31.3.2009 | 18:08
Ræða Davíðs Oddssonar.
Ekki er hægt að segja annað en ræða Davíðs Oddssonar hafi vakið mikla athygli enda var hún frábær í alla staði og bráðfyndin, allt það sem þar kom fram er hárrétt hjá honum. Það er þess vegna sem margir eru ekki sáttir við hana og reyna að snúa út úr henni eins og til dæmis að hann hafi líkt sjálfum sér við Jesú Krist.
Nú er ég búinn að hlusta á ræðu hans tvisvar og það eina sem ég fæ út úr þessu hjá honum er að hann er að líkja sjálfum sér við ræningjana sem voru krossfestir um leið og Kristur og sagði eitthvað á þá leið að þá hefði átt að taka tvo óbótamenn af lífi og einn saklausan en nú hefði einn skúrkur verið negldur og tveir menn sem ekkert hefðu til saka unnið fengið að fara með honum. Meiningin var frekar augljós Davíð þótti hart að ákafi ríkistjórnarinnar að losna við sig úr embætti seðlabankastjóra skyldi bitna á Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni með þeim hætti sem raun er á orðin.
Ætli maður þurfi ekki að vera með sólrauða eyrnatappa til að heyra einkvað annað en það sem hann sagði, hvers vegna skyldi fréttamenn snúa út úr henni og segja rangt frá? Er hann svona yfirgengilega skilningssljór og fávís?
Það sem kannski vantaði í þessa umræðu alla er að Davíð Oddsson staðfesti í ræðu sinni að Ingibjörg Sólrún hafi ekki getað treyst Össuri og Björgvini fyrir þeim vandamálum sem að bönkunum steðjaði.
Er þetta ekki meira fréttnæmt heldur en þessi steypa með Jesús Krist sem hélt ekki vatni.
Maður bara spyr sig.
Ég skora á ykkur að horfa á myndbandið og helst tvisvar því hún er stórmerkileg þessi ræða Davíðs.
http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv
Heilbrigð skynsemi óskast.
Góða kvöldstund.
31.3.2009 | 13:23
NATO hefur ekki enn tekið ákvörðun um hver tekur við embætti framkvæmdastjóra bandalagsins
Er ekki málið að senda á þá símanúmerið hans Steingrímur J. Sigfússon Hann er nú einu sinni BARA Fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Er nokkuð því til fyrirstöðu að hann taka að sér að verða framkvæmdastjóri NATO líka.
Ég segi nú bara svona.
![]() |
Engin niðurstaða hjá NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |