5.3.2009 | 22:51
Kastljós að standa sig, EKKI BENDA Á MIG.
Ég tek ofan fyrir kastljósi og því góða fólki sem þar starfar. Þátturinn í kvöld var frábær. Umræðan með forseta ykkar, hurðaopnara fjárglæframanna og klappstýra auðdónanna, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann situr enn á Bessastöðum með 32% atkvæði þjóðarinnar á bak við sig og sendir frá sér skilaboð sem allt er tómur misskilningur að hans eigin sögn. Það eina sem vantaði í þá umræðu var að Sigurður G Guðjónsson lögmaður er mikill vinur Óla og ef ég man rétt þá var hann kosningastjóri hans og bar ábyrgð á því að koma honum þar fyrir. Kaflinn sem kom á eftir með úrklippum af fjárglæframönnum og auðdónum EKKI BENDA Á MIG var stórkoslegur og sýnir hvað þessir menn vor sýktir af siðblindu ekkert af þessu kom þeim við. Ég mæli eindregið með að allir gefi sér tíma í að horfa á Kastljós í kvöld.
Góða kvöldstund.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)