykktar af því að bankarnir hafi beitt þrýstingi á stjórnmálamenn.
Seðlabankinn var samkvæmt greiningu Jännäris í svipaðri stöðu; of fámennur og ekki með þau stjórntæki sem þurfti.Samstarf bankans og FME er sagt hafa verið að mörgu leyti gott, en ekki hnökralaust. Þannig fékk Seðlabankinn ekki upplýsingar frá FME um nöfnin á bak við stórar áhættuskuldbindingar í bönkunum af því að síðarnefnda stofnunin bar við bankaleynd!
Jännäri gagnrýnir stjórnvöld fyrir breyta ekki lögum eftir að starfshópur skilaði skýrslu árið 2006 um hvernig auka mætti völd Fjármálaeftirlitsins. Skýrsla Jännäris staðfestir margt af því, sem gagnrýnt hefur verið í íslenska fjármálakerfinu á síðustu mánuðum. Gagnrýnin frá þessum virta sérfræðingi er svo hörð, að ekki verður hjá því komist að taka mark á henni. Hann hittir því miður naglann á höfuðið, þegar hann bendir á að stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar og öll þjóðin, allt upp í æðstu þrep valdastigans, hafi verið í klappliði bankannaog fyllst þjóðarstolti yfir velgengni þeirra (reyndar tekur hann fram að margir séu enn í afneitun um sinn þátt í harmleiknum). Þess vegna hefði það sennilega ekki tekist, þótt FME, Seðlabankinn eða aðrir hefðu reynt að koma vitinu fyrir menn í tíma.,,
mbl.is
Þessi skýrsla er því miður mikið áfall fyrir hið íslenska bankakerfi sem menn voru búnir að mæra og átti að gera að einu stærsta bankalandi Evrópu.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Góða kvöldstund.