8.3.2009 | 19:32
Til hamingju með daginn Silfur Egill.
Silfrið hans Egills í dag var enn aftur magnaður og hápunkturinn var auðvitað viðtalið við Evu Joly, rannsóknardómara. Eva talaði um frystingu eigna og haldlagningu þeirra og það STRAX hún minntist ekki á að það væri brot á mannréttindum enda allta annað væri brjálæði. Síðan sagði hún að ef almenningur fengi ekki að vita sannleikann og réttlætinu væri ekki fullnægt væri útilokað að sáttmáli samfélagins héldist við verðum að fá SANNLEIKANN UPP Á BORÐIÐ OG ÞAÐ StRAX. Í Lokin sagði hún að réttlæti væri grundvallaratriði fyrir fólkið í landinu okkar og til að búa í sátt sem þjóð væri sannleikurinn nauðsynlegur, traustið byggðist á þessu tvennu '' réttlæti og sannleika'' ÉG tók eftir því að hún minntist ekki einu orði á Davíð Oddsson hefði einhvað með þetta að gera.
Góða Kvöldstund.