Fékk þennan póst sendan til mín í dag ætla ég að tek mér það bessaleyfi og birta hann hér þar sem ég tel að um mjög alvarlegt mál er að ræða og nú þurfa allir að taka höndum saman til að rétta við íslenskt þjóðfélag.
'' Nú hefur komið á daginn að Eva Joly hefur hitt ríkisstjórnina og gefið ráðherrum hennar ráðleggingar um hvernig fara eigi að. Steingrímur J. Sigfússon segir sér finnast ,,einboðið að njóta hennar aðstoðar". Í þessu ljósi er mjög mikilvægt að þrýsta á núverandi ríkisstjórn að leggja fram frumvarp um erlenda óháða rannsóknaraðila (líklega í samstarfi við innlenda rannsóknaraðila) sem fá eins víðtækar heimildir til alvöru rannsóknar og unnt er að veita. Þetta þarf að gerast strax. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Við leggjum til að öllum þingmönnum verði send eftirfarandi áskorun, eða samskonar áskorun:
Ég krefst þess að þingið setji á laggirnar alvöru rannsókn á hruninu og efnahagsbrotum þeim sem leiddu okkur í þá stöðu sem við erum nú komin í, stýrðri af erlendum rannsóknaraðilum sem hafa reynslu af rannsóknum stórfelldra efnahagsbrota.
Ég krefst þess að stjórnvöld og þing þiggi án undanbragða alla þá aðstoð sem Eva Joly getur veitt okkur sem og aðgang að tengslaneti hennar.
Að lokum krefst ég þess að núverandi stjórnvöld lýsi nú þegar yfir eindregnum vilja til að hrinda slíkri rannsókn af stað og geri bókstaflega allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja að þetta verði að veruleika.
--
eftirfarandi eru netföng ráðherra ríkisstjórnarflokkanna (og vefslóð með öllum netföngum alþingis):
arj@althingi.is,
johanna@althingi.is,
katrinja@althingi.is,
kolbrunh@althingi.is,
klm@althingi.is,
sjs@althingi.is,
ogmundur@althingi.is,
ossur@althingi.is
http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A
kveðja,
Sigurður ''
9.3.2009 | 13:15
Stopp ekki fleiri neikvæðar viðskiptafréttir nú er komið nóg.
Yfirtakan á Straumi nú í morgun fékk mann til að vilja ekki lesa né hlusta á meiri viðskiptafréttir. Það var frekar napurt að lesa þessa fréttir í morgun á þessum fallega sólardegi hér í Reykjavík þau þáttaskil í íslensku efnahagslífi sem yfir þjóðinna hefur dunið er með ólíkindum og nú er komið nóg. Er ekki málið að setja stopp núna við fleirri neikvæðum fréttum á öllum fjölmiðlum landsins. Aftur á móti er hollt að staldra við, hugsa sinn gang og rifja upp það sem á undan hefur gengið læra af og sækja sér efnivið í þau verkefni sem við eigum eftir að glíma við á næstu misserum. Það er nú einu sinni þannig að við skrifum okkar sögu á hverjum tíma með athöfnum okkar og eða athafnaleysi okkar.
Nú skulum við njóta þessa fallega dags.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)